Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 101
LANDIÐ OPNAR HUG OG HJARTA 3. í garðinum vaxa blóm Náttúrufar eða landslag hafa átt sinn sess í bókum Jóhanns Hjálmarssonar frá fyrstu tíð. í frumraun hans, Aungli í tímann, 1956, eru það dulin mögn, álfar og huldufólk sem seiða fram áhrifamátt náttúrunnar og gefa tilfinningu fyrir lífí hennar, síðar eru það skógar með voldugum trjám sem hafa þetta hlutverk, til að mynda tré sem eru „hendur guðs“. Tré eru reyndar eitt þeirra yrkisefna sem æ ofaní æ skýtur upp kollinum í ljóðum skáldsins og ber gjarna í sér mannlega eiginleika eða er líktog lifandi afl í lífi mannsins. í ljóðinu „Fædd til að styðja tré - Bernskumynd af Ragnheiði" er brugðið upp svipmynd af manni og náttúru og er sambandið þar á milli ekki með öllu venjubundið: Þú stendur við tré bernsku þinnar. Þú styðst ekki við tréð heldur styður þú tréð. (Lífið er skáldlegt, 1978) Tréð, fulltrúi náttúrunnar, birtist í ljóðinu sem einstaklingur með mannlega eiginleika. Persóna ljóðsins styðst ekki við tréð heldur styður hún það. Við fáum á tilfinninguna að tréð sé óburðugt og þarfnist aðhlynningar. Það er auðvelt að sjá fyrir sér aldrað og lasburða tré sem myndar andstæðu við æsku persónunnar í ljóðinu. Þessi gamalkunna andstæða er hér í breyttum bún- ingi, ekki lengur bundin mönnunum einum heldur spannar hún líka jurta- ríkið, eftilvill allan lífheiminn - og sama gildir þá líklega einnig um aðrar eigindir sem jafnan takmarkast við manninn. Náttúran eða jörðin birtast tíðum í ljóðum Jóhanns sem lifandi, sjálfstæð- ar verur með eðlisþætti og ábyrgð til jafns við manninn, eru jafnvel þátttak- endur í atburðum mannfélagsins. Þetta sést glöggt í ljóðinu „í þessum húsum“ (Undarlegirfiskar, 1958) einkum þarsem segir: himinninn yfir húsunum er líka hvítur í dag og um hann þjóta fuglar eins og naglarnir sem þeir notuðu er þeir festu hann á krossinn og í garðinum vaxa blóm eins og tár móðurinnar og hafið er eins og iðrun Júdasar þegar hann reikaði útí endalausa nóttina Hér endurspeglast athafnir mannanna í náttúrunni, fuglar, blóm og haf taka TMM 1998:4 www.mm.is 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.