Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Qupperneq 49

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Qupperneq 49
BERTOLT BRECHT 1898-1998 Ég get ekki ímyndað mér að Laxness teldi þetta óvinsamlega af- stöðu í sinn garð. Kannski ættuð þér að tjá Laxness að þér hafið orðið var við þetta sjónarmið í stjórn Listaakademíunnar.56 I minningargrein Halldórs um Brecht látinn kemur fram góð þekking á Brecht og vinnuaðferðum hans.57 Hann fjallar nokkuð um borgaralegan uppruna Brechts og afleiðingar þess uppruna fyrir verk hans; einnig um það hvað Brecht var bundinn leikhúsi nánum böndum: „Leiksvið var honum eins óánveranlegt verkfæri og flestum höfundum er penni og pappír.“ Lok greinarinnar eru með því fallegasta sem um Brecht hefur verið ritað, og er þá mikið sagt. Hve lengi endast verk?58 Bertolt Brecht er eitt af stóru nöfnunum í sögu bókmennta og lista á þessari öld. Það verður varla vefengt með rökum, þó um sinn hafi verið leitast við að beina umræðunni frá verkum hans. Þó að áhrifa hans gæti minna en áður hjá iðkendum bókmennta og lista er hann enn afar mikið lesinn og leikinn. Þá er hann í hópi þeirra höfunda aldarinnar sem fræðimönnum hefur þótt hvað mestur slægur í að rannsaka. Fyrir því eru margar ástæður: fjölbreytileiki verksins sem eftir hann liggur; pólitísk, heimspekileg og fagurfræðileg álita- mál af margvíslegu tagi; rittengsl verkanna við forna og nýja bókmennta- hefð; vinnulag Brechts. Árið 1964 vitnaði Max Frisch í ræðu í þessi orð Brechts: „En þeir sem ríktu / hefðu setið í hægara sæti án mín, sú var mín von.“ Frisch kvaðst leyfa sér að efast um að nokkur maður af þeim milljónum áhorfenda sem séð hefðu Brecht-sýningar hefði tekið pólitískum sinnaskiptum við það, og taldi að Brecht nyti þá þegar „hins fullkomna áhrifaleysis klassísks höfundar“.59 Ýmsum þótti sem þetta væri nokkuð djúpt tekið í árinni, en þess ber að gæta að Frisch var einkum að lýsa almennri vantrú sinni á mátt lista til að hafa pólitísk áhrif. Á afmælisárinu hafa margir Þjóðverjar vitnað um reynslu sína af Brecht og afstöðu til verka hans, og viðbrögðin minna óneitanlega oft á það sem sjá má þegar klassískur höfundur á í hlut. Sumir hafa tíundað í hjartnæmum orðum hvernig þeir hafi verið hrelldir með verkum hans í skóla, þar sem þau voru skyldulesning, og bólusettir fyrir lífstíð gegn Brecht, en aðrir hafa öllu jákvæðari sögu að segja. „í Brecht vitnum við, vitandi og óafvitandi, næstumþví daglega,“ skrifar helsti bókmenntapáfi Þjóðverja, Marcel Reich-Ranicki,60 og kemur þar orðum að því sem sennilega er mest áberandi um áhrif Brechts í Þýskalandi nú: hvernig setningar og orðalag sem frá honum er runnið hefur síast inní mál manna. TMM 1998:4 www.mm.is 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.