Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 17
SAGA MANNKYNSINS ER AÐEINS SAMTÍMASAGA M.R.: Mér virðist sem nafnleysið sé í senn fagurfræðileg og siðferðileg undir- staða þessarar nýjustu skáldsögu þinnar, það passar í það minnsta mjög vel við blinduna. En það sem mér finnst einkar glæsilega gert í þessari sögu er það sem þú segir berum orðum, sumsé að það að sjá heiminn á ný þýði líka að nefna hann á ný. J.S.: Ég held að við séum smátt og smátt að missa tilfinninguna íyrir „nöfh- um“. Fyrir nokkru lauk ég við skáldsögu sem ég hef kallað Todos os nomes (Öll nöfnin). Þrátt fyrir þennan titil eru allar persónurnar nafnlausar, að einni undanskilinni. Og sú eina sem ber nafn heitir Sr José (Hr. José), vegna þess að persónan er svo ómerkileg (og fornafhið einnig) að enginn nennir að leggja á minnið hvað hún heitir fullu nafni... Tilvitnunin í upphafi bókar- innar, sem tekin er úr ímyndaðri bók í anda Borgesar, er eftirfarandi: „Þú veist hvaða nafn þér hefur verið gefið, en þú veist ekki hvað þú heitir í raun og veru.“ I þessu sambandi minnist ég þess að í Rttgerð um blindu segir stúlkan með reyklituðu gleraugun á einum stað: „Innra með okkur er nokkuð sem ekki heitir neitt, og einmitt það erum við“. Nafnið sem við berum, nafnið sem okkur er gefið, nafnið sem við verðum að gefa þeim sem eru nafnlausir ... Já, þetta er rétt hjá þér, að sjá heiminn á ný, sjá manninn á ný, hlýtur að þýða það að nefna hann á ný. M.R.: Aðeins ein persóna, læknisfrúin, hefur ekki smitast af pestinni og getur því horft uppá glundroðann sem hefur skapast hjá mannkyninu. Hún verð- ur leiðtogi hóps blindingja sem reynir að mynda samfélag á ný. Þessi kona, sem lítur heiminn öðrum augum þegar allir eru orðnir blindir, veltir ítrekað fyrir sér sömu spurningunni: hef ég rétt til að horfa á aðra þegar enginn getur horfit á mig? Eru tengsl milli þessarar spurningar og kafla sem gerist í kirkju þar sem sú sem sér tekur eftir því að dýrlingarnir á öllum myndunum í kirkj- unni eru með bundið fyrir augun? J.S.: Það var í það minnsta ekki ætlun höfundarins. Kirkjukaflinn er enn eitt bergmálið af síðustu blaðsíðunum í skáldsögu minni Fagnaðarerindið sam- kvæmt Jesú Kristi, þegar Jesús ávarpar mennina og biður þá um að fyrirgefa Guði, því hann viti ekki hvað hann geri... En í nýjustu skáldsögu minni er gengið enn lengra: sagt er að Guð eigi ekld skilið að sjá, það er sagt að mynd- irnar sjái aðeins með þeim augum sem horfi á þær, og að við sjáumst ekki vegna þess að við séum sjálf blind. Hvað varðar spurninguna sem læknisfrú- in spyr, þá snýst hún einungis um mannleg samskipti: ef ekki má horfa á mig hef ég engan rétt til að horfa. Ég tek dæmi sem gæti skýrt mál mitt: ríkur maður má ekki horfa á fátækan mann ef sá fátæki má ekki horfa á þann ríka. TMM 1998:4 www.mm.is 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.