Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Qupperneq 33

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Qupperneq 33
BERTOLT BRECHT 1898-1998 víðasthvar. Enda er framlag hans yfirleitt talið meðal þess sem markverðast er á þessari öld á því sviði. Hér er ekki staður til að fjalla ítarlega um þessi verk hans fremur en önnur, enda eru þau kannski einna helst kunn lesendum þessarar greinar því meira en tugur leikrita eftir Brecht hefur verið sýndur á íslandi, sum þeirra í mörgum sviðsetningum. Nokkur hafa auk þess verið flutt í útvarpi. Eðlilegt er að skipta leikritum Brechts í þrjá meginflokka. Fyrst koma þá æskuverkin, allt frá Baal 1918 til Túskildingsóperunnarog Uppgangsoghruns Mahagonnýborgar sem samin eru skömmu fyrir 1930. Þá kennsluleikirnir sem hann kallaði svo, flestir samdir á árunum í kringum 1930. Einna þekkt- astir þeirra eru Úrrœðið og Undantekningin og reglan. Að lokum eru svo leik- rit frá seinustu Berlínarárunum fyrir útlegð og frá útlegðarárunum. Þeirra á meðal eru mörg af hans frægustu verkum, svosem Heilög Jóhanna sláturhús- anna, Ævi Galíleós, Mútter Courage, Góða sálin í Sesúan, Púntila bóndi og Matti vinnumaður og Krítarhringurinn í Kákasus. Að mörgu leyti virðast þessir þrír flokkar undarlega ólíkir við fyrstu sýn. í þeim fyrsta er á ferð ærslafullur borgarasonur og bóhemja, ákveðinn í að hneyksla borgarana og reita þá til reiði. Málfarið er auðugt og ljóðrænt, lif- andi og hrjúft. Brecht er á þessum árum anarkisti og einstaklingshyggjumað- ur í uppreisn gegn borgaralegum gildum og hefðum í Ieikhúsi. „Það er ekki mikið að gerast í listinni. Ég er hlynntur því að leikhúsunum verði lokað - af listrænum ástæðum,“ skrifar hann Caspar Neher vini sínum 19 ára gamall og er skömmu síðar sjálfur með tvö leikrit í smíðum.18 Þó margt í verkunum ffá þessu fyrsta skeiði sé orðið fjarlægt er annað einsog skrifað fyrir okkar daga. Svo er til dæmis um óperutextann um paradísarborgina Mahagonný þar sem menn skemmta sér til ólífis undir kjörorðinu „Lengi lifi gullöldin!“, þar sem lífið felst í að éta, elskast, stunda hnefaleika og drekka, og þar sem allt er leyfilegt nema að vera blankur. Mahagonný, sem Brecht skrifar undir lok þessa tímabils, vísar beint til neysluþjóðfélags okkar daga og er einhver bragðmesta lýsing sem ég þekki á þeim gildum sem því liggja til grundvallar. Tónlist Kurts Weill er enn í dag jafn fersk og fyrir 70 árum. En nokkru áður en Brecht skrifar Mahagonný, nánar tiltekið árið 1926, verða hvörf á ferli hans þó það komi ekki að fullu fram strax. Hann lendir í ógöngum með leikrit sem hann er að semja og fer að leita lausna í marxísk- um þjóðfélagsviðhorfum. Hann verður á næstu árum sannfærður marxisti og um 1930 er ljóst að hann aðhyllist kommúnisma. Það verður mikil breyt- ing á bæði stíl og inntaki verka hans; í stað safaríkra persóna og mergjaðs málfars kemur spartanskur texti kennsluleikjanna. Málfarið er óbrotið, per- sónurnar manngerðir. Tónlist og kórar eru óaðskiljanlegur hluti þessara verka, sem voru upphaflega flutt í samvinnu við ,Nýju tónlistarhreyfmguna1 TMM 1998:4 www.mm.is 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.