Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 67
AÐ TJALDABAKl í ÍÐNÓ VETURINN 1934-35 fremur einföld í sniðum, auk þess sem leiklausnin veltur öll á þeirri heppi- legu tilviljun, að upp kemst um sakleysi hins líflátna föður. Helsti styrkur leiksins er vafalaust það einstigi sem höfundur þræðir milli raunsæis og ljóð- rænu, og er þó allt undir því komið, hvernig þýðanda tekst að halda því til haga. Er blindur farandsöngvari, Gaffer Pearce, gamall maður með sviða í hjarta vegna löngu liðinnar ástarsorgar, helsti talsmaður hins ljóðræna við- horfs. Hann er sá eini sem nær sambandi við Nönnu í raunum hennar og ræðst tregafullur hugblær leikslokanna mjög af samtölum þeirra. Til að gæða leikinn auknum áhrifum var flutt tónlist, sem Gunnar hafði upphaf- lega samið fyrir Kammerspilscenen, undir átakamestu atriðum hans. Var hún leikin af fjögurra manna hljómsveit að tjaldabaki.40 Við grípum næst niður í bréfi til Pouls Juhl, sem er ekki dagsett en auðsæi- lega skrifað, þegar komið er undir frumsýningu á Nönnu: Þú spyrð, hvort ég hafi unnið einhvern sigur? Ja - ekki enn. Þó ekki beðið neinn ósigur. Þeim er ljóst að ég kann langtumrheira en nokkrir aðrir hér, innan Leikfélagsins. En ég hef ekki enn náð að leggja bæinn að fótum mér. Ég er óhemju spenntur fyrir Nan, krafðist hennar sjálf- ur, og hef lagt mig allan fram. Ég hef notað sömu sviðsetningu og hjá okkur [á Kammerspilscenen], en bætt hana, maður lærir alltaf af því að endurtaka hlutina. Og - þó ég hefði getað svarið fyrir það - sýningin er mun betri. Það er heppni, því að hún „liggur“ vel fyrir þeim. Það eru aðeins þrír eða fjórir alvöru leikarar hér. En Nanna [Arndís Björnsdóttir] er sjálf langtum betri en Clara [Schwartz sem lék hlutverkið í sýningu Kammerspilscenen], að sumu leyti sterkari, að sumu leyti innilegri, en aðallega þó sannari - og hún er lítil og mjó- slegin - á svipuðum aldri og Clara, en fallegri, hreinni. Pargetter [ Val- ur Gíslason] er einnig miklu innilegri og sterkari en Andresen, og þó að Gaffer [Brynjólfur Jóhannesson] sé eiginlega ekki betri en Lagoni (en betri en Arnbach), þá virkar hann mun betri, þar sem hann er mjög laglegur, fölur, með sítt silfrað hár ogbrennandi djúpstæð augu. Andlitið er frá náttúrunnar hendi óeðlilega holdskarpt, það gerir hann gamlan og fíngerðan - Lagoni var of feitur og nautslegur að sjá. Jenny [Magnea Sigurðsson] þolir alveg samanburð við Jenny L. en hún er bæði grófari og þó broshýrri, og heimsk, heimskari, laglegri og kærulausari og skilningslausari - hún er frúin hér í húsinu, hún leikur þetta mjög eðlilega og hræðslukastið af lífi og sál - annars er hún eng- in sérstök leikkona. En hún er alveg rétt „týpa“. Magnea Sigurðsson, sem Gunnar minnist á í lokin, lék nokkuð með L.R. á þessum tíma. Hún var þá eiginkona Haralds Á. Sigurðssonar, kaupmanns og leikara. Gunnar talar um hana sem ffúna í húsinu, vegna þess að hann bjó hjá þeim þennan vetur. TMM 1998:4 www.mm.is 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.