Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Qupperneq 117
LEIÐINLEGT ER MYRKRIÐ
að Þorsteini, hugheilum varðmanni „þeirrar heilbrigðu skynsemi sem öguð
er við vísindalega hugsun“,29 sé svo gengið - hann hafi gert svo í nytina sína -
að geta átt nokkurt sálufélag með Gunnari Páli Árnasyni.
3. Hugmyndasaga
Gunnari Páli er uppsigað við þá staðhæfingu mína að hugtakið „módern-
ismi“, eins og það er notað í listasögu (og um leið í þrætubók póstmódern-
ista), eigi sér ekki sveitfesti í hefðbundinni heimspeki og raunvísindum; í
þeim skilningi sé ekki til nein sérstök „módernísk“ bresk-bandarísk heim-
spekihefð (KK-1, II). Að auki trúir hann mér ekki er ég segi að kjarninn í
greinaflokki mínum hafi verið „vörn fyrir hugsjónir upplýsingarinnar - og
þar með óbeint fyrir módernismann í listum að svo miklu leyti sem hann var
rökrétt framhald þeirra hugsjóna" (KK-2, c)); þvert á móti geri ég ámælisorð
póstmódernista á hendur módernismanum hvað eftir annað að mínum
(GPÁ, 119). Við hinu síðara verður mér svarafátt; ég verð alltaf ögn kindar-
legur þegar mér er tjáð að ég meini annað en ég segi eða held að ég meini,
svona rétt eins og heittrúaður KR-ingur yrði kindarlegur ef hann yrði sál-
greindur sem Valsari. Hið fyrra er hins vegar umræðuvert; var ekki rökgrein-
ingarheimspekin á fyrri hluta aldarinnar og fram yfir hana miðja einmitt
„róttækur módernismi“ (GPÁ, 118)?
Við því er það svar að vissulega var margt skylt með módernismanum í
listum og hugsjónum rökgreiningarmanna í heimspeki. Þar má nefna form-
fágun, trú á hversdagsmál, andúð á málskrúði og pírumpári og margt fleira.
Því fer hins vegar fjarri að bresk-bandarískir heimspekingar á 20. öld hafi al-
mennt litið á sig sem menn hinna miklu vatnaskila í hugmyndasögunni eins
og módernistarnir í listum gerðu. Flestir hafa þeir sætt sig prýðilega við það
hlutskipti að vera neðanmálsskrifarar, ef ekki við verk Platóns og Aristóteles-
ar þá Lockes og Humes. Fyrir módernistana, til dæmis í myndlistinni með
Clement Greenberg í broddi fylkingar, var þvert á móti aðeins til tvenns kon-
ar list: raunsæislist, sem nærðist á goðsögninni um milliliðalaust samband
tákna og tilvísunar í ytri heimi, og módernísk list sem hafði gefið þessa goð-
sögn upp á bátinn. Slík tvískipting hlaut að hljóma eins og afgæðingur í eyr-
um heimspekinga sem vissu að ráðgátur um samband táknheims og
raunheims höfðu verið helsta dagskrármál fyrirrennara sinna um aldir.
Gunnar Páll greinir réttilega frá því að „módernismi“ eigi sér aðra merk-
ingu en að ná yfir menningarstrauma á 20. öld og vísi þá til gervallrar
nýaldarinnar í sögu Evrópu og Ameríku (GPÁ, 119). í bresk-bandarískum
heimspekisögubókum er þessi síðari skilningur viðtekinn. Rit um
„móderníska“ heimspeki hefjast undantekningarlítið eða -laust í upphafi
TMM 1998:4
ww w. m m. ís
115