Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 118

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 118
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON nýaldar.30 Ég á enn eftir að sjá slíkt rit sem rekur sögu módernískrar heim- speki frá síðustu aldamótum þegar einhver straumhvörf hafi átt sér stað sem skipti leiðum með öllu á undan og eftir - eins og algengt er í listasögu. Það var nú lítið annað en þetta sem ég átti við með því að „módernískur" væri ekkert töfraorð í hefðbundinni heimspeki, eins og það virðist vera í popp- heimspekinni. Ég verð hins vegar að játa upp á mig vissa hugmyndasögulega ónákvæmni eða óskhyggju sem á nokkrum stöðum skín í gegnum greinaflokkinn. En það var ekki Gunnar Páll Árnason sem benti mér á hana heldur Stefán Snævarr.31 Gagnrýni Stefáns er á allt öðrum nótum en Gunnars enda lítur hann á mig sem vopnabróður í varðliði skynseminnar fremur en fjandmann. Hann telur þó að ég stafi um of að því að „meginlandsspekingar séu vangefnir óvinir viskunnar“ og að póstmódernismi hafi ekki náð að soramarka bresk-banda- ríska „greiningarsinna", þrátt fyrir ýmis dæmi sem Stefán rekur um hið gagnstæða. Nú fer því að vísu fjarri að ég hafi viljað forkasta allri megin- landsheimspeki, enda hef ég þegar svarað þeirri ásökun til hlítar (KK-2, c). Hitt er sönnu nær að ég hef átt fullbágt með að nefna þá spekinga „analýtíska“ er hafna hefðbundinni hugsjón heimspekinnar, sannleiksleit- inni, og gera grín að vísindalegri aðferðafræði. En þá má réttilega saka mig um að gefa mér sem forsendu niðurstöðuna sem sanna átti, það er skilgreina „analýtíska heimspeki“ svo þröngt að allar póstmódernískar tilhneigingar falli fyrirfram utan hennar. Stefán kemur við þau kaun mín með ýmsum sannfærandi dæmum. Ég sný þó ekki aftur með að í skrifum analýtískra heimspekinga (jafnvel flestra þeirra hlaðstiklara sem Stefán nefnir) er einatt viss andi sem sker þá frá póstmódernistum: Það er trúin á að ein greining vandamáls eða ein lýsing veruleikans geti verið betri en önnur samkvæmt einhverjum röklegum mælikvörðum og að hefðbundin rökfræði ljái okkur tæki til að komast að óyggjandi niðurstöðum. Þessu hafna póstmódernistar; og margir hinna hörðustu þeirra hafna beint eða óbeint ekki bara samsvörunar- heldur einnig samkvœmniskenningu um sannleikann: líta á hverja setningu sem röklega óháða öðrum og á upplifun okkar af heiminum sem röð ótengdra augna- blika. Þar fyrir utan er svo hinn dæmigerði póstmóderníski stílsmáti gjöró- líkur hinum analýtíska; ég ber ekki skýrleik Kuhns eða Quines saman við loðmullu Lyotards og Baudrillards (að minnsta kosti í enskum þýðingum). En þetta breytir engu um að til eru heimspekingar sem við hljótum af ýms- um ástæðum að líta á sem analýtíska og sem við höfum jafngóðar ástæður til að skilgreina sem póstmóderníska. Eikin er þannig ekki án kvista og eru Ror- ty (sjá 2.3) og Feyerabend þar ef til vill gleggstu dæmin. Því skal ég glaður draga ögn í land frammi fyrir Stefáni - þó að ég hafi að vísu aldrei sagt meira 116 www.mm.is TMM 1998:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.