Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 14
MASSIMO RIZZANTE
M.R.: Mér virðist sem A Jangada de pedra sé einna aðgengilegasta verkið íyrir
evrópska lesendur og ekki eins barokkskt, afsakið orðalagið, eins og til dæm-
is OAnoda morte de Ricardo Reis eða Memorial do convento. En þó bætist hið
yfirnáttúrlega hér ofan á hið hversdagslega, hið furðulega ofan á hið tækni-
lega, andi dauðra ofan á ísmeygilegt háð lifenda, ljóðræna þeirra sem eiga sér
fyrirfram ákveðna framtíð ofan á frásagnargleði almannarómsins. Loks yfir-
gnæfir hið yfirnáttúrlega, með allri sinni eldfornu visku, orsakasamhengi
natúralismans þar sem allt er hægt að skýra í þaula. Þetta hef ég alltaf talið
vera eitt grundvallaratriðanna í suður-amerískum bókmenntum. Finnur þú
til skyldleika með þeim bókmenntum?
J.S.: Lýsing þín á ágætlega við eitt af því sem einkennir suður-amerískar bók-
menntir, rétt er það, en þær eru ekki einar um að vera þannig. Sú trú að allt
sem er furðulegt eða öðruvísi í bókum (næstum allt) tengist kjarna suður-
amerískra bókmennta, en hún er útbreidd í evrópskri og bandarískri bók-
menntaumfjöllun, sleppir einu mjög mikilvægu atriði: mest af hinu yfirnátt-
úrlega og dularfulla á rætur að rekja til Evrópu, ekki síst til Pýreneaskagans.
Alþýðuævintýri (sem raunar hafa mjög sótt til austrænna menningarsvæða)
eru afar mikilvæg uppspretta fyrir skáldsagnahöfunda „sem skortir inn-
blástur“... Hvað sjálfan mig varðar, þá þarf ég ekkert að fara út fýrir Portúgal
til að finna ýmislegt yfirnáttúrlegt og dularfullt. Að sjálfsögðu þýðir það ekki
að ég hafi ekki lesið og lært ýmislegt af suður-amerískum rithöfundum, allt
frá Asturias til Carpentier, frá Garcia Marquez til Cortazar ...
M.R.: Felur saga evrópsku skáldsögunnar, í þeim skilningi að hún sé saga list-
greinar sem varð til við upphaf nútímans fýrir tilstilli Rabelais og Cervantes-
ar, að þínum dómi í sér suður-amerísku skáldsöguna?
J.S.: Að halda því fram að saga evrópsku skáldsögunnar feli í sér sögu suður-
amerísku skáldsögunnar er auðveldara en að segja að það sé öfugt... Hvað
sem því líður, þá er ég þeirrar skoðunar að deilur um uppruna eða um það
hvað sé hvers geri ekki annað en að reka fleyga milli manna og spilla því sem
mestu máli skiptir í lífinu, samskiptum milli fólks. Ég er þá að tala um and-
lega sköpun yfirleitt, og einkum um skáldsöguna.
M.R.: Bæði í Historia do cerco de Lisboa og í O Evangelho segundo Jesus Cristo,
og þó mun skýrar í þeirri fyrrnefndu en þeirri síðarnefndu, fann ég það sem
alla tið hefur leitað á þig: viljann til að láta viðburði úr samtíð og fortíð gerast
samstundis. Raimundo Silva, sá sem er að endurskoða mannkynssöguna í
12
www.mm.is
TMM 1998:4