Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Qupperneq 28
Þorsteinn Þorsteinsson
Bertolt Brecht 1898-1998
Og tímamir breytast. . .
Þýska skáldið Bertolt Brecht hefði orðið hundrað ára 10. febrúar síðastlið-
inn. Og 1996 voru 40 ár liðin frá láti hans.1 Á slíkum tímamótum er gjarna
talin ástæða til að minnast höfundar og velta fyrir sér ævi hans og starfi og því
hvernig verkin hafa enst. Við lifum á tímum örra breytinga, eitt leysir annað
af hólmi og örlög skáldverka vilja verða á þann veg að þau sem talin voru
nokkurs virði í gær eru gleymd í dag. Ekki síst virðist mörgum þeirra verka
hætt sem tókust af mikilli einurð og alvöru á við samtíma sinn. Spurningin
er þá hvort þau hafi eitthvað það til að bera sem lifir af og á erindi til manna
þó að tímar breytist. Brecht lifði mikil umbrot í veröldinni: fasisma, komm-
únisma, heimskreppu, tvær heimsstyrjaldir og upphaf þeirrar þriðju, kalda
stríðsins. Meira en þriðjung rithöfundarferils síns mátti hann dvelja í útlegð
fjarri ættjörð sinni og þeirri tungu sem hann ritaði á.2 Tengslin rofnuðu við
lesendur hans, leiksvið og áhorfendur og þegar hann sneri aft ur var hann að
miklu leyti gleymdur á þýsku málsvæði. Eftir frumsýninguna á Mútter
Courage í Austur-Berlín í janúar 1949, fyrstu sviðsetningu sína á þýskri
grund eftir útlegðina, sendi hann Gustaf Grundgens, sem þá var leikhús-
stjóri í Dusseldorf, svohljóðandi bréf: „Árið 1932 báðuð þér mig um leyfi til
að setja upp Heilaga Jóhönnu sláturhúsanna. Svar mitt er já. Yðar Bertolt
Brecht."3 Bréfið sýnir í hnotskurn það rof sem varð í verki Brechts, hvað það
kostaði að lifa á myrkum tímum.4
í samtali sem Brecht átti við Ernst Schumacher skömmu fyrir dauða sinn
komst hann þannig að orði að í eina tíð hefði Gerhart Hauptmann verið
ókrýndur konungur þýskra leikskálda. Síðan hefði Georg Kaiser leyst hann
af hólmi. Nú hefði hann, Brecht, setið á þessum stóli um hríð, hvort sem
mönnum líkaði betur eða verr. En yrðu áhrif hans meiri og langvinnari en
þeirra? „Já auðvitað,“ bætti hann við í gamansömum tóni, „þó ekki væri
nema vegna setningarinnar ,Erst kommt das Fressen, dann kommt die
26
www.mm.is
TMM 1998:4