Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 72
JÓN VIÐAR JÓNSSON á þolrif hins kröfuharða leikhúsmanns, og í einu bréfa sinna til Pouls Juhl, þegar líða fer á veturinn, bregður hann upp ófagurri mynd af vinnusiðferði þeirra. Hann segir Poul, að hann sé sjálfur orðinn óþekkjanlegur: Ég rífst og skammast mestallan tímann og segi mína meiningu um- búðalaust. Þeir eru ekki allir gæfulegir, sumir af þessum amatörum. Nenna ekki að vinna, halda að allt sem þeir gera sé gott, drekka sig fulla, mæta ekki, gera ekkert nema þeim sé sagt það þrisvar - þetta al- gera kæruleysi er sérstakur löstur hér í Reykjavík. Hér er viðkvæðið: Drottinn minn, liggur svona mikið á því? Eða, nú já, og hvað svo? Það þarf að taka miklu harðara á þeim en mér var leyft í byrjun. En nú ætla ég ekki lengur að láta þá sleppa. Við erum nýbúin að ganga í gegnum krísu, þar sem ég setti stjórninni úrslitakosti. Þó að við hefðum verið að æfa Nönnu í einn og hálfan mánuð, kunnu margir af leikurunum ekki enn hlutverkin sín, og einn þeirra kunni það ekki einu sinni í dag á síðustu æfmgunni (þar sem við æfðum aðeins textakunnáttu, því að leikhúsið er upptekið í kvöld og annaðkvöld). Einn hefúr mætt fullur, ef hann hefur þá mætt á annað borð, frá því bannið var afnumið 1. febrúar - og það er hann sem kann ekki enn hlutverkið.50 Þegar leikarinn mætti enn drukkinn þremur dögum fyrir áætlaða frumsýn- ingu, kveðst Gunnar hafa farið í frakkann og gengið heim. Hann hafi krafist þess af formanninum að annaðhvort yrði frumsýningunni frestað um viku, en því hafði hann áður neitað - eða ég óskaði þess að verða leystur undan samn- ingi 8. febrúar með sex mánaða fyrirvara, og féllist hann ekki á það, myndi ég leggja málið í dóm, og bera því við, að ég ætlaði ekki að skemma orðspor mitt með því að vera bendlaður við þessar skítasýningar þeirra. Hann hugsaði sig um í sólarhring - og lét þá undan. En leikarinn er jafn vonlaus og áður. Þegar við æfðum í and- litsgervum, mætti hann í svo viðvaningslegu gervi, að það var eins og í skólasýningu hjá 12 ára börnum. Ég sagði honum að lagfæra mask- ann og lýsti því hvernig ég vildi hafa hann. Hann fór og kom aftur án þess að hafa snert við maskanum. Ég hætti strax að æfa, fór með hann niður í búningsklefa og skipaði honum að taka af sér maskann. Settu þetta á, og þetta! o.s.frv. Svona eru þeir. Gunnar sér engin önnur ráð við þessu en kasta þeim á dyr og „neita þeim um hlutverk um óvissan tíma til að sýna þeim að þeir séu ekki ómissandi. Og hvað sem öðru líður set ég það skilyrði, eigi ég að vinna hér aftur næsta vetur, þó ekki sé nema um styttri tíma, að ég verði einráður um verkefnaval og hlut- verkaskipan. Ef maður getur ekki lamið þá með hundasvipunni, svo undan svíði, er óhugsandi að vinna með þeim.“ 70 www.mm.is TMM 1998:4 j
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.