Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Qupperneq 132

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Qupperneq 132
RITDÓMAR Vissulega er Solka ákaflega forvitni- leg, og ekki vantar að stíllinn sé lipur og læsilegur. En ég verð að viðurkenna að þegar öllu er á botninn hvolft finnst mér sagan ekki ganga upp. Eins og sú þjóð- saga um „Miklabæjar-Solveigu“ sem flestum er kunnug lýsir atburðunum, virðast þeir einfaldir og jafnframt rök- réttir, ef svo má segja: Solveig er „stúlka“ sem dvelst á heimili síra Odds og er að því best verður séð nokkuð yngri en hann. Hún leggur á hann ofurást og vill að hann gangi að eiga sig, því hann er ekkill eða „á milli kvenna“ (hvað sem það nú merkir í þessu samhengi), en það vill hann ekki, og því sturlast hún og tekst að lokum að farga sér, þótt á henni séu hafðar miklar gætur. Hún gengur aftur, en skömmu síðar hverfur síra Oddur og finnst ekki upp frá því. Aðrar greinar um hvarf síra Odds, sem birtar eru í Blöndu IV, 1928-1931 (en ekki í II bindi, 1921-1923, eins og höf. segir í heimildaskrá sinni) leiðrétta þessa frægu þjóðsögu í einstökum atriðum, og skipt- ir það mestu máli í þessu samhengi að þær segja að Solveig hafi í mörg ár verið ráðskona síra Odds. En öllum heimild- um ber þó saman um að það hafi verið síra Oddur sem vildi ekki þýðast Sol- veigu og hafnaði ástum hennar. Höf. styðst meir við þær sagnir sem birtar eru í Blöndu, en víkur þó frá öllum þessum heimildum í því atriði sem er þunga- miðja sögunnar: samskiptum síra Odds og Solveigar gegnum árin, - með þeim ummælum að sú saga sem hann fitji upp á hafi aldrei verið sögð, því hún hafi „alla tíð verið undir huliðshjálmi þjóðtrúar og rammrar draugasögu“ (bls. 6-7). Eins og hann rekur nú söguna var Solveig vinnukona á Hólum í tíð Gísla biskups Magnússonar, þegar Oddur sonur hans var ungur, og vildi það þá m.a. til að hún bjargaði lífi biskupssonar, því hann átti vanda til að fá óráðsköst og reika burtu og var nærri orðinn úti í einu slíku kasti. Þau fella síðan hugi saman, Oddur og Solveig, og þrátt fyrir mikla andstöðu biskupshjónanna og þó eink- um móður Odds, fara þau að búa saman í Dalkoti. Þótt Oddi hafi gengið slælega við nám, gerir biskup hann að presti í Miklabæ og heldur hann áfram að búa með Solveigu þar, þótt hún sé hrædd við að vera í stöðu maddömu á svo glæstum stað. Þau giftast aldrei, og verða jafnan fyrir andstöðu biskupsffúarinnar, en samt búa þau þarna saman í ein tíu ár án þess að nokkuð gerist. En þegar biskup er látinn, lætur móðir Odds til skarar skríða ásamt tengdasyni sínum, meist- ara Hálfdáni, þau kúga Odd til að taka á móti prestsdóttur að nafni Guðrúnu sem eiginkonu sinni en reyna þó ekki að hrekja Solveigu brott af staðnum. Fyrir hana er staðan óbærileg og hún fargar sér. Höfundur nefnir síðan að Oddur hafi horfið, en rekur söguna ekki áffam að öðru leyti. í höfuðdráttum virðist hér vera á ferðinni heldur venjuleg saga um ástir yfirstéttarmanns og lágstéttarkonu, og lá menn mér það vonandi ekki þó að mér sæki sú tilfinning að hún sé í rauninni ekki áhugaverðari en sú dramatíska staða sem lýst er í þjóðsögunni sjálfri. En engin saga er samt svo venjuleg að ekki megi blása lífi í hana, og því er spurn- ingin sú hvað höfundi tekst að gera úr þessu efni og hvernig hann getur gert það lesendum lifandi og skiljanlegt. Þarna finnast mér vera ýmsar brotalamir í frásögninni. Hvers vegna getur Oddur ekki gengið að eiga Solveigu, eins og þau vilja bæði? Lengst framan af virðast það einkum vera stéttarfordómar og ættar- hroki sem standa í veginum: Solveig er „ættlaus“, og móðir Odds hefur á henni megnustu fyrirlitningu, þótt biskup sjálfur sé velviljaðri. Samt sem áður tekst þeim að búa saman í ein tíu ár á Miklabæ í hinum mestu kærleikum, og engin til- raun er gerð til að binda enda á það. En þegar Gísli biskup er látinn fær Oddur eftirþanka: biskup hafði sem sé vald til að gefa þeim giffingarleyfi, en nú er það of seint (bls. 156). Hvers konar gift ingar- 130 TMM 1998:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.