Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 42
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON er hárrétt sem fylgt hefur verkinu frá fyrstu tíð, að Brecht sé höfundur þess en Hauptmann, Burri og Borchardt samverkamenn hans. Ljóst er þó að hlutur þeirra, einkum Elísabetar Hauptmann, var mikill, meðal annars vegna þess að í Heilagri Jóhönnu var að nokkru stuðst við leikrit hennar Happy End. Svipað er að segja um Túskildingsóperuna sem Fuegi kveður vera eftir Hauptmann að 80-90 af hundraði. Uppistaðan er lík og í Óperu betlarans eft ir John Gay: Peachum-hjónin, Pollý og Lúcý, og Macheath. En persónurn- ar hafast að ýmsu leyti ólíkt að og sambandi þeirra er öðruvísi háttað, auk þess sem tími verksins er færður til frá upphafi 18. aldar til þeirrar 19. og skotspónn satírunnar því annar. Meðal þess sem er alveg nýtt í Túskildings- óperunni er betlaraútgerðin og allt sem henni tengist; brúðkaupið í hesthús- inu (1.2) og séra Kimbill; Brown lögreglustjóri, tengsl þeirra Makka og sameiginleg fortíð í hernum; stjórn Pollýar á bófaflokknum; atriðið í hóru- húsinu; drottningarkrýningin; ríðandi boðberi konungs, og fleira. Mesta nýjungin er þó fólgin í söngvunum, sem allir eru ffumsamdir, og beitingu þeirra. - Um hlut Elísabetar Hauptmann er það vitað að hún þýddi að eigin frumkvæði Óperu betlarans úr ensku og Túskildingsóperan hefði því varla orðið til án hennar tilverknaðar. Eflaust eru einhver tilsvör orðrétt úr þýðingu hennar. Einhvern þátt átti hún áreiðanlega líka í leikgerðinni (sem svo var upphaflega kölluð þó um nýtt leikrit sé raunar að ræða) þó engin leið sé að gera neina grein fyrir honum nú, hvað þá tilgreina hann í hundraðs- hlutum. Hitt má fullyrða að svo róttækar dramatúrgískar breytingar sem hér er um að ræða eru ekki hennar verk, og þeim fylgir bragðmesti textinn. Það er heldur óskemmtilegt hlutskipti sem Brechtfræðingar búa nú við, að þurfa að reyta af Elísabetu Hauptmann þær fjaðrir sem Fuegi skreytir hana af rausn sinni. Allir sem hafa kynnt sér verk Brechts og sögu bera mikla virðingu fýrir Elísabetu og starfi hennar, bæði frá því þegar hún vann með Brecht og síðar við útgáfu verkanna í sextán ár eftir lát hans. En þeir sem þekktu hana vita að hún hefði ekki kært sig um þessar fjaðrir. Það dregur ekki úr mikilvægi framlags hennar þó reynt sé bera sannleikanum vitni og Brecht sé talinn höfundur hinnar þýsku leikgerðar, einsog gert hefur verið síðan 31. ágúst 1928 að Túskildingurinn var frumsýndur í Berlín. Á hnotskógi Önnur ásökun Fuegis, sem tengist kenningum hans um höfundskap verk- anna og rétt er að víkja að, varðar ritstuld. Sú ásökun er reyndar ekki ný, þó hennar hafi lítið gætt lengi, því það orð fór snemma af Brecht að hann væri djarftækur til verka annarra. Einkum varð ýmsum tíðrætt um þetta á árun- um fyrir 1930 þegar vegur hans varð skyndilega mikill. „Kaupið nýlendu- 40 www.mm.is TMM 1998:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.