Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 47
BERTOLT BRECHT 1898-1998 fjórða áratugnum, þar á meðal til réttarhaldanna, þarf að leita í dagbækur hans, eða í bók hans Me-ti. Buch der Wendungen, eða í frásögn Walters Benjamin af samtölum þeirra á Fjóni. Af þessum heimildum er Ijóst að Brecht á mjög erfitt með að átta sig á því hvað er að gerast í Rússlandi á seinni hluta fjórða áratugarins. Hann er tortrygginn að eðlisfari og frnnst engan- veginn sannfærandi þær upplýsingar sem út berast um sekt hinna gömlu byltingarjálka. Hann áfellist Stalín fyrir að heimta að menn trúi án sannana því sem á borð er borið. Auk þess eru vinir hans í Sovétríkjunum að hverfa einn af öðrum og sakargiftirnar fáránlegar, Tretjakov á að vera japanskur njósnari og Carola Neher sömuleiðis flækt inní andsovéskt athæfi. Brecht gerir sér ljóst að á ferðinni er valdabarátta en gengur hinsvegar ekki svo langt að álykta, einsog margir gera þó, að réttarhöldin miklu séu einskær sýndarréttarhöld og stjórn Stalíns glæpastjórn. Hann hefur ekki í frammi gagnrýni opinberlega enda er fasisminn í miklum uppgangi og Brecht setur traust sitt á að Sovétríkin geti einna helst veitt honum viðnám. Eftilvill má segja að stærsta yfirsjón Brechts sé að hafa ekki áttað sig á Stalín. Að hann skyldi ekki gera það er til marks um hve þokan á vegunum var dimm. Þrátt fyrir ýmsa gagnrýni sem hann trúir dagbókunum fyrir virðist hann hallast að því að Stalín sé þráttfyrir allt að vinna gagnlegt verk. Hvað hann var frábitinn því að yrkja dýrðarlof um Stalín, einsog nánast skylda var á þessum árum, kemur hinsvegar vel fram í kvæðinu „Bóndi ávarpar uxann sinn“ (1938) sem er stæling á egypsku ljóði frá því um 1400 f.Kr. en við vitum nú, vegna frásagnar Waiters Benjamin, að er um Stalín.49 Kvæðið byrjar svo: Ó mikli uxi, guðdómlegi plógdragi vertu svo vænn að plægja beint! Vinsamlegast láttu ekki plógförin riðlast! Þú gengur á undan, leiðtogi, hott! [...] Þá yrkir hann undir lok ævinnar, eftir leyniræðu Khrústsjovs 1956, nokkur kvæðabrot um Stalín, þar sem hann er meðal annars nefndur ,hinn frækni morðingi fólksins', í stíl við þá venju sem tíðkaðist í Austur-Þýskalandi að veita mönnum viðurkenningu fyrir vel unnin störf og nafnbót sem útleggja mætti ,frábær læknir fólksins1 eða þvíumlíkt. Þegar hér var komið sögu var hann hinsvegar farinn að heilsu, og þessi kvæðabrot voru ekki birt fýrr en 26 árum eftir lát hans.50 TMM 1998:4 www.mm.is 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.