Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 37
BERTOLT BRECHT 1898-1998 hann sé á móti öllu gömlu og allt eigi að vera nýtt. Hann notaði gjarna orðin aristótelískt leikhús og innlifunarleikhús um það leikhús sem fyrir var og hann gagnrýndi. Orð einsog epískt leikhús og framandgerving (Verfremdung, V- Effekt), sem hann hafði um eigin aðferðir, hafa svo iðulega verið notuð sem töfraformúlur og skrif hans skilin á þá leið að leikhússtarf megi nálgast eftir einföldum fræðilegum uppskriftum. Nokkra sök á þessu á Brecht sjálfur því orðalag hans er stundum kreddukennt, einsog oft er um nýjungamenn, enda er hann í mörgum skrifum sínum að leggja málin niður fyrir sér og tala við sjálfan sig, ef svo mætti segja. Þegar hann var að æfa leikrit notaði hann þessi orð nánast aldrei. Leikkona Grúsju í Krítarhringnum segir að orðið Verfremdung hafí fallið einusinni á öllum æfingum leikritsins.25 Það er þó vissulega grundvallarhugtak í verki Brechts, ekki einungis í leik heldur einnig í texta; merking þess er: að sýna í framandi ljósi það sem alþekkt er og sjálfsagt þykir, í því skyni að vekja á því athygli og setja spurningarmerki við það. Annað slíkt grundvallarhugtak sem Brecht notar er Gestus eða fas í leik eða texta, en í því felst, í einföldustu merkingu, afstaða (persónu, höfundar) einsog hún kemur fram í orðum og látæði. Brecht talar einnig um fas tilað- mynda ljóðs.26 Leiklistarkenningar Brechts verður að sjá í sögulegu ljósi: sem andóf við það leikhús sem ráðandi var í Þýskalandi þegar hann var að stíga fyrstu skref- in á ferli sínum. Andóf gegn hátíðleikanum í sýningum á klassískum verk- um, gegn tilfinningaþrungnum leik í verkum expressjónistanna, og ekki síst gegn natúralisma í leikhúsi. Það er einkum gegn honum sem hann teflir epíska leikhúsinu sem hann kallaði svo. En hvað er það? Um eðli hins epíska - söguljóðs, skáldsögu - og hins dramatíska skrifuðust þeir Goethe og Schill- er á árið 1797 og skoðanaskipti þeirra um skáldskapartegundirnar eru einkar lærdómsrík, þó hér verði einungis fátt eitt rakið, í lauslegri endursögn.27 Hið dramatíska verk, segja þeir, er yfirleitt einn þráður og óslitin framvinda sem stefnir að ákveðnu marki, en í því epíska er altítt að tefja framvinduna með ýmsu móti, með innskotum og útúrdúrum, með því jafnvel aðfara afturábak og áfram í tíma. Þá eru einstakir hlutar mun sjálfstæðari í epísku verki en dramatísku. Yfirhinu epíska er ró, og lesandinn/rjíí/s,en „harmskáldið rænir okkur frelsi hugans“ (Schiller). Þá segja þeir að hið epíska skáld lýsi atburð- um sem liðnum en dramatíska skáldið einsog þeir séu að gerast í þessari andrá. - Fáir hafa lengur áhyggjur af hreinleika tegundanna, en greinilegt er að Brecht þykja þeir eiginleikar, sem hér að ofan eru nefndir epískir, vænlegri til að fjalla um viðfangsefni samtímans, enda fer hann að byggja leikrit sín í samræmi við það. Hann er mjög mótfallinn hinu ,lokaða‘ formi í natúralísk- um leikritum og sýningum, og vill að áhorfandinn hafi það „frelsi hugans“ sem þarf til að geta skoðað og gagnrýnt. Hann leggur áherslu á að leikhúsið er TMM 1998:4 www.mm.is 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.