Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 74
JÓN VIÐAR JÚNSSON
að þeir væru eins vel færir að sýna alvarleg viðfangsefni og hin gamansömu
og í því sambandi lét hann þess getið, að sýning Leikfélagsins á sorgarleikn-
um Nönnu hefði tekist betur hér en á leikhúsi hans sjálfs í Kaupmannahöfn
veturinn 1930.“55
Þegar heim kom og Gunnar mætti tíðindamanni Berlingske Tidende á
hafnarbakkanum lék hann hlutverk sigurvegarans út í ystu æsar. í viðtalinu
sem ber yfirskriftina „Teaterliv pá Sagaoen - Sceneinstruktor Gunnar Han-
sen vender hjem efter en vellykket Sæson i Reykjavík“ ber hann íslenskum
leikurum afar vel söguna; það hafi verið stórkostlegt að fylgjast með fólki,
sem standi allan daginn við vinnu sína í bönkum og verslunum, starfa baki
brotnu langt fram á nótt í leikhúsinu. Aðeins eitt hafi valdið sér vonbrigðum:
áhorfendur hafi mun meiri áhuga á léttmetinu en alvörunni.56
Lítill vafi er á því, að þar var Gunnari hugsað til afdrifa Nönnu. Með hlið-
sjón af dómunum - jafnt hinum opinberu blaðadómum sem ummælum
hans sjálfs í einkabréfunum - er þó erfitt að taka undir þann áfellisdóm.
A.m.k. er hætt við að smæð leikflokksins og vanburðir leikenda hafi ekki átt
þar síður hlut að máli en þroskaleysi áhorfenda.
Ályktanir
Hvaða ályktanir er leyfilegt að draga af þeim orðum Gunnars R. Hansens um
leikendahóp Leikfélags Reykjavíkur og listræna stöðu hans á fjórða áratugn-
um, sem hér hafa verið dregin fram? Gefa þau rétta mynd af henni eða ber að
taka þeim með varúð? Áttaði hann sig nógu vel á aðstæðum? Voru kröfur
hans til íslenskra leikara raunhæfar? Ætlaðist hann jafnvel til of mikils af
þeim?
Þegar Gunnar hélt til íslands, bjóst hann við að koma til starfa í leikhúsi,
sem rekið væri af alvöru og metnaði. Til þess hafði hann ærna ástæðu, þó
ekki væru nema bréf Lárusar Sigurbjörnssonar. Leikfélagið hafði frá önd-
verðu sett markið hátt í verkefnavali. Eftir fárra ára starf tók það að eiga við
verk skálda eins og Ibsens og Björnsons og lagði ótrautt til atlögu við leiki Jó-
hanns Sigurjónssonar og Guðmundar Kambans nýja af nálinni. Um miðjan
þriðja áratuginn sviðsetti Indriði Waage af ofurkappi æskumannsins tvo af
leikjum Shakespeares (Þrettándakvöld og Vetrarævintýri) og eitt nýstár-
legasta verk samtímans, Sex persónur í leit að höfundi eftir Luigi Pirandello
(Sexverurleitahöfundarhét leikurinníIðnój.Því hefurverið haldið fram, að
þessar sýningar hafi verið mikil nýjung í íslensku leikhúsi.57 Sjálfsagt var svo
á einhvern hátt, þó að ekki megi gleyma því, að Indriði var þá aðeins hálf-
þrítugur og skorti með öllu þá faglegu þjálfun, sem byggt er á í nútímaleik-
húsi.
72
www.mm.is
TMM 1998:4