Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 74
JÓN VIÐAR JÚNSSON að þeir væru eins vel færir að sýna alvarleg viðfangsefni og hin gamansömu og í því sambandi lét hann þess getið, að sýning Leikfélagsins á sorgarleikn- um Nönnu hefði tekist betur hér en á leikhúsi hans sjálfs í Kaupmannahöfn veturinn 1930.“55 Þegar heim kom og Gunnar mætti tíðindamanni Berlingske Tidende á hafnarbakkanum lék hann hlutverk sigurvegarans út í ystu æsar. í viðtalinu sem ber yfirskriftina „Teaterliv pá Sagaoen - Sceneinstruktor Gunnar Han- sen vender hjem efter en vellykket Sæson i Reykjavík“ ber hann íslenskum leikurum afar vel söguna; það hafi verið stórkostlegt að fylgjast með fólki, sem standi allan daginn við vinnu sína í bönkum og verslunum, starfa baki brotnu langt fram á nótt í leikhúsinu. Aðeins eitt hafi valdið sér vonbrigðum: áhorfendur hafi mun meiri áhuga á léttmetinu en alvörunni.56 Lítill vafi er á því, að þar var Gunnari hugsað til afdrifa Nönnu. Með hlið- sjón af dómunum - jafnt hinum opinberu blaðadómum sem ummælum hans sjálfs í einkabréfunum - er þó erfitt að taka undir þann áfellisdóm. A.m.k. er hætt við að smæð leikflokksins og vanburðir leikenda hafi ekki átt þar síður hlut að máli en þroskaleysi áhorfenda. Ályktanir Hvaða ályktanir er leyfilegt að draga af þeim orðum Gunnars R. Hansens um leikendahóp Leikfélags Reykjavíkur og listræna stöðu hans á fjórða áratugn- um, sem hér hafa verið dregin fram? Gefa þau rétta mynd af henni eða ber að taka þeim með varúð? Áttaði hann sig nógu vel á aðstæðum? Voru kröfur hans til íslenskra leikara raunhæfar? Ætlaðist hann jafnvel til of mikils af þeim? Þegar Gunnar hélt til íslands, bjóst hann við að koma til starfa í leikhúsi, sem rekið væri af alvöru og metnaði. Til þess hafði hann ærna ástæðu, þó ekki væru nema bréf Lárusar Sigurbjörnssonar. Leikfélagið hafði frá önd- verðu sett markið hátt í verkefnavali. Eftir fárra ára starf tók það að eiga við verk skálda eins og Ibsens og Björnsons og lagði ótrautt til atlögu við leiki Jó- hanns Sigurjónssonar og Guðmundar Kambans nýja af nálinni. Um miðjan þriðja áratuginn sviðsetti Indriði Waage af ofurkappi æskumannsins tvo af leikjum Shakespeares (Þrettándakvöld og Vetrarævintýri) og eitt nýstár- legasta verk samtímans, Sex persónur í leit að höfundi eftir Luigi Pirandello (Sexverurleitahöfundarhét leikurinníIðnój.Því hefurverið haldið fram, að þessar sýningar hafi verið mikil nýjung í íslensku leikhúsi.57 Sjálfsagt var svo á einhvern hátt, þó að ekki megi gleyma því, að Indriði var þá aðeins hálf- þrítugur og skorti með öllu þá faglegu þjálfun, sem byggt er á í nútímaleik- húsi. 72 www.mm.is TMM 1998:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.