Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 131

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 131
Ritdómar Síra Oddur kveikir á kolunni Björn Th. Björnsson. Solka. Mál og menning 1997. 1 undirtitli Solku eftir Björn Th. Björns- son fær væntanlegur lesandi þær upp- lýsingar að hér sé á ferðinni „heimilda- skáldsaga". Á þennan hátt er verkið tengt við bókmenntagrein sem rótgróin og reyndar nokkuð glæsileg hefð er fyrir á Islandi. Meðal þeirra höfunda sem hafa getið sér gott orð fyrir verk af þessu tagi er einmitt Björn Th. Björnsson sjálfur, og munu harðsvíraðir lærdómsmenn einmitt hafa tekið fyrri verk hans, Haust- skip (1975) og Falsarann (1993), sem ágæt dæmi um íslenskar heimildabók- menntir. En hugtökin geta verið hál og vandmeðfarin, og ef lesandinn reynir að skyggnast á bak við söguna, sér hann að Solka er ekki „heimildaskáldsaga“ af sama tagi og fyrri verkin voru það. Bæði í Haustskipum og Falsaranum styðst höfundur beint við það sem sagn- fræðingar myndu tvímælalaust kalla heimildir af besta tagi og nota við sína eigin iðju, sem sé dómsskjöl, kirkju- bækur, bréf og annað slíkt. Gengur hann jafnvel svo langt í Haustskipum að til- greina á spássíu þær heimildir sem hann styðst við hverju sinni, og vegur þær stundum og metur í textanum sjálfum, líkt og sagnfræðingur myndi gera. En í Solku getur hann ekki komið slíkum vinnubrögðum við. Til að rekja þá sögu sem hann ætlar að segja, söguna af sam- skiptum Miklabæjar-Solveigar og síra Odds, sem íslendingum mun nánast því jafnvel kunn og sagan um ástir og örlög Ragnheiðar biskupsdóttur, hefur hann ekki annað við að styðjast, þegar al- mennum upplýsingum um fáeinar pers- ónur sleppir, en þjóðsögur og sagnir frá seinni tímum, sem oft eru óljósar og hæpnar og ber þar að auki ekki alltaf saman. Það er því óvíst, hvort hægt er að kalla verk sem byggir á slíkum grund- velli „heimildaskáldsögu" og hvort ekki beri fremur að kalla það „sögulega skáldsögu“. Þarna er oft mjótt á milli, en skýrustu mörkin virðast mér vera þau, að höfundur „sögulegra skáldsagna" hefur það frelsi, sem höfundur „heim- ildaskáldsagna“ hefur ekki, að búa til persónur sem oft eru settar í hvirfil- punkt sögunnar og flétta tilbúinni sögu um slíkar persónur saman við þá atburði sem sagnfræðingar kannast við. Slíkt frelsi notfærir Björn Th. Björnsson sér þó ekki, hann reynir að halda sig sem best við þær heimildir sem tiltækar eru, eins og hann velur þær og túlkar, og hann tengir verkið, a.m.k. formlega, við heimildaskáldsögur með því að vitna í þessar heimildir og einkenna þær til- vitnanir innan textans með breiðari spássíum. Því verður að meta árangur- inn út frá forsendum heimildaskáldsög- unnar, þó svo að í verkinu sé mun meiri skáldskapur en venjulega tíðkast í þeirri bókmenntagrein, og velta því þá fyrir sér hvernig höfundi takist að draga upp raunverulega þjóðlífsmynd frá 18. öld og segja örlagasögu sem sé í fullu sam- ræmi við þann tíma og fýlgi tiltækum heimildum, þó svo hún þurfi ekki að vera „sönn“ í einstökum atriðum. TMM 1998:4 129
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.