Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 133

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 133
RITDÓMAR leyfi var það? Föðurlegt leyfi, eða voru einhverjir aðrir meinbugir á hjónaband- inu sem biskup gat gengið fram hjá? Það er ekki ljóst. En þremur blaðsíðum síðar fær Oddur skyndilega þá hugmynd að fara til vinar síns, síra Bjarna á Mælifelli, og fá hann til að gefaþau Solveigu saman í kirkjunni á Miklabæ. Þetta er reyndar undirbyggt á þann hátt að skömmu áður hafði Oddur verið fenginn út í skip til að gefa saman hjónaleysi sem höfðu búið saman um stund og voru í þann veginn að eignast barn: þetta voru reyndar for- eldrar Thorvaldsens og vildu koma í veg fyrir það in extremis að snillingurinn yrði óskilgetinn. Svo er að sjá að við þetta hafi Oddur kveikt á kolunni. En þrátt fyrir allt og allt: ef málið var svona ein- falt, af hverju hafði honum ekki dottið þetta í hug fyrr? Þetta mætti e.t.v. skýra að einhverju leyti með því að Oddur var ekki með öllu heill á geðsmunum, eins og öruggar heimildir virðast fyrir, en eftir að hafa lýst þessu í upphafi sögunn- ar nefnir höfundur það ekki öðruvísi en í framhjáhlaupum, þangað til Oddur er riðinn af stað að hitta vininn Bjarna, og fjallar ekki um það hvaða áhrif þessi veila kunni að hafa haft á sambúð hans og Solveigar. Finnst manni að það hefði þó hlotið að skipta máli. En þegar Oddur er á leiðinni til Bjarna mætir hann Hálfdáni mági sínum á ferð ásamt síra Jóni í Goðdölum og Guðrúnu dóttur hans: er Hálfdán sem sé búinn að ganga frá trúlofun og festum milli Guð- rúnar og Odds og ætlar nú að fylgja Guð- rúnu til síns nýja heimkynnis, Mikla- bæjar. Oddur fær enn óráðskast, flýr af hólmi og vill ekki taka við konunni, en hún kemur eigi að síður aftur í fylgd með móður Odds og er nú sett í sinn sess sem maddama á Miklabæ. Fær Oddur ekki að gert. Öll þessi frásögn hlýtur að koma lesendum í hæsta máta á óvart, því það er erfitt að skilja hvernig hægt er að þvinga nokkurn mann til að taka við konu sem eiginkonu sinni, ekki aðeins að honum forspurðum heldur án þess að nokkur vígsluathöfn hafi farið fram: eftir hvers konar lögum eða venjum væri hægt að líta á Odd og Guðrúnu sem hjón? Nú er það vitanlega aðal heimildaskáldsagna og sögulegra skáldsagna líka að segja ffá atburðum í þjóðfélagi sem er að verulega leyti ólíkt því sem lesendur þekkja og hlítir öðrum lögum, en sú skylda hvílir á herðum þeirra sem semja bókmenntir af þessu tagi að þeir geri mönnum fýllilega ljóst hvers konar lögmál eru að baki þeirra atburða sem koma þeim undar- lega fýrir sjónir og hvernig þau lögmál virka. Að öðrum kosti er hætt við að lesendur fái þá tilfinningu að atburðirn- ir svífi í lausu lofti, þeir séu ekki í rök- réttu samhengi: gangi sem sagt ekki upp. Þarna vantar ítarlegri greinargerð frá höfundi, eða kannske fyrst og fremst breiðari frásögn þar sem þessi atriði hefðu komið fram. Svo er annað, sem víkur að ástum manna af ólíkum stéttum í þjóðfélagi þar sem miklir stéttafordómar eru ráð- andi. Ef höfundar ætla að skrifa um slík mál nú á dögum, er jafnan mikil hætta á því að þeir eigni mönnum fyrri tíma tilfinningar sem eru utan við þann sjón- deildarhring sem þeir höfðu: þeir láti þá sem sé hugsa og finna til svipað og nú- tímamenn myndu gera við þær að- stæður sem verið er að lýsa. En hér gildir sú gullvæga regla sagnfræðinga, að menn eru jafnan hluti af því þjóðfélagi sem þeir heyra til og mótaðir af hug- arfari þess: menn geta sem sé ekki hugs- að mikið annað en hugsanir síns eigin tíma. I þjóðfélagi, þar sem hjónaband er ekki einkamál viðkomandi einstaklinga heldur e.k. „fyrirtæki" sem snertir ætt- ina a.m.k. jafnmikið og þá sjálfa, og þar sem þjóðfélagsstaða er nánast talið úr- slitaatriði þegar verið er að stofna til hjónabands, er erfitt að ímynda sér að viðhorf af þessu tagi hafi ekki mótað að verulegu leyti tilfinningar elskenda sem svo vildi til að stóðu sitt hvorum megin við einhverja hyldýpisgjá milli ætta eða stétta og sett þeim fastar skorður. Það er TMM 1998:4 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.