Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 120
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
hafi aldrei átt að vera annað en tæki að marki framfaranna sem voru annars
vegar aukin velsœld/ánœgja og hins vegar bcett siðferði. Rökfærslan miðar svo
að því að sýna fram á að hvorugu þessu marki hafi verið náð í reynd. Vissu-
lega hafi lífsbyrði stórra hópa fólks í iðnvæddum löndum lést en á móti vegi
að a) umhverfinu sé ógnað af auðlindaþurrð og mengun, b) sífellt torsóttara
reynist að skila hagsældinni áleiðis til undirmálshópa á Vesturlöndum og
þriðja heims ríkja og c) græðgi, öfund og sjálfræðisfrekja (sem geri því meiri
kröfur sem kostum fjölgar) hafi stóraukist. Enn fáránlegra sé svo að tala um
siðbót: 20. öldin hafi hlaðið tveimur heimsstyrjöldum, útrýmingarbúðum
og bókstafstrú ofan á siðferðilegan harmaköst fyrri alda sem þó hafi verið
nægur fyrir. Eða eins og Einar Már Guðmundsson orðaði það í ágætri smá-
sögu: „Hafa farvegir illskunnar breikkað? Eru fljót hennar straumþyngri nú
en áður? Um það er engum blöðum að fletta.“341 stað línuhyggjunnar sting-
ur von Wright að lokum upp á hringhugmynd um framfarir og hnignun, í
anda listfræðinganna Vasaris og Wölfflins („frum-“, „há-“, „síð-“ og þannig
koll af kolli).35 Hér er að mörgu að hyggja og má þó frá einu senn segja.
í fyrsta lagi er rangt að leggja orðið „framfarasinnaður“ að jöfnu við trú á
endalausar framfarir í anda bernskustu bjartsýnismanna 18. aldar. Sú skoð-
un að framfarir hafi orðið á ýmsum sviðum frá steinöld til geimaldar, þar á
meðal í velsæld og siðferði, og muni væntanlega halda áffam að verða, er alls
ekki sú sama og að trúa því að ffamfarir hljóti að eiga sér stað á öllum sviðum
til eilífðarnóns. Ég tel mig ff amfarasinnaðan þó að ég viðurkenni að um síðir
muni allt líf á jörðinni líða undir lok. Raunar hafa helstu framfarapostular
sögunnar boðað að endalok framfaranna (í eilífum fullnaði) væru á næstu
grösum. Þetta allt hefur meðal annars vinur okkar Þorsteins Gylfasonar,
Gordon Graham prófessor í Aberdeen, minnt á í skemmtilegri ritgerð, sem
og hitt að ef við gefum okkur tilteknar aristótelískar forsendur, um mannlíf-
ið sem samspil manneðlis (þarfa, langana, hæfileika) og umhverfis, þar sem
fólki gengur misvel að fullgera þroskakosti sína, þá sé unnt að orða framfara-
hugmyndina sem „prófanlega tilgátu“, tilgátu sem megi staðfesta á fjölmörg-
um sviðum: Raflýsingin sé betri en gaslýsingin sem aftur hafi tekið fram
olíulampanum sem þó hafi verið betri en grútartýran og svo framvegis.
Mannkynssagan verði í slíku ljósi saga þess hvernig mannkyninu hafi lánast
að laga sig að aðstæðum sínum og snúa þeim sér í vil.36
I annan stað er enginn fótur fyrir því að framfaratrúin hafi verið óþekkt í
fornöld. Þessi söguvilla, sem Gunnar Páll etur upp eft ir von Wright, á líklega
uppruna sinn í bókeftir J. B. Bury sem kom út árið 1920: Theldea ofProgress.
Þrátt fyrir að ýmsir hafi síðan svarað henni með sannfærandi rökum, þar á
meðal Ludwig Edelstein í The Idea of Progress in Civilized Antiquity (1967),
heldur hún áfram að vaða uppi sem einhvers konar skólabókasannleikur.37
118
www.mm.is
TMM 1998:4