Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 120
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON hafi aldrei átt að vera annað en tæki að marki framfaranna sem voru annars vegar aukin velsœld/ánœgja og hins vegar bcett siðferði. Rökfærslan miðar svo að því að sýna fram á að hvorugu þessu marki hafi verið náð í reynd. Vissu- lega hafi lífsbyrði stórra hópa fólks í iðnvæddum löndum lést en á móti vegi að a) umhverfinu sé ógnað af auðlindaþurrð og mengun, b) sífellt torsóttara reynist að skila hagsældinni áleiðis til undirmálshópa á Vesturlöndum og þriðja heims ríkja og c) græðgi, öfund og sjálfræðisfrekja (sem geri því meiri kröfur sem kostum fjölgar) hafi stóraukist. Enn fáránlegra sé svo að tala um siðbót: 20. öldin hafi hlaðið tveimur heimsstyrjöldum, útrýmingarbúðum og bókstafstrú ofan á siðferðilegan harmaköst fyrri alda sem þó hafi verið nægur fyrir. Eða eins og Einar Már Guðmundsson orðaði það í ágætri smá- sögu: „Hafa farvegir illskunnar breikkað? Eru fljót hennar straumþyngri nú en áður? Um það er engum blöðum að fletta.“341 stað línuhyggjunnar sting- ur von Wright að lokum upp á hringhugmynd um framfarir og hnignun, í anda listfræðinganna Vasaris og Wölfflins („frum-“, „há-“, „síð-“ og þannig koll af kolli).35 Hér er að mörgu að hyggja og má þó frá einu senn segja. í fyrsta lagi er rangt að leggja orðið „framfarasinnaður“ að jöfnu við trú á endalausar framfarir í anda bernskustu bjartsýnismanna 18. aldar. Sú skoð- un að framfarir hafi orðið á ýmsum sviðum frá steinöld til geimaldar, þar á meðal í velsæld og siðferði, og muni væntanlega halda áffam að verða, er alls ekki sú sama og að trúa því að ffamfarir hljóti að eiga sér stað á öllum sviðum til eilífðarnóns. Ég tel mig ff amfarasinnaðan þó að ég viðurkenni að um síðir muni allt líf á jörðinni líða undir lok. Raunar hafa helstu framfarapostular sögunnar boðað að endalok framfaranna (í eilífum fullnaði) væru á næstu grösum. Þetta allt hefur meðal annars vinur okkar Þorsteins Gylfasonar, Gordon Graham prófessor í Aberdeen, minnt á í skemmtilegri ritgerð, sem og hitt að ef við gefum okkur tilteknar aristótelískar forsendur, um mannlíf- ið sem samspil manneðlis (þarfa, langana, hæfileika) og umhverfis, þar sem fólki gengur misvel að fullgera þroskakosti sína, þá sé unnt að orða framfara- hugmyndina sem „prófanlega tilgátu“, tilgátu sem megi staðfesta á fjölmörg- um sviðum: Raflýsingin sé betri en gaslýsingin sem aftur hafi tekið fram olíulampanum sem þó hafi verið betri en grútartýran og svo framvegis. Mannkynssagan verði í slíku ljósi saga þess hvernig mannkyninu hafi lánast að laga sig að aðstæðum sínum og snúa þeim sér í vil.36 I annan stað er enginn fótur fyrir því að framfaratrúin hafi verið óþekkt í fornöld. Þessi söguvilla, sem Gunnar Páll etur upp eft ir von Wright, á líklega uppruna sinn í bókeftir J. B. Bury sem kom út árið 1920: Theldea ofProgress. Þrátt fyrir að ýmsir hafi síðan svarað henni með sannfærandi rökum, þar á meðal Ludwig Edelstein í The Idea of Progress in Civilized Antiquity (1967), heldur hún áfram að vaða uppi sem einhvers konar skólabókasannleikur.37 118 www.mm.is TMM 1998:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.