Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 7
SAGA MANNKYNSINS ER AÐEINS SAMTÍMASAGA móttökur sem hún á skilið, það er að segja engar, en ungi höfundurinn tekur aftur til starfa og skrifar aðra sögu, Claraboia (Greið leið), sem aldrei er gefin út. Tuttugu ár liðu síðan í þögn, eða fram til ársins 1966, þegar út kom ljóða- bókin Os Poemaspossiveis (Möguleguljóðin). Þannig er forsaga mín sem rit- höftmdar. Það er því hæpið að tala um ‘köllun til að verða skáldsagnahöfundur’, ekki síst vegna ljóðabókarinnar sem kom út árið 1966. Enn liðu ellefu ár þangað til höfundurinn, sem þá var mun yngri en áður, taldi sig ráða við það að glíma við eiginlega skáldsögu. Hvers vegna þessi langa þögn? Vegna þess að eftir að hafa skrifað Claraboia áttaði ég mig á því að ég hafði ekkert áhugavert fram að færa. Fagurfræðilegar ástæður þessarar höfnunar? Ástæðurnar eru ekki fagurfræðilegar, heldur einfaldlega þær að Terra do pecado var skrifuð af annarri manneskju, einhvers konar öðrum mér sem varð eftir í tímanum, í fortíðinni. Ástæðan fyrir því að ég sneri mér síðan aftur að skáldsögunni var sú að ljóðin sem ég skrifaði leiddu mig þangað: þau voru hugleiðingar, hug- takabundin, stundum lýsandi. M.R.: Aðalpersónan í Manual depintura e caligrafia hættir að fást við mynd- list og hellir sér í bókmenntirnar sem hún telur vera annað form þekkingar. Ert þú þeirrar skoðunar að skáldsagan sé þekkingarform? Og hvað felst í því? J.S.: Rétt er það, aðalpersóna þessarar bókar hættir að fást við myndlist, en hann snýr sér aftur að henni eft ir að hafa spreytt sig á annars konar tjáningar- formi: ritstörfum. Þekkingarformin eru sennilega óendanlega mörg, og þar af leiðandi er ekki hægt að útiloka skáldsöguna, síst af öllu nú á tímum þegar í henni mæt- ast jafn ólíkir straumar og ljóðlist, leiklist, ritgerðir, heimspeki og vísindi, sem gera skáldsöguna að bókmenntavettvangi (ég segi vettvangi, ekki grein) sem getur tjáð visku, alheimssýn, rétt eins og tilfellið var (og þá tek ég tímann og snilldina með í reikninginn) með hina miklu klassísku ljóðlist fornaldar. M.R.: Ert þú þeirrar skoðunar að eitthvað sérstakt geri skáldsögu að skáld- sögu? J.S.: Ég er þeirrar skoðunar að til þess að skáldsaga haldi áfram að vera skáld- saga verði hún að hætta að vera... skáldsaga: það er að segja að hún verði að opna sig fyrir því sem er ólíkast henni. Hvað mig varðar, sem skáldsagnahöf- und, þá langar mig að komast sem næst byggingu ljóðs, sem er í efnislegu jafnvægi en þó í sífelldri útþenslu. TMM 1998:4 www.mm.is 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.