Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Qupperneq 30

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Qupperneq 30
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON Moral1. Slíkt lifir.“5 - Og nú, rúmum fjörutíu árum seinna, er ljóst að áhrif Brechts hafa vissulega orðið meiri en hinna leikskáldanna tveggja. Að sögn Barböru, dóttur Brechts, voru andlátsorð skáldsins Laflt mich in Ruhe!-„Látiði mig í friði!“ - feiknarlega óskáldleg andlátsorð í samanburði tilaðmynda við orð Goethes („Meira ljós“) eða Málfríðar Einarsdóttur („Nú þarf stóran galdur").6 Ef skilja á orðin á þá leið - sem reyndar má draga í efa- að það hafi verið hinsti vilji skáldsins að verk hans fengju að gleymast sem fyrst, verður varla sagt að honum hafi orðið að þeirri ósk sinni. Skömmu eft ir lát hans hófst firnamikil Brecht-vertíð sem stendur að nokkru leyti enn, ekki síst utan Evrópu núorðið. Brecht varð um tíma einhver víðleiknasti höfund- ur í heiminum, er jafnvel talinn hafa farið uppfyrir Shakespeare, og er raunar ennþá í hópi þeirra höfunda sem mest eru leiknir.7 Leikhús- ogbókmennta- fræðingar skrifuðu bækur, greinar og doktorsritgerðir á færibandi. Kenning- ar Brechts um leiklist, pólitískt og heimspekilegt inntak verka hans - þetta, jafnvel fremur en skáldverkin sjálf, varð teoríujöxlum og ,kjaftastéttum‘ óþrjótandi uppsprettulind. Þegar líða tók á áttunda áratuginn fór hinsvegar að gæta nokkurrar ,Brecht-þreytu‘ í Þýskalandi. „Brecht ist tot,“ skrifaði Hellmuth Karasek 1978,8 um einni öld eftir að Nietzsche lýsti því yfir með sama orðalagi að Guð væri dauður. Margir af helstu leikstjórum þýskum sem þá voru urðu honum fráhverfir, að minnstakosti leikritunum frá útlegðarárunum sem af flestum höfðu verið talin hans höfuðverk, en aðrir sneru sér að æskuverkun- um. Leikrit hans voru þó enn vinsæl af almenningi, og annað gerðist um svipað leyti: Ljóðskáldið Bertolt Brecht var enduruppgötvað og var að margra dómi dýpra og endingarbetra en leikskáldið. Þá gætti áhrifa leik- stjórans Brechts enn mjög mikið einsog margir af fremstu leikstjórum heims á síðari hluta aldarinnar hafa vitnað um, og nægir þar að nefna menn einsog Peter Brook hinn enska eða Giorgio Strehler á Ítalíu.9 Eftir hrun kommún- ismans hafa svo ýmsir álitið, og sumir fagnað því, að nú væru dagar Brechts einnig taldir. Fátt bendir þó til að svo sé.10 Ljóðskáldið Brecht var ljóðskáld, leikskáld og leikstjóri og afkastamikill á öllum þessum sviðum, sem reyndar eru mjög samtvinnuð í verkum hans. Þannig eru áhrif ljóðskáldsins auðsæ í leikritunum, ekki bara í söngvunum sem setja svo mik- inn svip á flest þeirra heldur líka í þéttleika textans og málfari öllu. Leikskáld- ið kemur víða fram í ljóðagerðinni, tilaðmynda á þá leið að mörg kvæða hans eru Rollengedichte, það er að segja að ljóðmælandi er í rauninni leikpersóna (í upphaflegri merkingu orðsins persóna, sem er ,leikaragríma‘), viðrar 28 www.mm.is TMM 1998:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.