Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 56

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 56
JÓN VIÐAR JÓNSSON stærstu skipafélögum Danmerkur, C.K. Hansen, sem kennt var við stofn- anda þess, langafa Gunnars. Móðurafi hans, Theobald Stein, var kunnur myndhöggvari, einn af mörgum sporgöngumönnum Thorvaldsens í danskri höggmyndalist á 19. öld.4 Drjúgur skammtur af listamannsblóði rann einnig í æðum Hansens-fjölskyldunnar; afi Gunnars, Johan Hansen, byrjaði á unga aldri að nema söng í París, en varð að fórna öllum slíkum draumum á altari fjölskyldufyrirtækisins. Síðar á ævinni þótti honum jafnan mikil prýði að ffægum tónlistarmönnum, óperusöngvurum og leikurum, í gestaboðum sínum, því að samkvæmislíf stundaði þetta fólk að sjálfsögðu eftir því sem siðir og venjur danskrar borgarastéttar kröfðust. Föðurbróðir Gunnars, Johan Hansen yngri, tók listaáhugann í arf, en Robert faðir hans hafði meira yndi af hestamennsku. Robert lést sviplega eftir fall af hestbaki árið 1911, þegar Gunnar var tíu ára gamall.5 Fagrar listir voru því nánast jafn sjálfsagðar og andrúmsloftið í því um- hverfi sem mótaði Gunnar ungan. Hefði hann getað lifað góðu lífi á föður- arfinum, hefði honum verið gefin hagsýni hinna framkvæmdasömu feðra sinna og langanir hans ekki teygt hann inn á aðrar brautir. Fór að lokum svo, að hann lagði allt fé sitt í listfyrirtæki sem skiluðu hvorki fjárhagsábata né þeim listræna árangri sem vonir stóðu til. Kostnaðarsamast þeirra var leik- húsið á Sonderbro, sem hann rak veturinn 1929-30 undir heitinu Kammer- spilscenen. Þangað réð hann hóp tólf leikara, stýrði sjálfur öllum sýningum og tók aðeins til flutnings verk sem hann taldi til eðalbókmennta. Fyrirtækið vakti mikla þölmiðlaathygli á meðan það lifði, þó að gagnrýnendur væru ekki nema í meðallagi hrifnir af sýningunum og aðsókn brygðist.6 Um vorið var ekki annað að gera en loka. Eftir stóð Gunnar 150.000 kr. fátækari. Önnur peningagleypa Gunnars var kvikmyndin eftir leikriti Kambans, Höddu Pöddu. Hún var að hluta tekin upp hér á landi sumarið 1923, og kom hann þá til íslands í fyrsta skipti. Næst kom hann hingað síðla vetrar 1927 til að aðstoða Kamban við sviðsetningu tveggja leikrita sinna, Vor morðingja og Sendiherrans frá Júpíter, og dvaldist þá hér í nokkra mánuði. Þá lærði hann íslensku svo vel, að hann gat farið með eitt af hlutverkunum í Sendiherranum og hlaut hrós fyrir í leikdómi.7 Síðar kom nokkrum sinnum fyrir, að hann brygði sér upp á leiksviðið, þó að hann héldi sig yfirleitt við smáhlutverkin. Vinátta Gunnars og Guðmundar Kambans varð ekki langvinn og slitnaði snemma árs 1929.8 Ekki fór þó svo, að með því væri höggvið á öll íslands- tengsl. Um líkt leyti tókust kynni með honum og ekkju Jóhanns Sigurjóns- sonar, Ingeborg Sigurjónsson eða Ib, eins og hún hét í tali kunnugra. Þá hafði skáldið legið í gröf sinni í tíu ár. Hvorki Ib né Jóhann voru þekkt fyrir sér- staka hófsemi í neyslu sterkra drykkja, og fór drykkjuskapur Ib úr öllum böndum eftir dauða hans.^ Hún var sterkur persónuleiki, örlát en ráðrík, 54 www.mm.is TMM 1998:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.