Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 83
GUÐMUNDUR FRÍMANN var Magnús Ásgeirsson nefndur sem áhrifavaldur Guðmundar (og Magnús hafði líka a.m.k. óbein áhrif á annan Guðmund, skáld úr Hvítársíðu, sem að ýmsu leyti er skyldur Guðmundi Frímann). 1958 gefur Guðmundur Frí- mann út bók með ljóðaþýðingum, Undir bergmálsjjöllum, sem geymir m.a. snörun á Dorothy Parker, Rudyard Kipling, Tove Ditlevsen, Tom Kristen- sen, Georg Trakl og Tarjei Vesaas. Þessi bók á Magnúsi mikið upp að inna, bæði að vali og orðfæri, en það er vissulega ekki leiðum að líkjast, og ekki er hægt að segja að Guðmundur hermi alveg eftir aðferðir Magnúsar. Hann er sjálfstæðari en svo. Ári síðar gaf hann út safn þýddra smásagna, Ástaraugun, þar sem enn má sjá svipblæ Magnúsar. í því safni eru sögur effir Maxím Gorkí, Anton Tsjekhov, Rhys Davies, Erskine Caldwell o.fl. Þetta þýdda sagnasafn varð honum einskonar skírsla á leið inn í sagnagerðina, og upp úr sextugu tekur höfúndarverk hans þá sérkennilegu stefhu að hann leggur ljóðagerð næstum af, en tekur til við frumsamið laust mál. (Þetta er að vísu þveröfug þróun við þá Ólaf Jóhann og Hardy). Smásagnasöfnin urðu fiögur, ogsvo skáldsagan Stúlkan úr Svartaskógi (1968). Sú ágæta stúlka varð vinsæl meðal íslenskra lesenda á sinni tíð, en var svo óheppin að komast í kast við Ólaf Jónsson gagnrýnanda sem fann henni allt til foráttu. Sannleikurinn er þó sá að þetta er stórskemmtilegur róman, að öðrum kostum frátöldum. Einkennilegur samruni af John Steinbeck og Guðrúnu frá Lundi, með lýrískum sprettum inn á milli sem gefa ekki eftir því besta í kvæðum hans. Kannski er þetta ekki „merk“ skáldsaga einsog stundum er sagt, en hún er þó viðleitni hans til að taka til persónulegrar athugunar líf í sveit upp úr seinna stríði; tilraun sem er tiltölulega laus við fegrun, mörkuð beiskju og von- brigðum, ömurleika og afturhaldssemi í afskekktinni en líka uppfull af fölskvalausri gleði sem enginn þekkir nema sá sem lifir lífinu. Orðnotkun og stíll er oft undarlegt sambland nýrri orða og orða úr „gamla málinu" í Langa- dalnum þar sem höfundur ólst upp. Guðmundur nýtir sér uppruna sinn að ýmsu leyti á svipaðan hátt og William Heinesen. Og einsog hjá Heinesen ber mikið á munnlegum stíl, hann er ekki tómt bókmál. Hann er minnugur þess að „bókstafurinn deyðir, en andinn lífgar“. í sjálfsævisögu Guðmundar, Þannig er ég-viljirðu vita það, sem út kom 1978, þegar höfundur var hálfáttræður, kemur hann þráfaldlega inn á uppá- haldshöfunda sína, þá sem mótuðu hann í bernsku og á unglingsárum. Fremstur meðal þeirra höfunda fer Knut Hamsun með Viktoríu upp á arm- inn, og þeim sem les í Guðmundi kemur það ekki á óvart. Hvort þar er á ferð- inni einhverskonar skyldleiki fremur en áhrif, verður að liggja milli hluta. Næstir koma Mark Twain („fljótamaður“ einsog Guðmundur, þó hans fljót væri að vísu allmiklu stærra en Blanda - sjálft Mississippi), sem hann vísar svo til í smásögu í safninu Svartárdalssólin; rússneska skáldið Wladimir TMM 1998:4 www.mm.is 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.