Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 35
BERTOLT BRECHT 1898-1998 þótti sem leikrit Brechts væru grunn og lítt áhugaverð vegna þess að þau hefðu ekki til að bera þessa vídd, það sem einn Brechtfræðingur kallaði éducation sentimentale - skólun tilfinninganna - eftir samnefndri bók Flauberts.20 Auðvitað er ekki nema satt og rétt að leikrit Brechts eru á vissan hátt einhliða. Slíkt hið sama má reyndar segja um BirtingVoltaires svo dæmi sé tekið. Brecht telst að verulegu leyti til hinnar satírísku bókmenntahefðar, til gamanleikjahefðarinnar í leikhúsinu, þó hann rúmist enganveginn allur innan hennar. Og í þeirri hefð er persónan fyrst og fremst séð utanfrá, einsog hún horfir við öðrum mönnum. Vissulega er sú aðfinnsla nokkuð algeng að Brecht hafi dregið upp of einlitar myndir: „ ... jafnvel vinstrisinnaðir leik- húsgestir fóru að óska þess að einhverntíma sæist á leiksviði hjá Brecht ódrukkinn múnkur ...,“ skrifar Halldór Kiljan Laxness í minningarorðum sínum;21 setningin er vísbending um að Halldór hefur verið nýbúinn að sjá Krítarhringinn í Berlín. Brecht höfðar mikið til skynsemi, um of þykir sum- um. Að mínum dómi er þó hæpið að halda því ffam að í leikritum hans sé ekki fjallað um tilfinningar. Uppí hugann koma undireins leikrit einsog HeilögJóhanna eða Góða sálin. Hitt má til sanns vegar færa að tilfinningarnar eru gjarna séðar í ljósi vitsmunanna, og einkalegri tjáning á að dómi skálds- ins fremur heima í ljóði. Önnur gagnrýni sem vert er að minnast á er að verkin hafi til að bera eigin- leika sem Eric Bentley kallaði að ,veðja á framtíðina1.22 Með því á hann við að í mörgum leikritum Brechts sé viss útópískur þáttur, jafnvel ákveðin framtíðarsýn eða forspá um framtíðina. Þau bendi á lausnir, og jafnvel þegar niðurstaðan sé sú að engin lausn sé í sjónmáli, einsog í lok Góðu sálarinnar, geri þau ráð fyrir að til séu lausnir. Því verður vart neitað að slíka útópíska drætti sé að finna í verkum Brechts. Hvort það rýrir gildi þeirra er önnur saga og menn meta það eflaust misjafnlega. Yfirleitt er sögusvið verka Brechts samfélag þar sem ójöfnuður ríkir og margir búa við kúgun, og aðferð hans er oft að búa til líkan af kapítalismanum: Mahagonný, Chicago, Sesúan - ffekar en fara í saumana á tilteknum staðbundnum aðstæðum. Hann fjallar um ýmsa bresti slíks samfélags og vissulega er hneigðin sú að brýnt sé - og unnt sé - að leysa það af hólmi, en varla er hægt að saka Brecht um það, að mínum dómi, að hann bjóði ódýrar lausnir. Og ekki verður séð að kapítalískt samfé- lag sé orðið svo misfellulaust og fullkomið að gagnrýni á það sé óþörf. Öðru nær. Leikstjórinn - kenningasmiðurinn Brecht var alla ævi leikhúsmaður af lífi og sál og vasaðist í flestu sem að leik- hússtarfi laut: samdi leiktexta og leiksöngva, skrifaði kenningar um leiklist, TMM 1998:4 www.mm.is 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.