Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Page 31
BERTOLT BRECHT 1898-1998 skoðanir, lýsir reynslu sem er ekki endilega höfundarins; þá bera mörg þeirra með sér að þau eru ætluð til flutnings.11 Og leikstjórinn er aldrei langt und- an, sem bæði kemur fram í því hvernig Brecht vann að samningu leikrita og hinu hversu tamt honum var að líta á skáldverk annarra sem hráefni, yrkja þau upp og leggja útaf þeim. Oft var honum legið á hálsi fyrir þetta, að mín- um dómi mjög að ósekju, og kem ég nánar að því síðar. En viðhorfið til eigin verka var einnig viðhorf leikstjórans - hann „var sumsé leikritahöfundur með alveg óbetranlegum leikstjórahugsunarhætti“, einsog Halldór Kiljan Laxness komst að orði um hann í minningargrein,12 gat aldrei litið svo á að verkin væru fullgerð, var sífellt að breyta þeim, laga þau að þörfum nýrrar uppsetningar, nýrrar útgáfu. Jafn eftirsóttur og hann var af útgefendum, jafn erfiður var hann þeim að þessu leyti einsog Sigfried Unseld hjá Suhrkamp- forlaginu hefur lýst skemmtilega.13 Þessi árátta Brechts gekk svo langt að þegar hafist var handa um nýja heildarútgáfu á verkum hans fyrir rúmum áratug þótti ástæða til að leggja til grundvallar fyrstu útgáfu verkanna, þá sem fyrst hafði orðið kunn meðal almennings, en ekki þá síðustu einsog venja er í heildarútgáfum. Breytinga er síðan getið, og séu þær miklar er leik- ritið prentað í fleiri en einni gerð, Galíleó tilaðmynda í þremur.14 Nokkuð augljóst virðist að framlag Brechts hafi einkum verið verðmætt á þessum þremur sviðum og að prósaverkin - skáldsögur og smásögur - séu fyrst og fr emst hjáverk, þó margt sé þar reyndar merkilegt og vel gert, að mín- um dómi einkum Keunersögurnar, Almanakssögurnar sem hann kallaði svo, Flóttamannasamtöl og Túskildingsrómaninn. En hvað einkennir Brecht þá einkum sem ljóðskáld, sem leikskáld og sem leikstjóra? Með því fyrsta sem eftirtekt vekur við ljóðskáldið Brecht er afar mikil fjöl- breytni bæði í aðferðum, yrkisefnum og tóntegund. Hann byrjaði sem ball- öðuskáld og vísnasöngvari og hafði allatíð mikið dálæti á því formi einsog best sést á því hvað söngvar eru ríkur þáttur í leikritum hans. Þegar líður á þriðja áratuginn og fr aman af útlegðinni verða algengust fremur löng kvæði, ,rímlaus og með óreglulegri hrynjandi' einsog hann kallaði þau. Þá fer að bera á ljóðum í mjög knöppu formi, epígrammatískum smáljóðum, sem verða hvað mest einkennandi fyrir ljóðagerð hans uppfrá því. Viðfangsefni hans eru bæði hin klassísku þemu ljóða: vinátta, ást, náttúra og þvíumlíkt, en einnig, og ekki síður, yrkir hann um pólitík í víðasta skilningi, um manninn í samfélaginu, um það ,slit‘ sem óblíð þjóðfélagsöfl valda á fólki. Og þegar hann yrkir um hin sígildari ljóðaefni ljær hann þeim gjarna pólitíska eða samfélagslega vídd. Segja má að með þessu færi hann út mörk þýskrar ljóð- listar því margt af því sem hann tekur fyrir hafði lítt verið viðfangsefni ljóða- gerðar áður. Jan Knopf talar um Lyrik zu Auschwitz- ljóð um Auschwitz - í því sambandi og vísar þar til frægra orða Adornos um að eftir Auschwitz sé TMM 1998:4 www.mm.is 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.