Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 85
GUÐMUNDUR FRÍMANN dóu úr berklum í upphafi aldarinnar, og flissa að foreldrum þeirra, væri allt í lagi að hafa á sér andvara gagnvart slíkri menningu. Ætti að nefna einkenni á sögum Guðmundar, væri hægt að tala um góð- lyndi, jafnvel hjartahlýju (ef nota má slíkt orð á tímum þegar „óendanleikinn þrengist um ellefu hugtök á sólarhring“), óvenjulegt sambland af kímni og trega, og undirliggjandi dauðageig, sem þó er yfirleitt fleygaður einhvers- konar lífstrú. Söguefni hans eru oft skuggaleg, og tónninn stundum annar- lega þungur. Mér er ekki kunnugt um neitt úr ævi hans sem gæti skýrt þennan lífstrega. Hinsvegar er auðfundið að hann er engin bókmenntaleg uppgerð, heldur eiginleiki sem kemur innan frá. í sjálfsævisögu hans er fátt sem gæti bent á orsök þessa þunglyndis annað en frásögn af unglingsstúlku sem hann þekkti - og dó úr berklum. I annars næstum alltaf glettinni frásögn sjálfsævisögunnar bregður þarna fyrir þessu dimmsýni, eða hvað á að kalla það. Og einnig í lýsingum á umkomuleysi utangarðsfólks í sveitinni á upp- vaxtarárum hans. Hann virðist hafa verið ofurnæmur íyrir lífi og örlögum slíks fólks. „Stórskáld er maður sem ratað hefur í miklar raunir,“ segir Halldór Lax- ness í grein um tvö þingeysk skáld. Ekki stendur til að halda því fram hér að Guðmundur Frímann hafi verið stórskáld, en hvað sem því líður: innra með sér hafði hann ratað í miklar raunir. Annað atriði, sem á lítið skylt við fyrrgreint og snertir tæplega bók- menntalegt gildi, er dirfska hans í lýsingum á samskiptum manns og konu í sögum sínum. Þessi dirfska fór jafnvel mjög fyrir brjóstið á sumum ritdóm- urum, t.d. nefndi Ólafur Jónsson sögur hans „klámsögur.“ Það er að vísu ákaflega íjarri sanni. Um tvítugt var Guðmundur í herbergi með Kristmanni Guðmundssyni einn vetur (sem Sigurður Þórarinsson kallaði réttilega síðar „hinn reyndasta mann“ í kvennamálum), kannski hefur það gert hann svona ófeiminn í þeim efnum! Annars minna lýsingar hans meira á norska skáldið Agnar Mykle. Engum þættu þetta djarfar frásagnir í dag, en þó gengur Guð- mundur þarna lengra en flestir höfúndar hér á þeim tíma, og sögumenn hans kvarta stundum um hræsni ogyfirdrepsskap gamla tímans í þessum efnum. í sögum sínum er hann einsog munnhörpuleikari - heldur jafnvægi gam- ansemi og trega, en í ljóðunum er tregi og jafnvel klökkvi allsráðandi. Hon- um tekst samt oftast nær að stýra hjá tilfinningasemi, m.a. vegna afburðataka á forminu. Hugsanlega hefði Guðmundur getað orðið hvort sem var myndlistar- maður eða skáld. Hann myndskreytir bækur sínar framan af, og bestu myndirnar eru meira en snotrar. Og sem bókbindari var hann framúrskar- andi listfengur, jafnvel svo að menn sendu til hans bækur hvaðanæva að til að láta hann binda. Og húsgögn hans þóttu vönduð - fjölhæfnin fer að minna á TMM 1998:4 www.mm.is 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.