Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Page 14
MASSIMO RIZZANTE M.R.: Mér virðist sem A Jangada de pedra sé einna aðgengilegasta verkið íyrir evrópska lesendur og ekki eins barokkskt, afsakið orðalagið, eins og til dæm- is OAnoda morte de Ricardo Reis eða Memorial do convento. En þó bætist hið yfirnáttúrlega hér ofan á hið hversdagslega, hið furðulega ofan á hið tækni- lega, andi dauðra ofan á ísmeygilegt háð lifenda, ljóðræna þeirra sem eiga sér fyrirfram ákveðna framtíð ofan á frásagnargleði almannarómsins. Loks yfir- gnæfir hið yfirnáttúrlega, með allri sinni eldfornu visku, orsakasamhengi natúralismans þar sem allt er hægt að skýra í þaula. Þetta hef ég alltaf talið vera eitt grundvallaratriðanna í suður-amerískum bókmenntum. Finnur þú til skyldleika með þeim bókmenntum? J.S.: Lýsing þín á ágætlega við eitt af því sem einkennir suður-amerískar bók- menntir, rétt er það, en þær eru ekki einar um að vera þannig. Sú trú að allt sem er furðulegt eða öðruvísi í bókum (næstum allt) tengist kjarna suður- amerískra bókmennta, en hún er útbreidd í evrópskri og bandarískri bók- menntaumfjöllun, sleppir einu mjög mikilvægu atriði: mest af hinu yfirnátt- úrlega og dularfulla á rætur að rekja til Evrópu, ekki síst til Pýreneaskagans. Alþýðuævintýri (sem raunar hafa mjög sótt til austrænna menningarsvæða) eru afar mikilvæg uppspretta fyrir skáldsagnahöfunda „sem skortir inn- blástur“... Hvað sjálfan mig varðar, þá þarf ég ekkert að fara út fýrir Portúgal til að finna ýmislegt yfirnáttúrlegt og dularfullt. Að sjálfsögðu þýðir það ekki að ég hafi ekki lesið og lært ýmislegt af suður-amerískum rithöfundum, allt frá Asturias til Carpentier, frá Garcia Marquez til Cortazar ... M.R.: Felur saga evrópsku skáldsögunnar, í þeim skilningi að hún sé saga list- greinar sem varð til við upphaf nútímans fýrir tilstilli Rabelais og Cervantes- ar, að þínum dómi í sér suður-amerísku skáldsöguna? J.S.: Að halda því fram að saga evrópsku skáldsögunnar feli í sér sögu suður- amerísku skáldsögunnar er auðveldara en að segja að það sé öfugt... Hvað sem því líður, þá er ég þeirrar skoðunar að deilur um uppruna eða um það hvað sé hvers geri ekki annað en að reka fleyga milli manna og spilla því sem mestu máli skiptir í lífinu, samskiptum milli fólks. Ég er þá að tala um and- lega sköpun yfirleitt, og einkum um skáldsöguna. M.R.: Bæði í Historia do cerco de Lisboa og í O Evangelho segundo Jesus Cristo, og þó mun skýrar í þeirri fyrrnefndu en þeirri síðarnefndu, fann ég það sem alla tið hefur leitað á þig: viljann til að láta viðburði úr samtíð og fortíð gerast samstundis. Raimundo Silva, sá sem er að endurskoða mannkynssöguna í 12 www.mm.is TMM 1998:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.