Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 26
Náttúrufræðingurinn 26 með þessum uppfyllingum hefur verið margvíslegur, svo sem losun jarðvegs úr húsagrunnum (Elliðaár- vogur), losun sorps (Gufunesvogur) og myndun landsvæðis til fram- kvæmda (Örfirisey), og stundum hafa ástæðurnar verið fleiri en ein. Nýlega hefur uppgröftur vegna byggingar tónlistarhúss verið settur í sjóinn í grennd við Örfirisey. Ég ólst upp við Ánanaust í Reykjavík. Þar í fjörunni var fallegur klettur sem hentaði vel til ufsaveiða (enda kallaður Ufsaklettur). Þessi klettur, sem var afar vinsæll af krökkum, varð að víkja fyrir uppfyllingu. Ein- hverjir hafa borið taugar til hans, því hann var fluttur upp á mitt hringtorg á mótum Eiðisgranda og Hringbrautar, þar sem hann sómdi sér ekki illa. Greinilega voru ekki allir sáttir við þetta, því Ufsaklettur var fluttur til baka á uppfyllinguna, þar sem hann stendur nú einn og yfirgefinn. Fleiri skemmtileg kenni- leiti hafa orðið uppfyllingum að bráð á höfuðborgarsvæðinu. Líf- ríki sem smám saman festir ræt- ur á uppfyllingum verður aldrei náttúrulegt og það sem fer undir þær glatast. Aldrei virðist þó hafa komið til greina að framkvæma mat á umhverfisáhrifum þessara upp- fyllinga. Vegir hafa sums staðar verið lagð- ir í fjöru, jafnvel á alllöngum köflum, t.d. í Steingrímsfirði. Erfitt er að áætla flatarmál fjara sem farið hafa undir uppfyllingar og vegi, þótt það sé reynt í 2. töflu. Aðrar aðsteðjandi hættur Ljóst er að íslenskar fjörur eru fjarri því að vera „hreinar og ómengaðar“ og er rusl, ekki síst úr plasti, hvar- vetna að finna. Barnes og Milner18 áætla að á Suðvesturlandi séu að meðaltali um 0,2 plasthlutir stærri en 10 cm á hvern lengdarmetra fjöru. Um 3–4% þessara plasthluta eru með ásætum, svo sem mosa- dýrum og burstaormum, stundum eflaust langt að komnum. Einhver olíumengun finnst við hverja höfn og fjörur olíumengast alloft vegna slysa. Hugmyndir um olíuhreinsun- arstöð á Vestfjörðum eru ógnvekj- andi, bæði vegna staðbundinnar olíumengunar og hættu á meirihátt- ar slysum, en slys verða jú þar sem möguleikar á þeim eru fyrir hendi. Hin stóru olíuflutningaskip geta meira að segja brotnað í tvennt úti á rúmsjó, eins og nýleg dæmi sanna. Olía fer illa með sjávarlífver- ur; mest áberandi eru áhrif á fugla, sem yfirleitt drepast skjótt við snert- ingu á olíu. Þrátt fyrir umfangs- miklar hreinsiaðgerðir getur olía valdið tjóni á fjörulífverum í langan tíma, þótt fjörurnar virðist hreinar.53 Ýmiss konar önnur mengun er við- loðandi hafnir. Má þar nefna tríbú- týltin-mengun, sem einkum hefur áhrif á tímgun nákuðunga (Nucella lapillus)54 sem líta má á sem lyk- iltegund við vestanvert landið, þ.e. tegund sem hefur mótandi áhrif á fjörusamfélagið (e. key species). Áhrif annars konar mengunar má einnig merkja, svo sem skemmdir á erfða- efni af völdum fjölhringa kolvetnis- sambanda (svonefndra PAH-efna).55 Eins og að ofan greinir er alltaf von á nýjum landnemum, sem sum- ir hverjir geta haft mikil áhrif á fjöru- samfélagið. Það má t.d. heita með ólíkindum að hvorki mararhett- an (Patella vulgata) né fjörudoppan (Littorina littorea) skuli hafa borist hingað enn, t.d. með skipum. Þetta er væntanlega aðeins spurning um tíma og þegar þær koma er hætta á því þær gjörbreyti landslaginu. En við svona löguðu er erfitt að sporna. Leirur (km2) – Sediment shores Hlutfall (%) – Proportion Grýttar fjörur (km2) – Rocky shores Hlutfall (%) – Proportion Áætlað heildarflatarmál á Íslandi fyrir framkvæmdir. – Estimated total intertidal area in Iceland before human intervention. 174 224 Fjörur sem hafa farið forgörðum – Intertidal areas lost due to human activities: Gilsfjörður, þverun. – Fjord traversed by road. 7,7 4,4 2,5 1,1 Lárvaðall, ósi lokað. – Outlet closed. 1,7 1,0 Hraunsfjörður, þverun. – Fjord traversed by road. 1,5 0,9 Bakkatjörn, ósi lokað. – Outlet closed. 0,1 0,1 Bessastaðatjörn, ósi lokað. – Outlet closed. 0,4 0,2 Elliðaárvogur, uppfylling. – Landfill. 1,0 0,5 Gufunesvík, uppfylling. – Landfill. 0,3 0,2 Aðrar framkvæmdir (vegir, hafnir, uppfyllingar). – Other human activities. 2,0? 0,9 Alls – Total 11,7 6,8 4,5 2,5 2. tafla. Áætlað heildarflatarmál fjara á Íslandi fyrir framkvæmdir ásamt áætluðu flatarmáli fjara, sem farið hafa forgörðum, vegna framkvæmda (í km2). – Estimated total intertidal area in Iceland before human intervention, together with estimated aeras lost due to human activities (in km2). 79 1-4#loka.indd 26 4/14/10 8:48:50 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.