Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 4
Náttúrufræðingurinn 4 Arnþór Garðarsson fæddist í Reykjavík 6. júlí 1938 en á ættir að rekja til tveggja landsfjórðunga, Vestur- og Norðurlands. Hann gekk í Landakotsskóla, sem þá einkennd- ist af miðevrópskum hefðum og aga enda stýrt af páfaveldi. Arnþór var í sveit í Álftagerði við Mývatn og kynntist hinu sérstæða fugla- lífi þar. Fuglar hafa heillað hann æ síðan. Menntaskólanám stundaði hann í MR og hitti þar aðra áhuga- menn um fugla, m.a. Agnar Ingólfs- son og Jón Baldur Sigurðsson, sem einnig gerðust náttúrufræðingar og áttu mikið samstarf við hann síðar á lífsleiðinni. Arnþór skrifaði sína fyrstu vísindagrein 17 ára að aldri með Agnari Ingólfssyni (1955), en hún birtist í Náttúrufræðingnum (23: 7–23 ) og fjallaði um fuglalíf á Seltjarnarnesi. Ári síðar birti hann aðra grein, um varp stormmáfs á Íslandi (Náttúrufræðingurinn 1956, 26: 87–93). Arnþór myndskreytti greinarnar og kom þá þegar í ljós að hann var mjög drátthagur. Hann teiknaði m.a. myndir af samstúd- entum sínum í Fánu þegar hann útskrifaðist úr MR árið 1957. Arnþór sigldi utan til náms og lauk B.Sc.- prófi í dýrafræði frá Háskólanum í Bristol árið 1962. Ári áður hafði hann birt grein um fugladauða í netjum í Mývatni (Náttúrufræðing- urinn 31: 145–168) og eftir það hefur Arnþór verið virkur í rannsóknum á dýralífi og vistfræði vatnsins. Frá Bretlandi hélt Arnþór til Kaliforníu ásamt konu sinni, Guðrúnu Svein- bjarnardóttur, og hóf doktorsnám við Berkleyháskóla. Doktorsritgerð hans fjallaði um stofnsveiflur rjúp- unnar og dvaldi hann langdvölum í Hrísey við rannsóknir sínar. Leið- beinandi Arnþórs var Frank Alois Pitelka (1916–2003), sem á þeim tíma var víðkunnur fyrir rannsóknir sínar á stofnsveiflum dýra. Arnþór ferðaðist um allt land við rannsókn- irnar og varði hann doktorsritgerð sína árið 1971. Arnþór starfaði samhliða námi sem sérfræðingur á Náttúrufræði- stofnun árin 1962–1963 og 1965– 1973. Beindist áhugi hans þá m.a. að burstaormum og hélt hann rann- sóknum á þeim áfram í allmörg ár. Kennsla hófst í náttúrufræði við Háskóla Íslands haustið 1968 og líffræði varð sérstök stjórnunarein- ing eða skor þar árið 1972. Fyrstu kennararnir voru ráðnir árið 1969 (Guðmundur Eggertsson prófessor í erfðafræði og Þorsteinn Þorsteins- son dósent í lífefnafræði, sem lengst af starfaði á Keldum). Það sem vakti fyrir stjórnvöldum með því að stofna til líffræðináms á há- skólastigi mun fyrst og fremst hafa verið að mennta kennara fyrir gagn- fræðaskóla landsins – þjóðhagslegur ávinningur af líffræðirannsóknum var lítið ræddur. Arnþór var skipað- ur prófessor í dýrafræði 1. janúar 1974 og var þriðji prófessorinn sem skipaður var í líffræði, á eftir þeim Guðmundi Eggertssyni erfðafræð- ingi (1970) og Agnari Ingólfssyni vistfræðingi (1973). Mikið verk hvíldi á herðum þess- ara frumkvöðla við að koma á fót háskólakennslu og rannsóknum í líffræði, en óhætt er að segja að það hafi tekist vonum framar enda lán Háskólans og fræðigreinarinnar að þar var valinn maður í hverju rúmi og unnið hlífðarlaust og af miklum metnaði. Líffræðinni var fyrst fund- inn staður í húsi Atvinnudeildar Háskólans, síðan var hún í gamla Iðnskólanum við Tjörnina, sem var góður staður að margra mati rétt við Tjörnina og miðbæinn. Árið 1972 var skorin flutt í bráðabirgða- húsnæði við Grensásveg en heldur dróst að byggt yrði yfir líffræðina á háskólalóðinni og ekki var flutt inn í Öskju, Náttúrufræðahús Há- skólans, fyrr en árið 2004. Arnþór var lengst af með sína skrifstofu í rúmgóðu húsnæði á Grensás- vegi 11, ásamt Gísla Má Gíslasyni, Árna Einarssyni og seinna Sigurði Snorrasyni og fleirum. Þar var bolli fiskaður upp úr vaski, innan um sigti, tilraunaglös og skurðbretti með torkennilegum lífrænum leif- um, og gestinum boðið sterkasta kaffi á landinu. Á Grensásvegi 11 voru stundaðar rannsóknir á mý- flugum, fuglum, burstaormum og fiskum í sambýli við nágranna með ólíkar áherslur, ljósmyndastofu sem var sérhæfð í barnamyndatökum, fasteignasölu, Jarðboranir Íslands, Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Arnarflug og loks pitsu- gerð eftir að sú matarmenning hélt innreið sína á Íslandi. Æviágrip Arnþórs Garðarssonar 79 1-4#loka.indd 4 4/14/10 8:46:59 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.