Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 104

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 104
Náttúrufræðingurinn 104 að mynda stofn. Hraði útrýmingar er fall af stærð eyju: því minni sem eyjan er því minni stofna ná lífverur að mynda og þeim mun hættara er þeim við að deyja út. MacArthur og Wilson lögðu áherslu á kvikt jafnvægi lífríkis á eyjum og hraða umsetningu tegunda, þ.e. enda þótt heildarfjöldi tegunda haldist óbreyttur í áratugi þá breytist sam- setning lífríkisins: sumar tegundir deyja út en aðrar nema land. Þetta á þó kannski ekki við alla hópa líf- vera og vafalítið betur við fugla en lítt hreyfanlegar lífverur á borð við plöntur. Ýmsir urðu líka til að benda á að hugmyndin um hraða veltu á eyjum rímaði ekki vel við aðra kenn- ingu þróunarfræðinnar, vicariance, sem tengir þróun nýrra tegunda við það að áður víðfeðm svæði eru brotin upp vegna landreks, lyfting- ar fellingafjallgarða o.s.frv. þannig að til verða aðskildir stofnar sem í einangrun um langan tíma þróast í ólíkar áttir.23,24 Lykilatriði hér er augljóslega hversu mikið eða lítið genaflæði er á milli landfræðilega einangraðra stofna og þá vaknar spurningin hversu oft (eða sjaldan) lífverutegundir berast yfir stór úthöf. Eðli málsins samkvæmt er mjög erf- itt að rannsaka dreifingu yfir lang- ar vegalengdir með beinum hætti, en nýlega hefur verið dregið í efa að úthöf séu eins afgerandi hindr- anir fyrir dreifingu lífvera og margir hafa gengið út frá.24,25 Aðrir bentu á að eyjavistfræðikenningin eins og hún var upphaflega sett fram næði ekki að lýsa nægilega vel breyting- um á lífríki eyja á þróunarsöguleg- um tímakvarða og hafa bætt jarð- sögulegum þáttum við hana, þ.e.a.s. tengt ferli tegundamyndunar og 1. tafla. Tegundaauðgi og einlendar háplöntutegundir á Íslandi og þeim eyjum sem helst eru sambærilegar við Ísland hvað varðar hnatt- stöðu, stærð og/eða einangrun. Feitletraðar tölur eiga við blómplöntur eingöngu. Skýringar: Eyjum er raðað eftir stærð, fyrst á norður- og síðan á suðurhveli. Hnattstaða er námunduð að næstu breiddargráðu/m. Einangrun er sýnd sem fjöldi kílómetra til næsta meginlands, nema fyrir Chatham-eyjar og súbantarktískar eyjur þar sem fjarlægð til Nýja-Sjálands er sýnd. Þar sem eru tvær tölur fyrir flatarmál, vísar sú efri til heildarflatarmáls en neðri til flatar- máls íslauss lands. Til Frönsku suðurhafseyja suður af Afríku teljast eyjaklasarnir Crozet og Kerguelen, Heard-eyjar og Prince Edward-eyjar. Aðeins austar eru eldfjallaeyjurnar Amsterdam og St. Paul. Auckland, Campbell, Antipodes, Bounty, Snares og Macquarie suður og suðaustur af Nýja-Sjálandi eru teknar saman sem súbantarktískar eyjur en Macquarie-eyja er einnig talin sér. Fjöldi plöntutegunda er byggður á heimild 29 nema annars sé getið. Athugið að tölur um fjölda einlendra tegunda eru líklega ekki strangt tiltekið sambærilegar. Ekki er alltaf ljóst hvort flokkunareiningar eru tegundir eða líka undirtegundir, og hugsanlega hafa ekki alltaf verið notuð sambærileg viðmið fyrir tegundaskilgreiningu geldæxlandi hópa. Þó er ólíklegt að þetta breyti myndinni að ráði. Eyja eða eyjaklasi Hnattstaða Einangrun (km til næsta meginlands) Flatarmál (km²) Innlendar tegundir Einlendar tegundir Einlendar tegundir % Á norðurhveli Grænland 60–84°N 2.175.600 383.600 497 513 30 15 3,0 Ísland 31 63–67°N 810 (Skotland) 970 (Noregur) 103.000 93.000 480 0 1 0 Írland 52–56°N 60 (England) ≈400 (Frakklandi) 69.000 1.100 1 0,1 Svalbarði 32 74–81°N 930 (Noregur) 62.000 25.000 164 2–3? 1 1,2 Wrangel-eyja 33 71°N 140 7.600 417 23 5,5 Færeyjar 34 62°N 330 (Skotland) 600 (Noregur) 1.399 329 35 0 1 0 Á suðurhveli Falklandseyjar 36 51–53°S 530–550 12.200 163 14 8,6 Frönsku suðurhafseyjar 38–49°S ≥2.000 7.829 50 11 22,0 Chatham-eyjar 37 44°S 800 965 320 40 12,5 Súbantarktískar eyjur 37 50–55°S 200–800 949 ca 250 35 14,0 Macquarie-eyja 28,38 55°S 990 123 4137 2 4 4,9 10,8 79 1-4#loka.indd 104 4/14/10 8:51:32 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.