Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 129

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 129
129 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags lifa þær eitthvað lengur. Sundlirf- urnar hafa því lítinn tíma til stefnu til að finna fuglinn sem er loka- hýsill tegundarinnar. Sundlirfurn- ar smjúga oftast inn í fugla í gegn um húðina á fótum. Lirfurnar búa yfir margvíslegum eiginleikum sem stuðla að árangursríkri smitun.6,35,36 Lirfurnar eru ljóssæknar og synda rakleiðis frá aðsetursstað snigilsins, sem er oftast niður við botn, upp að yfirborði þar sem algengast er að hitta fyrir lokahýslana. Þar hanga þær í yfirborðinu og bíða eftir fórn- arlambinu. Minnki birta skyndilega, eins og gerist þegar fugl syndir hjá, taka lirfurnar kipp og fara að hreyfa sig. Sömu áhrif hafa vatns- hreyfingar eins og þær sem verða til við sundhreyfingar fugla. Lirf- urnar hafa einnig þróað efnaskyn og greina lífræn efni sem losna frá húðinni (meðal annars ceramicides og kólesteról). Ákveðin efni (fitusýr- ur og sterólar) og rétt hitastig örva lirfurnar til að festa sig á húðina. Til þess nota þær magasogskálina. Með því að beita maga- og munn- sogskálunum á víxl geta sundlirfur hreyft sig um set í leit að hent- ugum inngöngustað sem oft er lítil felling á húðinni. Þangað komin kastar lirfan sundhalanum og losar innihald kirtlanna á húðina. Í kirtl- unum, sem taka mikið pláss í lík- amanum (3. mynd), eru meðal ann- ars próteinsundrandi hvatar sem rjúfa gat á húðina og sérstök efni (lectin) sem smyrjast á yfirborð lirf- unnar. Hlutverk annarra efna sem þar finnast er óljóst en hugsanlega eru þau notuð til að blekkja ónæm- iskerfi fórnarlambsins. Með því að gildna og mjókka á víxl treður lirfan sér á nokkrum mínútum í gegn um gatið sem hvatarnir rufu á hornhúð- ina. Litlir afturvísandi broddar á líkamanum verka sem ankeri á leið- inni í gegn.6,38 Inni í fuglinum þroskast lirfan í fullorðinn orm á leiðinni frá húðinni yfir á aðsetursstað kynþroska orm- anna, sem er portæð eða bláæðar við aftasta hluta þarmanna hjá iðra- ögðum en nefholið hjá nasaögðum. Um leið og lirfan hefur borað sig í gegn um húðina skiptir hún um ham og klæðir þannig af sér ónæm- isvaka á yfirborðinu í heilu lagi, að því er talið er til að blekkja ónæmis- kerfi hýsilsins.39,40 Leið iðraagðanna liggur frá innrásarstaðnum inn í sog- æðar eða bláæðar og þannig berast þær til hjartans. Þaðan berast þær til lungna og áfram á áfangastaðinn með líkamsblóðrás. Nasaögðurnar ferðast aftur á móti upp í nefhol fuglanna eftir taugum. Á leiðinni nærast þær á taugavef hýsilsins og valda þannig óafturkræfum skaða vegna þess að taugavefur endurnýj- ast ekki.4,5,6,18,41 Í sýkingartilraunum með T. regenti, þar sem sundlirfur fengu að smjúga í gegn um sundfit stokkanda, tók það þessa nasaögðu einungis tvo daga að fara eftir út- taugum upp í mænu. Ferðalagið eftir mænu upp í heila tók tíu daga til viðbótar. Þangað komnir bárust nær fullvaxnir ormarnir yfir í nasaholið þar sem þeir urðu kynþroska. Full- orðnu ormarnir eru skammlífir og lifa einungis í eina til tvær vikur. Á þeim tíma verpa kvendýrin miklum fjölda eggja.6 Fátt eitt er vitað um hversu gaml- ar blóðögður geta orðið. Þótt sumar lifi einungis í nokkrar vikur er ljóst að aðrar geta lifað mánuðum og jafnvel misserum saman.1,20 Hvað er sundmanna- kláði? Talið er að allar tegundir fuglablóð- agða orsaki sundmannakláða. Sund- lirfurnar eru óhýsilsérhæfðar lífver- ur sem laðast jafnt að húð fugla sem spendýra þannig að fólk sem baðar sig eða veður berfætt þar sem lirf- urnar er að finna verður miskunnar- laust fyrir árás. Lirfurnar fara ekki í manngreinarálit, eins og margir halda, heldur ráðast á alla. Samt fá bara sumir kláðabólur. Fjöldi kláða- bóla er yfirleitt talinn standa í beinu samhengi við þéttleika lirfanna og tímann sem viðkomandi var niðri í vatninu.6 Endurtekið smit leiðir til aukins ónæmissvars. Sumir geta jafnvel orðið ofurnæmir og þá ógna sund- lirfurnar lífi manna. Þótt útbrot af völdum sundlirfa hverfi á 1–2 vikum, þá veldur kláðinn einn og sér mik- illi vanlíðan. Stundum klóra menn sig til blóðs þannig að síðkomnar sýkingar ná sér á strik. Það að fá kláðabólu er staðfesting þess að ónæmiskerfi líkamans hafi stöðvað för og frekari þroska lirfunnar. Öðru máli gegnir um þá sem ekki fá nein ónæmisviðbrögð. Þar hafa sundlirf- urnar komist inn í líkamann og náð að fela sig fyrir ónæmiskerfinu. Ekki er vitað hversu lengi lirfurnar lifa í fólki og hvert þær ná að flakka áður en þær drepast því slíkt hefur aldrei verið rannsakað í mönnum. Dýra- tilraunir hafa aftur á móti staðfest að lirfur sem komast inn í líkama spendýra drepast fljótlega og ná þar aldrei fullum þroska. Jafnframt hefur verið staðfest að nasaögður eru taugasæknar í spendýrum rétt eins og í fuglum og á sama hátt sækja iðraögður fuglablóðagða strax í blóðrás spendýra. Í músum drep- ast nasaögður oftast eftir einhverja klukkutíma eða daga. Sumar geta þó lifað í taugavefnum í einhverjar vikur áður en þær drepast.3,4,6 Yfirleitt eru sýkingar af nasaögð- um taldar alvarlegri en þegar iðra- ögður eiga í hlut. Er það vegna sækni nasaagðanna í taugar og hættunnar á taugaskemmdum. Sá ótti er ekki ástæðulaus því sýkingartilraun- ir á músum hafa iðulega orsakað skerta hreyfigetu og jafnvægistrufl- anir tilraunadýranna. Þá er vitað að vaxandi iðraögður, sem oft dvelja dögum saman í lungum spendýra, valda þar blæðingum og astma. Almennt er álitið að skaðinn standi í réttu hlutfalli við fjölda lirfanna sem komust inn í líkamann og þann tíma sem það tók ónæmiskerfið að ráða niðurlögum þeirra. Þótt lítið sé enn vitað um afleiðingar flakks lirfanna í mannslíkamanum er fólki eindregið ráðið frá því að útsetja sig fyrir sundlirfusmiti, sérstaklega þegar vitað er að nasaögður eru á ferðinni.3,4,6 Sundmannakláði á Íslandi Nokkuð neðan við Deildartungu- hver í Borgarfirði er grunn tjörn 79 1-4#loka.indd 129 4/14/10 8:52:18 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.