Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 137

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 137
137 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags arinnar fæst magnið sem fuglarnir þurfa. Samkvæmt þessum forsend- um éta sjófuglar um 96 milljón tonn af sjávarfangi (78–115 milljón tonn með 95% öryggismörkum) á hverju ári. Af þessu magni éta sjófuglar af hópi pípunefja mest (Procellariif- ormes, íslensk tegund er t.d. fýll, sjá 1. töflu yfir latnesk heiti íslenskra sjófugla) og fuglar af ætt mörgæsa (Spheniscidae) litlu minna, eða sam- tals um 54% af heildinni.6 Fuglar af ætt svartfugla (Alcidae) eru taldir vera í þriðja sæti hvað varðar át á heimsvísu.5 Sjófuglategundir sem afla sér fæðu langt frá landi éta mest og át fugla er meira í grennd við póla jarðar, en minna er tekið nálægt miðbaug.5,6 Af einstökum tegund- um er talið að klapparmörgæs (Eud- yptes chrysolophus) í Suðurhöfum éti mest, eða um það bil 10 milljón tonn af ljósátutegundinni Euphausia superba.5 Þeir fæðuhópar sem sjó- fuglar éta mest af eru ljósáta sem er um 38% af heildinni, smokkfiskar (Cephalopoda) með um 21% hlut- deild og afgangurinn er að mestu leyti fiskur.6 Til að setja þær 96 millj- ónir tonna af sjávarfangi sem fugl- arnir taka í samhengi má nefna að fiskafli alls mannkyns hefur verið áætlaður um 120 milljón tonn þegar tekið hefur verið tillit til afla sem ekki er skráður og útkasts.7 Át sjófugla við N-Atlantshaf Við N-Atlantshaf eru starfrækt tvö fjölþjóðleg rannsóknaráð sem sinna fiskveiðiráðgjöf. Að vestanverðu er Norðvestur-Atlantshafs fisk- veiðiráðið (NAFO, Northwestern Atlantic Fisheries Organisation) en við austanvert N-Atlantshaf starf- ar Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES, International Council for the Explo- ration of the Sea). Bæði rannsókna- ráðin hafa skipt hafsvæðum sínum upp í minni og heppilegri einingar sem nýtast við stjórnun fiskveiða (1. mynd). Innan ICES og með liðs- styrk frá NAFO hefur vinnuhópur sérfræðinga safnað upplýsingum um vistfræði sjófugla undanfarin ár (WGSE, working group on sea- bird ecology). Vinnuhópurinn hefur notað fyrrnefnda svæðaskiptingu til að meta fjölda, tegundasamsetn- ingu, lífmassa og fæðuþörf sjófugla innan hvers svæðis og borið saman vistfræði sjófugla í austur- og vest- urhluta Atlantshafs (2. og 3. tafla3). Nýlega hefur verið birt grein um niðurstöður vinnuhópsins.4 Samanburður á fjölda sjófugla í N-Atlantshafi bendir til þess að fjöldinn sé næstum því tvöfalt meiri við það vestanvert en austanvert (2. tafla a). Þegar litið er til lífmassa allra sjófugla kemur önnur mynd í ljós því lífmassi sjófugla við austanvert N-Atlantshaf er um það bil 50% meiri en lífmassi sjófugla við hafið vestanvert (2. tafla b). Þetta misræmi í fjölda og lífmassa á milli svæða stafar af miklum einstaklingsfjölda í tegundum smávaxinna sjófugla við N-Atlantshafið vestanvert, aðallega haftyrðli og sjósvölu. Við austanvert N-Atlantshaf eru aftur á móti stór- vaxnari tegundir, svo sem tegundir af ætt svartfugla, máfa (Laridae) og æðarfugl. Fæðuþörf sjófugla er háð líkamsstærð ekki síður en fjölda og útreikningar benda til þess að sjófuglar við austanvert N-Atlants- haf éti um 20% meira en sjófuglar við hafið vestanvert (3. tafla). Sam- kvæmt þessum tölum er átið við N- Atlantshaf um það bil 12% af öllu því sem sjófuglar taka til sín úr höfum heimsins. Það virðist við fyrstu sýn vera talsvert hátt hlutfall en skýrist af meiri fæðuþörf sjófugla á köldum hafsvæðum.5,6 Þótt nákvæmar upp- lýsingar um samsetningu fæðunnar vanti, má benda á að bæði haftyrðill og sjósvala éta einkum smávaxin krabbadýr,8 en þær tegundir sem eru ríkjandi á austanverðu N-Atlants- hafi eru líklegri til að éta ýmsar tegundir fiska. Því má búast við að sjófuglar í norðvestri afli sér fæðu á lægra þrepi fæðupýramídans og séu því ólíklegri til að vera í beinni sam- keppni við manninn um fæðu en teg- undir við austanvert N-Atlantshaf. Skipting N-Atlantshafs í svæði samkvæmt því sem hér er gert 1. mynd. Kort af Norður-Atlantshafi þar sem sýnd er skipting hafsins í svæði sem notuð eru sem grundvöllur vinnu við fiskveiðistjórnun og vistfræði sjófugla. Að vestanverðu er svæðaskiptingin 0–6 fengin frá Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðiráðinu (NAFO) en að aust- anverðu eru svæðin I–XII skilgreind af Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES). – A map of the North Atlantic showing areas used by scientific working groups advising on the fishery management and also by a working group on seabird ecology. In the western part areas 0–6 are defined by NAFO (Northwestern Atlantic Fishery Organisation) and in the eastern part areas I–XII are defined by ICES (International Council for the Exploration of the Sea). 79 1-4#loka.indd 137 4/14/10 8:52:20 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.