Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 107

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 107
107 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hvor eyjaklasi (Chatham-eyja og Færeyja) um sig er um einn hundr- aðasti af flatarmáli Íslands (2. mynd) en hefur nálægt 2/3 af fjölda teg- unda í íslensku háplöntuflórunni. Á Færeyjum eru m.a. graslendi, mýrar og heiðar en ekki náttúrlegur skóg- ur eða kjarr. Slættaratindur, hæsta fjall þeirra, er 882 m y.s. Ekki er óyggjandi hvort birki (Betula pubes- cens) óx á Færeyjum fyrir landnám manna og áður en fé var sett á eyj- urnar, en nýjar rannsóknir benda til þess að það hafi þá í besta falli haft mjög takmarkaða útbreiðslu.42,43 Á Chatham-eyjum eru víðáttumiklar mómýrar, sandöldur við ströndina, kjarr, graslendi, vötn og tjarnir eru áberandi. Sígrænir og sumargræn- ir skógar eru á stærstu eyjunum en þeim hefur mjög verið eytt.29 Burknar eru áberandi sem og hin- ar sérkennilegu stórblaða jurtir (e. megaherbs, macrophyllous forbs) sem eru einlendar á eyjunum. Mesta hæð eyjanna er aðeins 287 m y.s. Á Falklandseyjum eru fjöll upp í ríflega 700 m hæð og upp af strönd- inni eru heiðalönd á súrum jarðvegi ríkjandi. Þar eru tjarnir og vötn en engar stórar ár. Engar innlendar trjátegundir eru á eyjunum og því enginn skógur. Eyjurnar eiga það sameiginlegt með Íslandi að vera markaðar af mikilli sauðfjárbeit. Ísland hefur miklu fjölbreyttara ólífrænt umhverfi en þessar eyjur. Syðstu sveitir landsins eru í ein- dregnu úthafsloftslagi en loftslag er meginlandskennt í innsveitum norð- an Vatnajökuls. Gróður teygir sig frá sjávarmáli og upp í háfjallabú- svæði í a.m.k. 1.500 m hæð. Hér eru víðáttumikil hraun af ólíkum aldri, sandar, sjávarleirur, fjölbreytt votlendi, þar á meðal mómýrar og flæðiengjar, jarðhitasvæði, vötn og tjarnir, klettar og skriður, birkiskóg- ur og kjarr, snjóþungir landshlutar og svæði þar sem snjór liggur stutt. Á miðhálendinu eru sífrerasvæði. Loftslag á Chatham-eyjum er tals- vert mildara en á Íslandi og nokkru mildara í Færeyjum, en ef litið er til þess hversu miklu munar í flat- armáli og í fjölbreytni í umhverfi, hefði þá ekki mátt búast við fleiri tegundum í íslensku flórunni miðað við Chatham-eyjar og Færeyjar (3. mynd)? Fjórði þátturinn: sagan Ég hef nú rætt stuttlega þrjá þætti sem hafa áhrif á tegundaauðgi eyja: loftslag, flatarmál og einangrun. En hvað með jarðsöguna og aldur flór- unnar? Nema tegundir land svo hægt að jarðfræðilega ungar eyjur, t.d. eldfjallaeyjur, hafa almennt færri tegundir en gamlar eyjur myndaðar af skorpu meginlanda eða þær sem byrja eyjatilveru sína með lífríki frá sínu gamla meginlandi? Að hvaða marki gætir enn áhrifa síðasta jökul- skeiðs á þeim heimskautaeyjum sem hafa verið til umræðu hér og skyldu þau áhrif hafa verið svipuð eða mismikil milli eyja? Úthafseyjur bera ekki einungis merki einangrunar í tegundafátæk- ara lífríki heldur hafa á mörgum þeirra þróast einlendar tegundir, þ.e. tegundir sem ekki finnast annars staðar. Þetta sést hvergi eins vel og á Hawaii þar sem 89% blómplöntu- flórunnar eru einlendar tegundir29 og eru jafnvel svo ólíkar næstu ætt- ingjum að þær eru taldar sérstakar ættir. Á Nýja-Sjálandi, sem hefur verið einangrað um milljónir ára, eru einlendar tegundir um 80% af háplöntuflórunni.29 Séu tveir síðustu dálkarnir í 1. töflu skoðaðir er sláandi munur á milli eyja í hlutfalli einlendra teg- unda. Í fljótu bragði er ekki að sjá fylgni við stærð eða einangrun. Á hinni smáu en hánorrænu Wran- gel-eyju, sem aðeins liggur 140 km norðan við meginland Asíu, eru 23 einlendar tegundir og á Chatham- eyjum, sem eru ámóta einangraðar og Ísland en aðeins tíundi hluti af stærðinni, eru 40 einlendar tegund- ir og m.a.s. einlendar ættkvíslir. Á súbantarktísku eyjunum, sem eru aðeins um hundraðasti hluti Íslands að flatarmáli, eru 35 einlendar há- plöntutegundir. Þar að auki hafa verið greindar 15 tegundir einlendra sveppa (Fungi), 80% allra köngulóa- tegunda (Arachnida) eru einlendar, 84% tegunda stökkmors (Collembo- la), 82% bjöllutegunda (Coleoptera, margar geta ekki flogið), 76% æð- vængna (Hymenoptera) og 20 teg- undir eða undirtegundir fugla.10 3. mynd. Einföld tilraun til að svara spurningunni hvort Ísland sé tiltölulega tegundaauðugt eða – fátækt miðað við fimm aðrar valdar eyjur með því að spyrja: Ef allar eyjurnar safna tegundum með sama hraða með aukinni stærð, hversu margar tegundir má búast við að þær hefðu ef þær væru jafnstórar og Ísland? Sambandið er reiknað sem N = kfß þar sem N = fjöldi háplöntutegunda,f= flatarmál og ß endurspeglar þumalfingursreglu Briggs, þ.e. að þegar flatarmál eyjar tífaldast þá tvöfaldast fjöldi tegunda, þ.e. ß = log10 (2) = 0,301. K er margföldunarstuðull hverrar eyjar og er reiknaður sem k = N0 / a0ß þar sem N0 er raunverulegur fjöldi innlendra háplöntutegunda eyjarinnar og a0 er raunverulegt flatarmál hennar. Eyjurnar fimm, Chatham eyjar, Færeyjar, Falklandseyjar, Svalbarði og Macquarie- eyja, eru þær sem eru helst sambærilegar við Ísland hvað einangrun varðar en loftslag er ýmist kaldara eða hlýrra en á Íslandi. Ísland er sýnt með fylltum rauðum hring en hinar eyjurnar með litlum svörtum hring. 79 1-4#loka.indd 107 4/14/10 8:51:39 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.