Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 111

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 111
111 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Bygging fléttunnar Áður en við förum að skoða ein- stakar tegundir skófa, gæti verið rétt gera grein fyrir nokkrum hugtökum sem tengjast þessum lífverum. Hver skóf er mynduð af sambýli tveggja eða þriggja lífvera: asksveppi, græn- þörungi og/eða bláþörungi.a Svepp- urinn þekur venjulega alla fléttuna að utan, grænþörungurinn mynd- ar þunnt þörungalag undir efra barkarlagi fléttunnar en bláþörung- urinn er ýmist dreifður um fléttuna, ef hann er eini tillífandi þátttakandi sambýlisins, eða bundinn ákveðn- um vefjum sem nefnast hnyðlur (cephalodia) ef um þríbýli er að ræða. Æxlun asksveppsins í fléttunni verður venjulega með svonefndum askgróum (ascospores), sem verða til eftir frjóvgun og rýriskiptingu í aflöngum frumum sem nefnast askar (asci). Askar eru hjá flestum fléttum geymdir í þéttu asklagi (hymenium) undir yfirborði disk- eða skálarlaga askhirslna (apothecia). Hjá öðrum fléttum verða askarnir til innan í flöskulaga hylkjum með stút í topp- inn, og nefnist sú gerð askhirslna skjóða (perithecia). Venjulega mynd- ast askgróin 8 saman í hverjum aski. Askarnir eru umkringdir stoðþráð- um (paraphyses) sem mynda þunna askþekju (epithecium) yfir asklag- inu. Við vaxandi innri þrýsting þeg- ar gróin þroskast ryður askurinn sér braut upp úr askþekjunni á milli stoðþráðanna og slöngvar gróunum upp í loftið í einu skoti. Margar fléttur mynda einnig svo- nefndar hraufur (soralia) á yfirborði þalsins, en þær eru eins konar útbrot sem sprengja upp barkarlag flétt- unnar og mynda þar lítil hraufu- korn (soredia) gerð af sveppþráðum sem vefjast utan um þörungafrumur. Dreifing með hraufukornum hef- ur þann kost að bæði sveppurinn og þörungarnir berast samtímis á áfangastað. Það flýtir verulega fyrir myndun nýrrar fléttu. Hraufukorn geta dreifst með vindum eða loðað við fætur fugla eða dýra sem bera þau með sér. Dreifing með askgróum ber hins vegar aðeins sveppinn á áfangastað; þörungurinn verður þá að koma eft- ir öðrum leiðum, oftast með vindi. Sumir þeirra eru mjög útbreiddir, eins og t.d. bláþörungurinn Nostoc, en aðrir virðast nær eingöngu vaxa í fléttusambýli, eins og t.d. grænþör- ungurinn Trebouxia. Hulinsskófir túndrunnar Á miðhálendi Íslands má sums staðar finna votlendissvæði, svokallaðar flár með stórum, upphleyptum rústum með ískjarna innan í. Langvíðfeðmust eru rústasvæði Þjórsárvera, en falleg rústasvæði eru víðar, svo sem í Guð- laugstungum, á Hofsafrétti, á Jökuldalsheiði og víðar. Fyrstu flárnar sem ég kynntist náið upp úr 1970 voru í Þjórsárverum. Þar varð mér strax ljóst að þessu gróðurlendi fylgdu afar smávaxnar fléttur sem ekki voru áber- andi niðri í byggð og sumar því lítt þekktar hérlendis á þeim tíma. Sumar þessara tegunda fylgdu ákveðnum mosum, mynduðu litla kringlótta, ljósa bletti í lifandi mosanum, en aðrar uxu á kvistum, dauðum stráum eða lyngi. Þær síðarnefndu voru oft ekki bundnar flánum heldur aðeins veðruðum, blásnum hnjótum þar sem æðri gróður átti erfitt uppdráttar. Af þeim sök- um fylgja þær eftir hinum fáu, grónu blettum miðhálendisins, en finnast oft einnig hátt uppi í byggðafjöllunum. Svo virðist sem fæstir náttúruskoð- endur veiti þessum hulinsskófum nokkra athygli og er því óvíða minnst á þær í umfjöllunum um Þjórsárver eða miðhálendi Íslands. Því er ekki úr vegi að nota þetta tækifæri og gera þeim nokkur skil í máli og myndum. a Bláþörungar hafa hin síðari ár oft verið nefndir blágrænar bakteríur, með tilvísun í að þeir eru náskyldir bakteríum en eiga enga samleið með öðrum þörungum. Náttúrufræðingurinn 79 (1–4), bls. 111–117, 2010 Ritrýnd grein Hörður Kristinsson 79 1-4#loka.indd 111 4/14/10 8:51:40 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.