Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 3
3
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Náttúrufræðingur og
frumkvöðull í náttúruvernd
Náttúrufræðingurinn er að þessu
sinni helgaður Arnþóri Garðarssyni
prófessor emeritus. Arnþór varð
sjötugur þann 6. júlí 2008. Þá var
haldin ráðstefna honum til heiðurs
og jafnframt hófst undirbúningur
að söfnun greina í sérstakt hefti
Náttúrufræðingsins um sama efni
og flutt var á ráðstefnunni. Í heftið
skrifa samstarfsmenn og fyrrver-
andi nemendur Arnþórs um efni
sem tengist starfi og rannsóknum
hans, en vísindaferill hans spannar
allt frá árinu 1955, þegar hann birti
ásamt félaga sínum, Agnari Ingólfs-
syni, grein um fugla á Seltjarnarnesi
í Náttúrufræðingnum. Rannsóknir
Arnþórs eru enn í fullum gangi, 55
árum síðar, og enn er Arnþór að
leiðbeina nemendum.
Í doktorsnámi vann Arnþór að
rannsóknum á stofnsveiflum rjúp-
unnar. Eftir að hann lauk doktors-
námi sneri hann sér að rannsóknum
á votlendi og vistfræði heiðagæsar,
aðallega í Þjórsárverum, sem og
á fjörulífi. Rannsóknir hans hafa
lengst af síðan beinst að stofnstærð-
um dýra og búsvæðum þeirra. Þess-
ari þekkingu hefur hann miðlað til
nemenda sinna við Háskóla Íslands,
hins alþjóðlega vísindasamfélags
með skrifum í alþjóðleg rit og til
almennings á Íslandi með skrif-
um í Náttúrufræðinginn og önnur
innlend rit um náttúrufræði og
náttúruvernd. Arnþór hefur einnig
skýrt frá rannsóknum sínum á fjöl-
mörgum alþjóðlegum fundum og
ráðstefnum.
Arnþór hóf kennslu við Háskóla
Íslands árið 1969, aðeins einu ári
eftir að þar var fyrst boðið upp á
nám til BS-gráðu í líffræði. Hann
varð prófessor við líffræðiskor árið
1974 og var leiðandi við að byggja
upp öflugt, fjölbreytt og kröfuhart
nám í líffræði.
Arnþór hefur einnig lagt veiga-
mikinn skerf til íslenskrar náttúru-
verndar. Hann sat tvisvar í Nátt-
úruverndarráði, í seinna skiptið sem
formaður ráðsins í sex ár. Á vett-
vangi þess beitti hann sér m.a. fyrir
verndun votlendis, og þann góða
árangur sem náðist í friðlýsingu
votlendis á 8. áratug síðustu aldar
má að stórum hluta þakka ötulu
starfi hans. Einnig má nefna frið-
lýsingu Þjórsárvera og skráningu
þeirra sem eins af svæðum Ramsar-
sáttmálans um verndun votlendis
með alþjóðlegt mikilvægi, og síðast
en ekki síst þátt hans í rannsóknum
á lífríki Mývatns og verndun þess.
Það var að undirlagi Arnþórs sem
Náttúrurannsóknastöðinni við Mý-
vatn var komið á laggirnar. Hann
tók þátt í rannsóknum á áhrif-
um kísilgúrnáms á lífríki vatnsins
og skýrði ásamt samstarfsmönn-
um sínum hvernig námagröfturinn
getur magnað upp stofnsveiflur
mýs, sem leiða til þess að í vatn-
inu skapast á víxl ástand hungurs-
neyðar og allsnægta fyrir fugla og
fisk, en þetta ástand hefur leitt til
þess að veiðiþol bleikjustofnsins er
mjög takmarkað. Þá hefur Arnþór
lagt kapp á að koma tölu á þann
aragrúa sjófugla sem heldur til hér
við land og þar með lagt grunninn
að vöktun þeirra.
Arnþór hefur verið ötull við að
fræða almenning um íslenska nátt-
úru. Hann hefur ritað mikið í Nátt-
úrufræðinginn og Blika og ritstýrt
bókum um náttúrufræði. Þá hefur
Arnþór tengst Hinu íslenska nátt-
úrufræðifélagi í mörg ár, hann var
formaður þess 1972–1976 og heiðurs-
félagi frá 1998.
Greinarnar í þessu hefti fjalla um
Mývatn, Laxá í Suður-Þingeyjar-
sýslu, stofnvistfræði, fæðukeðjur,
fuglafræði, lífríki Íslands og nátt-
úruvernd, allt efni sem Arnþóri er
mjög hugleikið. Það endurspeglar
fjölbreyttan og árangursríkan starfs-
feril Arnþórs og þau áhrif sem hann
hefur haft á samtímafólk sitt. Fyrir
allt þetta er honum þakkað. Jafn-
framt er höfundum þakkað þeirra
framlag.
Gísli Már Gíslason og
Þóra Ellen Þórhallsdóttir
79 1-4#loka.indd 3 4/14/10 8:46:57 PM