Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 63

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 63
63 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Flugur og ýmis önnur skordýr sem lifa í lífrænum úrgangi verða þeim mun smávaxnari sem fjöldi þeirra er meiri eða fæðuskilyrðin lélegri. Þetta á við upp að vissu marki, þeg- ar minnstu einstaklingarnir fara að deyja úr fæðuskorti. Með því að mæla líkamsstærð flugnanna, t.d. lengd vængjanna, ætti að mega sjá hvort fæðuskilyrði lirfanna væru í einhverjum takti við stofnsveifl- urnar. Kosturinn við þessa aðferð var sá að við áttum mikið safn flugna sem spannaði langt tímabil og gátum því mælt líkamsstærð þeirra langt aftur í tímann og borið saman við stofnstærðina. Þetta var svo gert, og var líkamsstærð nokk- urra tegunda könnuð. Niðurstöður þessara rannsókna voru að tvær tegundir sýndu sterka fylgni milli stofnstærðar og líkamsstærðar. Var önnur þeirra Tanytarsus- en hin Micropsectra-tegund, sem er náskyld Tanytarsus og hefur sömu lífshætti (myndar þétta mottu af lirfum sem binda botnleðjuna). Micropsectra er eins konar kaldavatnsútgáfa af Tany- tarsus. Líkamsstærð Tanytarsus- og Micropsectra-tegundarinnar fylgdi stofnstærðinni þannig að flugurnar voru þeim mun minni sem þéttleiki þeirra var meiri. Þó voru stærðar- breytingarnar ofurlítið seinna á ferðinni en þéttleikabreytingarnar, svo munaði einni eða tveim kyn- slóðum. Þetta gátum við ekki skýrt öðru vísi en svo að Tanytarsus og Micropsectra hefðu neikvæð áhrif á afkomu næstu kynslóðar. Töldum við ekki ólíklegt að þar með væri drifkraftur sveiflnanna fundinn.22 Anthony Ragnar kemur til sögunnar Dag einn er barið að dyrum á rann- sóknastofu í vatnalíffræði á Líffræði- stofnun Háskólans. Mættur er ung- ur rauðhærður maður með hrokkið hár, há kollvik og gáfumannagler- augu. Hann segist kominn til að halda erindi um blaðlúsarannsókn- ir sínar við Wisconsin-háskólann í Madisonborg og vilji gjarnan fá að heyra um rannsóknir okkar, því að hann sé að leita að gögnum sem ná yfir langan tíma og sýna stofn- sveiflur skordýra. Maðurinn kynnir sig sem Anthony Ragnar Ives og gefur þá skýringu á millinafni sínu að hann heiti í höfuðið á Ragnari Stefánssyni bónda og þjóðgarðs- verði í Skaftafelli. Það þykir okkur undarleg skýring en fáum brátt að vita að faðir Anthonys sé Jack Ives sem hafi stundað rannsóknir í Skaftafelli í mörg ár og ákveðið að skíra son sinn í höfuðið á þessum merkismanni, Ragnari. Það fylgdi sögunni að fyrra nafnið, Anthony, væri í höfuðið á breskum stúdent, Anthony Prosser, sem hefði farist á Öræfajökli árið 1953 með félaga sínum. Voru þeir í breskum skóla- leiðangri með Jack.23 Anthony Ragnar skoðaði gögn okkar gaumgæfilega og í flugvélinni á leiðinni frá Íslandi daginn eftir samdi hann frumdrög að reikni- líkani sem átti að geta lýst því sem gögn okkar hefðu að geyma. Við komumst fljótt að því að Anthony var mjög snjall stofnvistfræðingur og í miklum metum í hópi þeirra sem lengst eru komnir á þeirri braut. Hann kom aftur til Íslands árið 2000 og fór að Mývatni þá um vor- ið. Daginn sem hann kom þangað 9. mynd. Hér hefur Tanytarsus verið aðskilinn frá öðrum grot- og þörungaætum til að sýna fæðuþrepatengsl hans við frumframleiðendur. Tanytarsus-stofninn vex fram úr burðargetu búsvæðisins (rauða örin táknar þessi ofbeitaráhrif) og tekur að sveiflast. – Here, the midge Tanytarsus has been separated from other herbi- and detritivores (algae and sediment feeders). Its population overshoots the carrying capacity of the environ- ment and starts cycling. 8. mynd. Slæðumý (Tanytarsus gracilentus). Ljósm./Photo: Árni Einarsson. 79 1-4#loka.indd 63 4/14/10 8:50:16 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.