Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 136

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 136
Náttúrufræðingurinn 136 Kristján Lilliendahl Náttúrufræðingurinn 79 (1–4), bls. 136–145, 2010 Ritrýnd grein Inngangur Áhuga á fæðu sjófugla má einkum rekja til tveggja atriða. Annars veg- ar hafa menn löngum velt því fyrir sér hvort sjófuglar hafi neikvæð áhrif á nytjafiska, annaðhvort með því að éta þá eða með því að vera í samkeppni við fiskana um fæðu. Hins vegar eru áberandi fræðileg- ar spurningar um hve mikilvægir sjófuglar séu í fæðuvef sjávar, þar sem hafið hefur verið mikilvæg uppspretta fæðu mannkyns í ald- anna rás. Á fræðilegum nótum hafa menn einnig athugað möguleika á því að nota fæðu sjófugla, og aðra þætti í lífsháttum þeirra, til að afla upplýsinga um lífríki sjávar.1,2 Hér verða sjófuglar skilgreindir þannig að þeir dvelja að mestu á eða við sjó, afla þar meginhluta fæðu sinnar og margar tegundir koma einungis að landi til að verpa.3,4 Til að varpa ljósi á þátt sjófugla í lífríki hafsins verða hér kynntar nýlegar rannsóknir sem leita svara við þeirri spurningu hve mikið af sjávarfangi, þ.e. fiskum og hrygg- leysingjum, sjófuglar heimsins éta. Einnig verður gerð grein fyrir nið- urstöðum frá vinnuhópi sérfræð- inga sem unnið hefur að mati á áti sjófugla við norðanvert Atlantshaf. Þá eru teknar saman hugleiðingar um át sjófugla í samhengi við aðra sem nýta hafið til fæðuöflunar. Að síðustu er fjallað um fæðu íslenskra sjófugla og hvaða áhrif breytingar í umhverfinu geta haft á afkomu fuglanna. Át sjófugla á heimsvísu Á undanförnum árum hefur mat á fjölda sjófugla farið batnandi og er nú svo komið að fyrir liggur áætlun um fjölda verpandi para í heim- inum.5,6 Að gefnum ákveðnum for- sendum er síðan hægt að áætla það magn fæðu sem sjófuglar éta úr hafinu. Þeir útreikningar gera ráð fyrir að til viðbótar hverju verpandi pari séu geldfuglar um 30% af stofni hverrar tegundar. Tekið er tillit til mismunandi þyngdar tegundanna, en yfirleitt þurfa stærri fuglar meiri orku en þeir smærri. Út frá orkuþörf fuglanna og orkuinnihaldi bráð- Sjófuglar heimsins éta árlega tæplega 100 milljón tonn af sjávarfangi á sama tíma og nytjar manna eru áætlaðar um 120 milljón tonn. Uppistaðan í afla manna er fiskur en aðalfæða sjófugla er ljósáta og smokkfiskar en fiskteg- undir eru í þriðja sæti. Hópur vísindamanna hefur borið saman á milli austur og vesturhluta N-Atlantshafs fjölda, lífmassa og át sjófugla. Sjófuglar eru fleiri að vest- anverðu, en lífmassi er hærri og át sjófugla meira að austanverðu. Sjófuglar við vestanvert N-Atlantshaf éta aðallega krabbadýr en fiskur er aðalfæðan að austanverðu. Við Ísland er áætlað að sjófuglar éti um 2 milljónir tonna árlega af sjávarfangi, sem er svipað magn og fiskafli landsmanna. Yfirleitt virðast sjófuglar ekki hafa neikvæð áhrif á nytjafiska þótt afrán sjófugla geti stundum skipt máli fyrir ákveðnar tegundir eða aldurshópa fiska. Þekking á fæðu 24 tegunda íslenskra sjófugla er mismikil og er allt frá því að vera allgóð til þess að vera nær engin. Handbærar upplýsingar sýna að líklega er sandsíli (Ammodytes marinus) mikilvægasta fæðan. Á Norðurlandi er loðna (Mallotus villosus) aðalfæða sjófugla en annars staðar á landinu er það sandsíli. Næstum allar tegundir íslenskra sjófugla byggja afkomu sína að einhverju leyti á þessum tveimur fisktegundum. Helstu undantekn- ingar frá því er dílaskarfur (Phalacrocorax carbo), tvær sjósvölutegundir og máfategundir sem taka aðra fæðuhópa. Undanfarin ár hafa stofnar loðnu og sandsílis verið í lægð við Ísland. Svo lengi sem það ástand varir má búast við lélegri afkomu flestra íslenskra sjófuglategunda. Sjófuglar í lífríki hafsins 79 1-4#loka.indd 136 4/14/10 8:52:20 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.