Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 47

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 47
47 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags vitni.6–14 Höfundur hefur beitt fyrri aðferðinni víða um land2,5,15,16,17 en ekki síst við talningar á sjófuglum á Breiðafirði en niðurstöður eru að verulegu leyti óbirtar.3,4 Notuð talningagreining var hreið- ur sem er álitið að geti haldið eggi eða unga („apparently occupied nest- site“ (AON)),15,18 hvort heldur þau voru með eggi, unga eða tóm. Þar sem aðstæður leyfðu var talið af landi, annars úr báti. Stundum voru staðhættir þannig að telja varð sama varp bæði af landi og sjó. Flest vörp eru þannig að hreiður má telja með berum augum en sums staðar þarf að beita sjónauka. Oftast var not- aður handteljari til hægðarauka og til að minnka líkur á mistökum. Flestar athuganir eru úr eigin dagbókum frá síðustu áratugum og skráðar í sérstaka tölvuskrá (Skrá yfir sjófuglabyggðir á Íslandi). Þar er einnig að finna upplýsingar úr rit- uðum heimildum, óbirtum skýrslum, dagbókarfærslum annarra, bréfum eða tölvuskeytum og munnlegar upplýsingar frá ýmsum athugend- um. Skráin var notuð til úrvinnslu á dreifingu varpa, stofnbreytingum, breytingum á vörpum yfir sumarið og aldri þeirra. Víða var leitað fanga með upplýsingar um aldur varpa, þótt í einhverjum tilvikum megi sennilega fá nákvæmari ártöl sé leitað til fleiri heimildarmanna. Þeir sem veitt hafa munnlegar upplýs- ingar eru nefndir fullu nafni. Niðurstöður Varpdreifing Í Breiðafjarðareyjum eru 65 staðir þekktir þar sem ritur hafa orpið (1. tafla). Staðsetning byggðanna er sýnd á 2. mynd og eru þær all- ar í eyjum. Árin 1993–1994 voru í Breiðafjarðareyjum 53 varpstaðir í notkun af 65 en þeir voru ögn fleiri 2005–2007, eða samtals í 57 eyjum. Þrjár byggðir höfðu lagst af 2005–2007 (Hóley - nr. 17, Akurey - nr. 27, Heimri-Langey - nr. 28) en sjö ný vörp mynduðust milli taln- ingartímabila (Stóri-Breiðhólmi - nr. 10, Bæjarey (Rúfey) - nr. 15, Sand- eyjarhólmur - nr. 37, Innri- og Ytri- Stykkisey - nr. 38 & 39, Mýhólmur - nr. 46, ónefndur hólmi við Innri- Hrauney - nr. 50). Á fimm þekkt- um varpstöðum var varp hvorki 1993–1994 né 2005–2007. Staðirnir voru annaðhvort notaðir fyrir 1993 (Litli- og Stóri-Klakkur - nr. 12 & 13 í Klakkeyjum, Ásmóðarey - nr. 14) eða vörp mynduðust milli talning- artímabila en lögðust af á ný fyrir 2005 (Torfey - nr. 22, Bæjarey/Tröll- konuhólmi - nr. 21). Talningar 1993–1994 og 2005–2007 Niðurstöður talninga voru þær að 21.791 rituhreiður var í Breiðafjarð- areyjum 1993–1994 en 2005–2007 hafði þeim fækkað niður í 9.652 (1. tafla) og nemur fækkunin um 44%, eða að jafnaði um 5,7% á ári. Eftir sýslum var fjöldi hreiðra 1993–1994 samanborinn við 2005– 2007 sem hér segir (% af fjölda 1993–1994 í sviga): 4.774 og 1.899 (40%) í Snæfellsnessýslu, 767 og 481 (63%) í Dalasýslu, 10.002 og 5.565 (56%) í A-Barðastrandarsýslu, 6.037 og 1.678 (28%) í V-Barðastrandar- sýslu (3. mynd). Mest fækkun hvað heildarfjölda áhrærir varð yst í firð- inum, sérstaklega að norðanverðu, en hlutfallslega mest innst þar sem langfæstar ritur hafa orpið. Í talningunum árin 1993–1994 voru fjórar ritubyggðir með yfir eitt þúsund hreiður. Ritubyggðin í Elliðaey við Stykkishólm (nr. 6) var stærst 1993 með 2.168 hreiður. Að meðtöldum Dyrhólmum (nr. 7 & 8) og Hesthöfða (nr. 9), sem eru aðeins steinsnar frá heimaeynni, voru sam- anlagt tæp 2.600 hreiður í Elliðaeyj- arvörpum. Næststærst var varpið í Þórisey (nr. 60) í Sauðeyjum, þá í Hafnarey (nr. 30) og Klofningi (nr. 32) við Flatey. Eina varpið til við- bótar með fleiri en þúsund hreiðrum var í Skarfey (nr. 59) í Sauðeyjum. Langflestar byggðir (34) voru með á bilinu hundrað til þúsund hreið- ur. Í tveimur eyjum, Hóley (nr. 17) í Ólafseyjum og Heimaey (nr. 57) í Sauðeyjum, voru ritur nýbúnar að nema land 1994 og var hvor með aðeins einu rituhreiðri. Í talningunum árin 2005–2007 var engin eyja með yfir þúsund hreiður. Stærsta byggðin að þessu sinni var Hafnarey (nr. 30) við Flatey (958 hreiður), þá Flateyjar-Klofningur (nr. 32) (880) og síðan Elliðaey (nr. 6) (864). Rétt innan við helmingur byggða (27) var með yfir hundruð hreiður en 30 með hundrað eða færri, allt niður í eitt hreiður (Sand- eyjarhólmur (nr. 37). Aðrar talningar Tölur úr ofangreindum heildartaln- ingum segja einungis að varppör- um hafi fækkað milli samanburð- aráranna og hversu mikið. Ekkert kemur fram um hvernig breytingar hafa gengið fyrir sig né hvernig einstökum vörpum hefur reitt af. Ýmsar upplýsingar eru til frá öðrum 0 1000 2000 3000 4000 5000 6000 7000 8000 9000 10000 Snæfellsness sla Dalas sla A-Bar astrandars sla V-Bar astrandars sla 1993–1994 2005–2007 3. mynd. Breytingar á fjölda rituhreiðra milli 1993–1994 og 2005–2007 eftir sýslum. – Changes in Kittiwake colonies in Breiðafjörður between 1993–1994 and 2005–2007 accord- ing to districts around the bay. Fj öl di / N um be rs 79 1-4#loka.indd 47 4/14/10 8:49:49 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.