Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 62

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 62
Náttúrufræðingurinn 62 leiddi til þess að í fæðuvefnum þurfti að gera greinarmun á stórvax- inni og smávaxinni átu (7. mynd). Leiddi þetta til vöktunar botnkrabba sem síðar staðfestu að smágerðir botnkrabbar voru ríkjandi í átu- leysisárum.15 Tilgáta Arnþórs um rásaskipti skýrði þó ekki orsakasamhengið. Hvers vegna ættu meginrásir fæðu- vefsins að breytast? Tilgáta um það kom fram á minnisblaði sem Arn- þór lagði fyrir sérfræðinganefnd Mývatnsrannsókna árið 1989. Hún byggðist á því að Tanytarsus-lirfur hefðu áhrif á botngerðina, fyrst til hins betra fyrir mikilvægar átuteg- undir með því að binda setagnir saman og festa botninn. Að nokkr- um mýkynslóðum gengnum yrði botninn óstöðugur og auðrofinn af vindknúnum straumum og bú- seta yrði smávaxnari tegundum hagstæðari. Þessi tilgáta leiddi til tveggja rannsóknaverkefna: Jón S. Ólafsson gerði tilraunir með bind- ingu botnsins fyrir tilverknað Tany- tarsus, og leiddu þær í ljós að lirfurn- ar binda botninn með því að sauma leðjukornin saman með silki og það hefur veruleg áhrif á rofnæmi leðj- unnar.19 Arnþór sjálfur og Sigurður S. Snorrason tóku sér fyrir hendur að rannsaka smádýrasamfélög og þéttleika mýlirfa með tilliti til botn- gerðar.20 Arnþór og Sigurður sýndu að kornastærð leðjunnar breytist þegar þéttleiki mýlirfa er mikill, m.a. vegna þess að saur lirfanna er inni í kítínhjúp og leysist seint upp í vatn- inu. Rannsóknirnar renndu nokkr- um stoðum undir tilgátu Arnþórs. Slæðumý enn Eitt síðasta skrefið sem stigið var í fíngreiningu fæðuvefsins var þegar mönnum varð ljóst að gera þyrfti greinarmun á mýflugunni Tanytar- sus og öðrum mýflugum. Um 2/3 af framleiðslu smádýra í Mývatni verður fyrir atbeina þessarar teg- undar en furðu lítið af því skilar sér áfram til annarra tegunda í efri þrepum fæðuvefsins.21 Rándýr virð- ast sniðganga slæðumýslirfur vegna þess hve vandlega þær eru pakk- aðar inn í leðjuhús sín, en lirfurnar búa svo þétt á vatnsbotninum að þær gætu hugsanlega haft áhrif á sín eigin lífsskilyrði og hag annarra dýra með því að breyta setlaginu. Á tímabili var staðan sú að slæðu- mýsstofninn sveiflaðist öfganna á milli. Erfitt var að skýra sveiflurn- ar með því að stofninn væri étinn upp af rándýrum ofar í fæðuvefn- um. Arnþór var sannfærður um að orsaka sveiflnanna væri að leita neð- ar í fæðuvefnum. Vandinn var bara sá hve erfitt var að koma við mæl- ingum á því sem þar gerðist. Þar skorti nothæfa aðferðafræði, en það vandamál einskorðaðist ekki við Mývatnsrannsóknir, heldur hafði það staðið rannsóknum á neðstu lögum fæðuvefja fyrir þrifum víða um heim – og gerir enn. Ofbeitartilgátan Sú tilgáta kom fram í rannsókna- teyminu að þéttleiki Tanytarsus væri svo mikill á vatnsbotninum að dygði til éta upp alla tiltæka næringu þar, með afdrifaríkum afleiðingum fyrir næstu kynslóð eða kynslóðir, allt eftir því hversu hratt fæðuforðinn endurnýjaðist (9. mynd). Það vafðist hins vegar fyr- ir okkur að mæla fæðuframboð mýlirfa. Efsta leðjulagið hefur enga ákveðna þykkt sem miða mátti við; framleiðsla kísilþörunga á vatns- botninum hlaut að vera vandmæld vegna breytileika frá einum punkti til annars og gæði leðjunnar sem fæðu voru illa skilgreind. Þá kom okkur í hug að láta flugurnar sjálfar segja okkur frá fæðuskilyrðunum. 7. mynd. Ítarlegur fæðuvefur Mývatns sem birtist í skýrslu sérfræðinganefndar um Mývatnsrannsóknir árið 1991 og síðar á öðrum vettvangi árið 2004. – A complex food web of Lake Myvatn published in 1991 and 2004.18 79 1-4#loka.indd 62 4/14/10 8:50:09 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.