Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 60

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 60
Náttúrufræðingurinn 60 lirfum slæðumýsins sérstaklega.10,11 Sú rykmýstegund (Tanytarsus graci- lentus) er ekki öll þar sem hún er séð, eins og síðar verður vikið að (3. mynd). Rétt er að taka fram að þegar við upphaf Mývatnsrann- sóknanna höfðu menn þónokkra þekkingu að styðjast við á fæðukeðj- um stöðuvatna almennt og byggð- ist hún á rannsóknum á ýmsum vötnum og vatnadýrum í öðrum löndum. Árið 1979 birti Arnþór grein í sérstöku Mývatnshefti vist- fræðitímaritsins Oikos þar sem fyrst var gerð alvarleg tilraun til að sýna fæðuvef Mývatns á vísindalegum vettvangi.12 Vöktun átu fugla og silungs Arnþór taldi að með því að fylgj- ast með hinum fjölbreyttu vatna- fuglastofnum Mývatns mætti fá yfirlit yfir ástand vistkerfisins í heild á ódýran hátt. Það dugði þó ekki eitt sér. Til að hægt væri að skilja breytingar á fuglalífinu var bæði nauðsynlegt að kanna vetrar- stöðvar fuglanna, því að breyting- arnar gætu átt sér rætur þar, og fæðu- skilyrði fuglanna í Mývatni sjálfu, því að einhver vissa þurfti að vera fyrir því að stofnbreytingarnar tengd- ust ástandi vatnsins. Fyrra atriðið var athugað með víðtækum merk- ingum en hið síðara með því að setja upp gildrur sem safna í sig fljúgandi mýflugum og öðrum skordýrum (4. mynd). Arnþór hannaði gildrurnar og byggði á reynslu sinni úr rann- sóknum í Þjórsárverum 1971–1973. Gildrurnar reyndust svo vel að þær hafa verið notaðar æ síðan og hafa gefið mikilsverðar upplýsingar um gang vistkerfisins.13,14 Þessu til við- bótar hafa verið hannaðar gildrur til að fylgjast með botnkrabbastofn- um vatnsins.15 Einnig er fylgst náið með hornsílastofninum. Fæðuvefur Mývatns Við skulum nú athuga helstu drætt- ina í fæðuvef Mývatns. Það er ljóst að einföld og klassísk þriggja þrepa fæðukeðja, frá frumframleiðend- um til hrygglausra þörungaæta og þaðan til hryggdýra, dugir ekki (5. mynd a). Frumframleiðendurnir í Mývatni eru aðallega kísilþör- ungar, en þeir eru umluktir skeljum úr gleri og tormeltir. Mýlirfur velja því sjaldnast kísilþörungana beint heldur skófla upp í sig yfirborðs- leðjunni á vatnsbotninum, en u.þ.b. helmingur hennar er rotnandi líf- rænt efni (grot) sem er mestmegnis ættað úr kísilþörungum (5. mynd b). Þá er þess að gæta að í Mývatni og öðrum vötnum eru ýmsar teg- undir hryggleysingja, t.d. vissar mýtegundir, sem nærast á öðrum smádýrum en taka jafnframt eitt- hvað af groti líka. Þegar þessum tveimur milliliðum, groti og hrygg- lausum rándýrum, hefur verið bætt í keðjuna er sannfærandi fæðuvefur farinn að líta dagsins ljós. Eitt mikil- vægt stig vantar þó enn til að fylla heildarmyndina. Það er hornsílið, sem lifir á hrygglausum neytend- um og er sjálft étið af stærri fiskum og öndum (5. mynd c). Sveiflur í fæðukeðjum Nánari rannsóknir á fæðuvefnum leiddu fljótt í ljós breytileika í tíma og rúmi. Í fyrsta lagi sást nokkur munur milli svæða í Mývatni sem endurspeglaði m.a. mismunandi botnlag. Þetta var einkar áberandi þegar fæðuval bleikjunnar var kort- lagt. Eins var mikill munur eftir árs- tíðum. Bleikjan, svo dæmi sé tekið, lifir mest á hornsíli og bobbum á veturna, en mý og krabbadýr eru mest étin á sumrin, krabbadýrin þó einkum er líður á sumarið (6. mynd). En það voru aðrar breytingar sem kölluðu á mun meiri vangaveltur. Vöktun á stofnum ýmissa dýra og fæðuvali þeirra sýndi fram á mikl- ar sveiflur í lífríkinu sem náðu til fæðuvefsins alls. Í nokkur ár ríkti góðæri þar sem átuskilyrði fyrir fugl og fisk voru eins og best verður 4. mynd. Mýgildra á bakka Mývatns. – A window trap for flying insects on the shore of Lake Myvatn. Ljósm./Photo: Árni Einarsson. 79 1-4#loka.indd 60 4/14/10 8:50:02 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.