Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 59

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 59
59 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags er étin af fleiri en einni tegund rándýrs. Mýflugulirfur eru ekki bara étnar af hornsílum heldur líka bleikju og öndum. Einnig er það svo, að hver tegund rándýrs lifir á fleiri en einni tegund bráðar. Bleikjan lifir ekki einvörðungu á mýlirfum heldur einnig á krabba- dýrum, sniglum og hornsílum. Þegar allar fæðukeðjur vatns hafa verið teiknaðar upp kemur fram þéttriðið net af línum og tenging- um – fæðuvefur. Fyrstu myndina af fæðuvef Mývatns teiknaði Arnþór Garðarsson, og birtist hún í bók um votlendi sem Landvernd gaf út árið 1975 og Arnþór sjálfur rit- stýrði. Fæðuvefur Arnþórs er eftir- minnilegur fyrir það hve myndrænn hann er (1. mynd). Arnþór teiknaði annan vef sama eðlis þar sem Laxá var tekin inn í myndina. Sá vefur birtist á prenti árið 2006 en hafði komið fram löngu fyrr á ráðstefnu- spjöldum (2. mynd). Ef allar tengingar vefsins eru teiknaðar inn getur hann orðið býsna þéttriðinn. Og ef allar lín- ur eru dregnar jafngrannar getur vefurinn orðið svo þéttur að upp- lýsingagildi hans rýrnar til muna, því að erfitt verður að greina meg- instoðir vefsins innan um alla flækj- una. Raunin er venjulega sú að aðeins fáar tegundir leika stóru hlut- verkin og eru þannig burðarþættir vefsins. Um þessar tegundir rennur meginhluti orku og næringarefna frá neðstu næringarþrepunum til hinna efstu. Eru þær brautir þá gjarnan sýndar með þykkari línum á mynd- um. Ef sýnt er á magnbundinn hátt hvernig meginferlarnir liggja er frekar talað um fæðunet (e. food net- work) en fæðuvef.3 Venjulega eru sníkjudýr ekki höfð með á fæðuvefsmyndum og niðurbrotsferlar eru sjaldan sýndir. Stundum vilja menn sýna hvernig breytingar á stofni tiltekinnar bráð- ar hefur áhrif á stofn rándýrs ofar í fæðukeðjunni, eða þá öfugt, hvern- ig stofn rándýrs getur haldið stofni bráðar sinnar í skefjum. Þegar slík gagnvirk stofnasamskipti eru til umfjöllunar er talað um fæðuþrepa- tengsl (e. trophic interactions). Rannsóknasaga Magainnihald kannað Allt frá því Arnþór Garðarsson hóf afskipti af Mývatnsrannsóknum hefur verið lögð mikil áhersla á að skoða í meltingarveg dýra til að rekja fæðuvefinn. Arnþór fékk það verkefni árið 1959 að kanna fugla- dauða af völdum netja í Mývatni. Kom sú rannsókn í kjölfar blaða- skrifa um þetta efni sem Bjartmar Guðmundsson, alþingismaður frá Sandi í Aðaldal, var upphafsmaður að. Finnur Guðmundsson fugla- fræðingur fékk Arnþór til að gera úttekt á málinu, en Arnþór var þá 21 árs en vel kunnugur í Mývatns- sveit eftir að hafa verið í sveit í Álftagerði sem ungur drengur. Mikið féll til af dauðum vatnafuglum og Arnþór notaði tækifærið og krufði þá. Gögnin sem söfnuðust reyndust mikilvæg til samanburðar við síðari tíma rannsóknagögn þegar Arnþór tók aftur upp þráðinn árið 1974.4 Eitt af fyrstu verkum Náttúrurann- sóknastöðvarinnar við Mývatn, sem tók til starfa það ár, var að koma á fót eftirliti með lífríkinu. Það kom í hlut Arnþórs, sem þá var stjórnarformaður stöðvarinnar og hugmyndasmiður, að skipuleggja vöktun lífríkisins (orðið vöktun er nú notað, að tillögu Arnþórs, um það sem á ensku er venjulega kall- að monitoring). Stöðin hafði enga fjármuni á þessum árum og setti Arnþór því rannsóknafé sitt við Háskóla Íslands í að þróa vöktunina, en Arnþór varð um þær mundir prófessor í dýrafræði. Kom hann því til leiðar að Veiðimálastofnun hóf að fylgjast með silungsstofn- um vatnsins og var lögð áhersla á að fylgjast vel með magainnihaldi bleikjunnar. Sjálfur fylgdist Arnþór með fæðuskilyrðum og fjölda vatna- fugla. Einnig voru líffræðinemar við Háskólann hvattir til að tak- ast á hendur rannsóknir á öðr- um þáttum fæðuvefsins. Þannig fór að Ásgrímur Guðmundsson tók að sér að kanna fæðuval hornsílisins5 og Jón S. Ólafsson braut fæðuval mýflugulirfanna til mergjar.6 Smærri verkefni lutu að fæðuvali svifdýra,7 holdýra8 og krabbadýrs af ættbálki vatnsflóa (Cladocera), svonefndrar kornátu (Eurycercus lamellatus).9 Síðasta athugunin af þessu tagi var sú er Haraldur R. Ingvason gerði á 3. mynd. Mýlirfur á botni Mývatns. Lengst til hægri eru lirfur slæðumýs (Tanytarsus) í leðjupípum sínum. Rauða lirfan í miðið er toppmý (Chironomus) en lengst til vinstri er vatnsmý, sem er hópur tegunda sem príla gjarnan á gróðri. – Midge larvae at the bottom of Lake Myvatn. Tanytarsus is to the right, Chironomus in the middle and an orthocladiin midge larva to the left. Teikn./Drawing: Árni Einarsson. 79 1-4#loka.indd 59 4/14/10 8:49:59 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.