Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 15
15 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags niður en sveifluvíddin er ekki fasti frekar en hjá rjúpunni. Stofnferlar rjúpu og fálka eru mismunandi að lögun; hjá rjúpu eru toppar hvassir og fækkun strax í kjölfar hámarks en hjá fálka eru toppar flatir og vara í nokkur ár. Eins eru stofnbreytingar fálka hlut- fallslega minni; munur á mesta og minnsta þéttleika óðalsfugla er 1,6-faldur hjá fálka en 5-faldur hjá rjúpu. Krossfylgnigreining á stofn- stærð rjúpu og fálka (óðul í ábúð) sýnir að rjúpnafjöldi ár t0 er í nei- kvæðu sambandi við fálkafjölda 2−4 árum fyrr og jákvæðu sambandi við fálkafjölda 3−4 árum síðar (9. mynd). Með öðrum orðum, ef mikið er af rjúpu hefur fálkastofninn verið lítill 3−4 árum fyrr en rjúpnamergð fylgir stór fálkastofn eftir 3−4 ár. Það eru þessi tengsl milli fálkans og rjúp- unnar, þ.e. að stofnbreytingar séu í takt en með tímahniki, sem eru svo mikilvæg í allri umræðu um hlut- verk fálkans í stofnsveiflu rjúpunnar og líka lengdin á hnikinu. Vistfræð- ingar hafa ýmist kallað þetta stofns- vörun eða fjöldasvörun (e. numerical response). Frjósemi fálkans, hvort heldur mælt er í fjölskyldustærð (r = 0,20, P = 0,327) eða hlutfalli óðalspara sem koma ungum á legg (r = 0,22, P = 0,281), sýndi ekki fylgni við rjúpna- fjölda. Þetta kemur verulega á óvart miðað við vægi rjúpunnar í fæðu fálkans. Fálkar koma upp ungum í öllum árum óháð stofnstærð rjúpu (8. mynd). Þeir verpa snemma og tíðarfar á og fyrir varptíma virð- ist skipta meginmáli um árangur varpsins (óbirt gögn). Hins vegar komast að jafnaði samanlagt fleiri fálkaungar á legg þegar stofninn er stór miðað við þau ár þegar hann er lítill. Sú mynd sem stofnstærð óðals- fálka gefur helst þannig í grófum dráttum þegar við leggjum þá tölu saman við tölu fleygra unga, enda þótt ferillinn fyrir heildarfjölda fálka sé mun óreglulegri þar sem inn á milli eru góð rjúpnaár þar sem lítið kemst upp af fálkaungum (t.d. 1983) og svo léleg rjúpnaár þar sem mikið kemst upp af fálkaungum (t.d. 2003). Krossfylgnigreining á heildarstofn- stærð fálka (óðul í ábúð × 2 + fleygir ungar) og þéttleika rjúpna gefur í megindráttum sömu mynd og fyrir óðalsfálka og rjúpur. Heildarsvörun fálka Heildarsvörun fálka við stofnbreyt- ingum rjúpunnar er margfeldi af atferlissvörun og stofnsvörun. Hægt er að skoða þetta annars vegar sem samtölu drepinna rjúpna og hins vegar drepnar rjúpur sem hlutfall af stofnstærð hennar. Fullorðnar rjúpur drepnar af fálk- um yfir varptímann voru að jafn- aði um 4600, flestar 7200 og fæstar um 2600, um 2,7-faldur munur á lægsta og hæsta gildi. Það er mark- tækt línulegt samband á milli þess- arar stærðar og þéttleika rjúpna sem skýribreytu (10. mynd a). Miðað við línulega líkanið er um 1,9-fald- ur munur á hæsta og lægsta gildi yfir drepnar rjúpur eftir árum. Fyrir fyrstu rjúpnasveifluna (1981−1994) er ferillinn hliðraður fyrir drepnar rjúpur samanborið við þéttleika rjúpna, en það á ekki við um þær tvær sveiflur sem síðan fylgja. Fálkar drápu verulega stóran hluta rjúpnastofnsins á hverjum varptíma. Að meðaltali var þetta hlutfall 19%, lægst 8% og hæst 38% (10. mynd b). Munur á hæsta og lægsta gildi var 4,8-faldur. Af- föll vógu misþungt eftir þéttleika, þyngst þegar stofninn var lítill eða í lágmarki en léttast í hámarks- árum. Umræða Rannsóknir á borð við þær sem hér eru kynntar byggjast á athug- unum án inngripa í atburðarásina og túlkun og greiningu á mögu- legum tengslum þeirra gagnaraða sem aflað er. Slíkar rannsóknir geta ekki á óyggjandi máta skýrt orsaka- samhengi atburðarásarinnar. Til slíks þarf samanburðartilraunir þar sem vísindamaðurinn stjórnar vægi áhrifabreytunnar og skráir viðbrögð kerfisins. Það kerfi sem hér er til umfjöllunar, fálkinn og rjúpan, er þess eðlis að erfitt er að koma við til- raunum. Rjúpan er mjög hreyfanleg og ferðast langt á haustin og hluti fuglanna á fálkarannsóknasvæðinu hefur vetursetu í öðrum landshlut- um4 (óbirt gögn). Einnig er fálka- stofninn í landinu lítill, fálkinn er á Válista21 og nýtur mjög strangrar friðunar. Það væri ekki siðferðilega réttlætanlegt að gera tilraunir þar sem reynt væri að hafa áhrif á stofnstærð fálkans, t.d. með því að útrýma fálkum á ákveðnum svæð- um, fækka þeim verulega á öðrum svæðum og bera saman stofnbreyt- ingar rjúpu á þessum svæðum við samanburðarsvæði þar sem fálkar væru látnir í friði. Þannig að í tilviki fálkans og rjúpunnar eru rannsókn- ir á fylgni ólíkra breyta eini valkost- urinn. Hvernig passar annars sú mynd sem við fáum í þessum rann- sóknum af samskiptum fálka og rjúpu við þá mynd sem fræðimenn hafa dregið upp fyrir hið sérhæfða rándýr sem aflvaka stofnsveiflna? Í fáum orðum sagt sýna gögnin að fálkinn passar ágætlega í þetta hlut- verk. Hann er sérhæfður ránfugl, 9. mynd. Krossfylgni á gagnaröðum um þéttleika rjúpna og fjölda fálkaóðala í ábúð á Norðausturlandi 1981−2007. Gagnaröð- inni fyrir rjúpu er hnikað. − Cross-corre- lation of occupied Gyrfalcon territories lagged by Rock Ptarmigan density, north- east Iceland 1981−2007. -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 Fyglni − Correlation 15 12 9 6 3 0 -3 -6 -9 -12 -15 H ni k − La g Fylgni − orr l ti 79 1-4#loka.indd 15 4/14/10 8:48:21 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.