Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 117

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 117
117 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags ið með rakvélarblaði má sjá að undir stútnum er mikil hvelfing með hvítu efni, en þunnir veggir skjóðunnar eru dökkbrúnir. Sjálf skjóðan er um 0,4 mm í þvermál. Ef innihald henn- ar er skoðað í smásjá sést að það samanstendur af mörgum, löngum öskum með 8 aflöngum, oddbaug- óttum gróum. Askarnir þurfa að teygja sig upp í munna skjóðunn- ar til að geta skotið gróunum upp í loftið. Niðri í skjóðunni eru þeir umkringdir grönnum stoðþráðum. Svarðskjóðan var fyrst greind hér á landi úr sýni frá Öxnadalsheiði, sem Sigurður H. Magnússon sendi til greiningar vegna rannsókna á framvindu gróðurs í vegsáningum. Síðar hefur hún fundist á nokkrum stöðum á miðhálendinu, Hofsafrétti, í Þjórsárverum, Kerlingarfjöllum og á Mývatnsheiði og einnig á nokkr- um stöðum á Austurlandi. Nafnið svarðskjóða er valið vegna þess að fléttan er grafin niður í svörðinn og sést lítt frá yfirborðinu. Eftirmáli Hér látum við staðar numið, enda hefur verið fjallað um margar þeirra hrúðurfléttna sem einkennandi eru fyrir rústasvæði hálendisins. Nánast það eina sem er þeim sameiginlegt er að þær eru fremur lítið áberandi, en algengar á rústum hálendisins. Mun meira áberandi eru ýmsar runn- og blaðfléttur, eins og hrein- dýrakrókar, engjaskófir, skollakræða og fjallagrös sem hér hefur ekk- ert verið minnst á. Sumar tegund- anna eru algengar um allt land, en aðrar eru meira á hálendinu og til fjalla. Nokkrar eru fremur sjaldgæf- ar, jafnvel á heimsmælikvarða. Þar á meðal eru freðsnepja og lappamerla og síðast en ekki síst svarðskjóðan. Hún gæti þó hugsanlega virst svona sjaldgæf vegna þess hversu vel hún dylst og fáir koma auga á hana. Flestar þessar fléttur eru þó á víð og dreif um norðurhjarann og sumar algengar, jafnvel suður um álfur. Alþekkt er að fléttur vaxa að jafn- aði ekki í votlendi. Það er fyrst eftir að rústirnar lyfta mosanum upp úr flóanum að fléttur nema þar land. Því er ljóst að ef rústirnar falla vegna hlýnandi loftslags, þá minnk- ar vaxtarsvæði þessara skófa sem því svarar. Ekki er þó hætta á að þær hverfi vegna þess, því þær munu hafa athvarf á þurrari svæðum há- lendisins þótt rústirnar falli, ýmist í mosa eða á blásnum hnjóskum. Ef landfræðilegt útbreiðslumynst- ur fléttna (eða sveppa) er borið sam- an við útbreiðslumynstur háplantna, kemur í ljós að fléttur hafa miklu dreifðari útbreiðslumynstur og hafa minni tilhneigingu til að hafa þrönga og takmarkaða útbreiðslu. Þetta gæti að hluta skýrst af því að gró og hraufukorn fléttnanna eru miklu léttari og berast auðveldar um en fræ háplantnanna. Örfáar undantekningar eru þó á þessu, t.d. snæþemba (Brodoa oroarctica), sem hefur mjög takmarkaða útbreiðslu á Jökuldalsheiði, Fljótsdalsheiði og umhverfis Snæfell, og mývatns- grösin (Flavocetraria cucullata), sem eru algeng í Mývatnssveit en utan hennar aðeins sjaldgæf í innsveitum Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Land- rænt og hafrænt loftslag hefur hins vegar mikil áhrif á útbreiðslu all- margra tegunda. En vonandi á þetta greinarkorn eftir að vekja áhuga einhverra og sýna fram á að jafnvel hinar smæstu fléttur eru fagrar lífverur sem vert er að skoða undir stækkunargleri eða víðsjá, en aðeins þannig njóta menn náttúrunnar til fulls. 14. mynd. Þal svarðskjóðunnar (Throm- bium epigeum) er afar litsnautt, nánast samlitt sinunni og jarðveginum sem hún vex á. Askhirslur hennar eru skjóður, niður- grafnar í þalið að mestu og aðeins svartur munninn sjáanlegur frá yfirborðinu. Heim ild ir Grønlund, C. 1970. Bidrag til Oplysning om Islands Flora 1. Laver. 1. Botanisk Tidsskrift 4. 147–172. Grønlund, C. 1885. Afsluttende Bidrag til Oplysning om Islands Flora 2. (Musci, Hepaticae, Lichenes). Botanisk Tidsskrift 14. 1–59. Grønlund, C. 1895. Tillæg til Islands Kryptogamflora indeholdende 3. Lichenes, Hepatica og Musci. Botanisk Tidsskrift 20. 90–115. Deichmann-Brandt, J.S. 1903. Lichenes Islandiae. Botanisk Tidsskrift 4. 25. 197–220. Galløe, O. 1920. The Lichen Flora and Lichen Vegetation of Iceland. 5. Botany of Iceland, vol. II. 103–247. Lynge, B. 1940. Lichens from Iceland. I. Macrolichens. Skrifter utgitt av Det 6. Norske Videnskaps-Akademi i Oslo. I. Mat.-Naturv. Klasse no. 7, Oslo. Degelius, G. 1954. The lichen genus Collema in Europe. Morphology, 7. taxonomy, ecology. Symb. Bot. Upsal. 13(2). 3–499. Hörður Kristinsson & Starri Heiðmarsson 2006. Skrá yfir fléttur á 8. Íslandi. http://www.floraislands.is/fletlist.htm Hörður Kristinsson 1974. The vegetation of Þjórsárver, Central Iceland. 9. I. The lichens. Acta Botanica Islandica 3. 21–35. Hörður Kristinsson 1972. Additions to the lichen flora of Iceland I. Acta 10. Botanica Islandica 1. 43–50. Hörður Kristinsson & Helgi Hallgrímsson 1977. Náttúruverndarkönn-11. un á virkjunarsvæði Blöndu. Orkustofnun, Raforkudeild 7713. 140 bls. Sigurður H. Magnússon, Erling Ólafsson, Guðmundur A. Guðmunds-12. son, Guðmundur Guðjónsson, Kristbjörn Egilsson, Hörður Kristinsson & Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2001. Kárahnjúkavirkjun. Áhrif Hálslóns á gróður, smádýr og fugla. Náttúrufræðistofnun Íslands NÍ-01004. 19 bls. Kershaw, K.A. 1962. Lichens from Landmannahellir, Iceland. The 13. Lichenologist 2. 67–75. Um höfundinn Hörður Kristinsson (f. 1937) lauk dr.rer.nat.-prófi í grasa- fræði frá háskólanum í Göttingen í Vestur-Þýskalandi 1966. Hann starfaði við Duke-háskóla í Bandaríkjunum 1967–1970, var sérfræðingur við Náttúrugripasafnið á Akureyri 1970–1977, stundakennari við Háskóla Íslands frá 1971 og prófessor í grasafræði við sama skóla 1977– 1987, forstöðumaður Náttúrufræðistofnunar Norðurlands, síðar Akureyrarseturs Náttúrufræðistofnunar Íslands 1987–1999. Hann starfaði sem sérfræðingur í grasafræði á Náttúrufræðistofnun Íslands frá 1993–2007 þegar hann fór á eftirlaun. Póst- og netfang höfundar Hörður Kristinsson Arnarhóli Eyjafjarðarsveit IS-601 Akureyri. hkris@nett.is 79 1-4#loka.indd 117 4/14/10 8:52:11 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.