Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 83
83
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
sér stöðu vaðfugla í vistkerfi lands
á Íslandi. Vistkerfi og fæðuvefir eru
afar flókin og síbreytileg kerfi, og
tengsl þátta, bæði innan og milli
þrepa, verða seint skýrð til fulls. Þó
eru ýmis grunnmynstur sem aug-
ljóslega skipta máli og geta veitt
stuðning við skoðun og greiningu
tengsla. Á einföldu líkani af land-
vistkerfi Íslands (6. mynd) má gera
ráð fyrir að ólífrænir þættir, jarð-
fræði og veðurfar hafi mótandi áhrif
og stjórni rennsli vatns og frjósemi
jarðvegs. Samspil jarðvegseiginleika
og vatnafars ræður mestu um gróð-
urfar.48 Smádýralíf byggist á sömu
eiginleikum auk áhrifa gróðurs, sem
verka í gegnum þrívíddarbyggingu
gróðursins og lífrænar leifar.42 Fugl-
ar fylgja þannig grunnþáttum jarðar
og veðurfars sem birtast í byggingu
búsvæða og fæðuframboði. Vað-
fuglar eru ríkjandi hópur fugla
í vistkerfi lands á Íslandi. Aðra
mófugla mætti nefna, svo sem þúfu-
tittling (Anthus pratensis) og rjúpu
(Lagopus muta), en sem hópur hafa
vaðfuglar algera sérstöðu á Íslandi
sökum fjölda og mikils lífmassa.7
Vaðfuglar eru því líklega einhverjir
bestu mælikvarðarnir á ástand og
heilbrigði vistkerfa á landi, eink-
um vegna þess að þeir eru einna
efst í fæðukeðju landvistkerfis hér
á landi og mjög algengir. Að auki
eru þeir hreyfanlegir og viðgangur
vaðfuglastofna gefur því víðtæk-
ari vísbendingar um ástand lands
en framvinda staðbundnari lífvera.
Votlendi er samhangandi kerfi af
blettum og rásum með sameiginlega
virkni og vistkerfi.49 Þetta kerfi er
svo samofið blettum af öðru tagi,
t.d. ræktarlandi og graslendi, sem
sumir hverjir eru einnig afar mik-
ilvægir fyrir ýmsar lífverur og eru
notaðir samhliða votlendinu. Þrátt
fyrir þetta felst votlendisvernd eink-
um í því að vernda einstaka bletti af
votlendi án tillits til tengsla og heild-
stæðni kerfa.30 Vaðfuglar eru mik-
ilvægir í landvistkerfum og flytja t.d.
bæði hryggleysingja og fræ plantna
milli frá einu votlendi til annars.50,51
Þá geta vaðfuglar, sem oft eru marg-
ir saman, haft veruleg staðbundin
áhrif á fæðustofna sína.52 Aukinn
skilningur á ferðum vaðfugla og
nýtingu þeirra á mismunandi blett-
um í mósaík íslenskra búsvæða
hefði mikið gildi fyrir þekkingu á
samhengi landslags og skilning á
hvernig best verður unnið að við-
haldi líffræðilegrar fjölbreytni.
Landnotkun hefur og mun hafa
gríðarleg áhrif á landvistkerfi og
er lykilþáttur (6. mynd). Landnotk-
un hefur mikil áhrif á jarðveg, t.d.
vegna áburðargjafar og umsetn-
ingar næringarefna í gegnum beit.
Þá hefur landnotkun bein áhrif á
gróðurfar, yfirleitt með þeim hætti
að breyta blettóttu landi í einsleita
ræktun, t.d. tún eða skóg. Beit hefur
talsverð áhrif á fugla, ekki aðeins
með því að breyta byggingu bú-
svæða heldur einnig vegna áhrifa
hennar á fæðuframboð.53 Beit get-
ur haft bæði neikvæð og jákvæð
áhrif og reyndar er beit bæði villtra
dýra og búsmala víðast forsenda
fyrir því að gróðurfar haldist á
hentugu framvindustigi fyrir vað-
fugla.54 Bein áhrif landnotkunar
á fugla eru einnig vel þekkt, t.d.
vegna þeirrar truflunar sem hún
getur valdið stofnum.55 Af þessu
má sjá að framtíð líffræðilegrar fjöl-
breytni á Íslandi er nátengd nátt-
úrlegum ferlum og samspili þeirra
við landnotkun. Það ástand sem
nú ríkir er að talsverðu leyti mótað
af búsetu manna og með auknum
þéttleika og umsvifum hafa menn
sífellt meiri áhrif. Að framan feng-
ust vísbendingar um að skörun líf-
fræðilegrar fjölbreytni á efri stigum
og landnotkunar sé líklega mun
meiri en búast mætti við ef fuglar
og landnýting væru jafndreifð. Þétt-
leiki og fjölbreytni mófugla voru
mest í frjósömum landbúnaðar-
héruðum sunnanlands og norðan.
Þetta er væntanlega vegna þess að
ræktunarskilyrði eru hvað best á
sömu stöðum og fjölbreytni í gróðri
og dýralífi er einna mest. Einnig er
6. mynd. Einfalt líkan af vistkerfi Íslands: samspil eðlisþátta, gróðurs, dýralífs og landnotk-
unar. Grunninn að frjósemi landsins og mósaík búsvæða mynda eðlisþættir jarðar og veður-
far. Eiginleikar jarðar móta landslagið ásamt veðurfari (veðrun vatns, vinds og jökla) og hafa
einnig mest að segja um magn og dreifingu áfoks og efnasamsetningu jarðvegs. Auk mót-
unar landslags ræður veðurfar miklu um magn og dreifingu vatns. Auk áhrifa jarðrænna
þátta, ræðst frjósemi jarðvegs mikið af vatnafari. Samspil frjósemi og vatnsbúskapar ræður
svo einna mestu um gróðurfar – mósaík og tegundasamsetningu. Gróður stendur undir
smádýralífi bæði sem lífrænar leifar og með því að móta þrívídd búsvæða. Frjósemi jarðvegs,
t.d. sýrustig og magn uppleystra næringarefna, hefur einnig bein áhrif á smádýr. Þá hefur
jarðraki áhrif á magn og samsetningu smádýrafánunnar. Fjöldi og dreifing fugla ræðst svo
af fæðuframboði og gróðurfari. Landnotkun hefur einkum bein áhrif á frjósemi jarðvegs
(t.d. með áburðargjöf tengdri landbúnaði), gróðurfar (ræktun) og fugla (t.d. truflun). –
Schematic diagram of the (Icelandic) terrestrial ecosystem.
79 1-4#loka.indd 83 4/14/10 8:50:50 PM