Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 20
Náttúrufræðingurinn 20 Hér er rétt að geta þess að fjöl- margar tegundir í íslenskum fjörum eru enn óþekktar. Þetta eru að sjálf- sögðu fyrst og fremst smávaxnar lífverur. Sem dæmi má nefna að í rækilegri úttekt sem gerð var á botnlægum krabbaflóm (Copepoda: Harpacticoida) á einni þörungateg- und, fjörugrösum (Chondrus crispus), í fjörupolli á Snoppu, Seltjarnarnesi, fundust yfir 70 tegundir6 og hafði yfir þriðjungur þerra ekki fundist áður á landinu (María Björk Stein- arsdóttir, munnl. uppl.). Allnokkrar tegundir virtust raunar nýjar fyrir vísindin, og hefur tveimur slíkum tegundum þegar verið lýst úr polli þessum.7 Ólíklegt er þó að um raun- verulegar einlendar („endemískar“) tegundir sé að ræða, en þær hafa einfaldlega ekki ennþá fundist ann- ars staðar. Það er víðar en á Íslandi sem skortur er á ítarlegum upplýs- ingum um fjörur. Þegar íslenskar fjörur eiga í hlut byggist sérstaða þeirra ekki síst á því að landið er eyja og langt til næstu fjara; t.d. eru um 400 km til Færeyja, 800–950 km til Skotlands og Noregs. Núorðið eru flestir jarðfræðingar á því að nær samfelldur jökulskjöldur hafi legið yfir landinu og náð langt á sjó út á síðasta jökulkuldaskeiði.8,9 Á því tímaskeiði hafa fjörulífverur ekki getað þrifist hér og eru þær því að líkindum allar komnar hing- að á síðustu 13–15 þúsund árum eða svo. Staðhæfingar um að íslaus strandsvæði hafi verið til staðar á Íslandi á síðasta jökulkuldaskeiði, byggðar á DNA-raðgreiningu nokk- urra tegunda, eru afar veikburða og umdeildar10,11 og fá raunar vart stað- ist.12 DNA-rannsóknir hafa engu að síður leitt í ljós að nokkrar íslenskar fjörutegundir eru að einhverju leyti frábrugðnar stofnum þessara teg- unda annars staðar.11,13,14,15,16 Líkleg- asta skýringin á þessu er sú að hér sé um landnemaáhrif (e. founder effect) að ræða, þ.e. aðeins örfáir ein- staklingar af þessum tegundum hafa náð fótfestu hér í upphafi og þá ekki endilega handahófsúrtak af móður- tegundinni eða móðurstofninum. Þessu til viðbótar má svo nefna genaflökt (tilviljunarkenndar breyt- ingar á tíðni gena) í þessum smáu landnámsstofnum. Upprunasvæði nær allra þeirra tegunda sem kann- aðar hafa verið er Evrópa (Skotland, Noregur), þótt einhverjar vísbend- ingar (umdeilanlegar þó) séu um að stöku tegundir séu skyldari amerísk- um en evrópskum stofnum.11 Hér er rétt að hafa í huga að vegalengdir milli Íslands og svæða vestanhafs, með sambærileg skilyrði fyrir fjöru- lífverur, eru býsna miklar (>1.600 km). Fæstar ef nokkrar fjörutegund- ir hefðu tök á því að ferðast á eigin spýtur þótt ekki væri nema 400 km. Þetta á jafnt við þörunga og hreyfan- leg dýr sem tímgast með sviflirfum (t.d. kræklinga, hrúðurkarla) eða án (t.d. marflær og þanglýs). Á okkar breiddargráðum eru sviflirfur fjöru- dýra svo skammlífar að þær myndu ekki lifa það af að láta berast með straumum fleiri hundruð kílómetra. Það er því áleitin spurning hvernig fjörutegundir hafa borist hingað. Helstu leiðir sem til greina koma eru (1) með fuglum, annaðhvort á fótum þeirra eða í fiðri, stöku tegundir gætu jafnvel farið í gegn- um meltingarveg fugla óskaddaðar (þótt ekki sé mér kunnugt um að það hafi verið staðfest fyrir nokkra fjörudýrategund); (2) með reköldum, t.d. rekaviði eða flotþangi; eða (3) með mönnum. Af þessum leiðum virðist dreifing með flotþangi einna líklegust. Á flotþangi (þangi sem slitnað hefur upp úr fjöru) finnst oft urmull fjörudýra, og það fleiri tugi kílómetra frá næstu fjörum.17 Upp- lýsingar um dýralíf á flotþangi (sem virðist þrífast vel á floti) úti á regin- hafi (t.d. á milli Noregs og Íslands) skortir þó enn. Hugsanlegt er einnig að á síðari tímum hafi kyrrsætnar tegundir borist hingað með fljótandi plasti.18 Tegundir sem hafa borist hingað með mönnum eru eflaust allnokkrar. Líklegt er að nokkrar áberandi tegundir sem birtast hér við land nokkuð skyndilega séu þannig tilkomnar. Má nefna sand- skel (Mya arenaria)19,20 (1. mynd), hjartaskel (Cerastoderma edule)21 (2. mynd), fitjafló (Orchestia gammarel- lus)22 (3. mynd) og sandrækju (Cran- gon crangon)23 (4. mynd). Einnig er líklegt að flokka megi sagþang (Fucus serratus) hér,24 samanber að neðan, og hugsanlega fleiri þörunga. Sumar þessara tegunda hafa nú tals- verða útbreiðslu, jafnvel um mestallt 2. mynd. Hjartaskel Cerastoderma edule, sennilega nýlegur landnemi. Þvermál skálar um 25 cm. – Common cockle Cerastoderma edule, probably newly introduced. Ljósm./ Photo: Agnar Ingólfsson. 1. mynd. Sandskel Mya arenaria, senni- lega nýlegur landnemi. – Sand gaper Mya arenaria, probably newly introduced. Ljósm./Photo: Agnar Ingólfsson. 3. mynd. Fitjafló Orchestia gammarellus, sennilega nýlegur landnemi á Suðvestur- landi en á sér lengri sögu við heitar upp- sprettur á norðvestanverðu landinu. Dýrið er um 15 mm á lengd, fálmarar ekki taldir með. – The beachflea Orchestia gamma- rellus, probably newly introduced to south- western Iceland, but has a longer history at warm springs in the intertidal in the northwest. Ljósm./Photo: Gunnar Þór Hallgrímsson. 79 1-4#loka.indd 20 4/14/10 8:48:30 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.