Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 31
31 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Stofnun Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) Síðustu helgi júnímánaðar 1969 boð- aði Náttúrugripasafnið á Akureyri til tveggja daga ráðstefnu um nátt- úruvernd á Laugum í Reykjadal með því markmiði að stofna til formlegra náttúruverndarsamtaka. Sérstök til- viljun réð því að hún varð fjölsótt. Svo var mál með vexti að sama dag og ráðstefnan hófst boðaði stjórn Laxárvirkjunar til kynningarfund- ar á Breiðumýri – sem er steinsnar frá Laugum – þar sem í fyrsta sinn var skýrt opinberlega frá fyrirætl- unum hennar um ‚Gljúfurversvirkj- un‘ Laxár við Brúar í Aðaldal, með tilheyrandi stíflugerð og stóru miðl- unarlóni í Laxárdal. Hófst sá fundur kl. 10 árdegis og fjölmenntu bændur úr nágrenninu á hann. Var þar heitt í kolunum, sem vænta mátti, og langt frá því að allir hefðu talað út þegar fundi var slitið um miðjan dag. Fór þá margt fundarmanna beint á ráð- stefnuna og héldu umræður um þetta efni þar áfram langt fram á kvöld, þó að það væri raunar ekki á dagskránni enda ekki komið í hámæli á þessum tíma. Laugaráðstefnan samþykkti einróma að stofna til formlegs fé- lagsskapar, sem hlaut nafnið Sam- tök um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN). Kosin var þriggja manna bráðabirgðastjórn, skipuð Hirti E. Þórarinssyni bónda á Tjörn í Svarf- aðardal, Jóhanni Skaptasyni sýslu- manni á Húsavík og greinarhöfundi, sem falið var að semja lagafrumvarp, undirbúa stofnfund á næsta ári og efna til kynningarfundar í vestur- hluta fjórðungsins. Sá fundur var haldinn í Húnaveri 30. ágúst. Á Laugaráðstefnunni var sam- þykkt krafa um frestun framkvæmda við Gljúfurversvirkjun Laxár „þar til fyrir liggur nákvæm rannsókn á gróðri og dýralífi þessara vatna- sviða og hver áhrif slík röskun sem þar er fyrirhuguð hafi á lífríki þeirra“. Til að fylgja henni eftir sendi stjórn samtakanna frá sér ýtarlega greinargerð um Laxármálið í október 1969. Þar er því slegið föstu „að Laxá í Þingeyjarsýslu sé með allra mestu gersemum íslenzkrar náttúru. Það væri því óbætanlegt glapræði ef henni, eða næsta umhverfi henn- ar, yrði spillt á einhvern hátt. Sama gildir og að sjálfsögðu um Mývatn og umhverfi þess.“ Bent er á hið mikla og margvíslega gildi árinnar og þá áhættu sem tekin yrði með stórri virkjun og tilheyrandi miðl- unarlóni í Laxárdal og kröfur um líf- fræðirannsóknir ítrekaðar. Ályktanir SUNN voru stefnumarkandi fyrir framhald málsins. Hinir raunveru- legu baráttumenn voru þó bænd- ur á bökkum Laxár og Mývatns, undir skeleggri forystu Hermóðs Guðmundssonar í Árnesi, og fyr- ir einarðan atbeina þeirra vannst að lokum sigur í þessu máli árið 1973. Á hinn bóginn fengu samtök- in þarna starfsreynslu og stóðust sitt fyrsta próf. (Um Laxármálið er ýtarlega fjallað í bók Sigurðar Giz- urarsonar: Laxárdeilan,10 en hann var lögmaður landeigenda í málinu.) Ávarp í tilefni af Evrópska nátt- úruverndarárinu 1970 var samið af stjórn SUNN í byrjun árs, birt í blöðum og sérprentað.11 Það var eins konar stefnuskrá fyrir samtökin. Þar segir m.a. í 1. grein: Náttúruvernd miðar fyrst og fremst að varðveislu hinna lífrænu auð- linda náttúrunnar og skynsamlegri og hóflegri nýtingu þeirra. […] Náttúruvernd er mótfallin rányrkju í hvaða mynd sem hún birtist og vill leitast við að endurskapa þau verð- mæti sem farið hafa forgörðum vegna óhyggilegrar notkunar. Til- vera lífsins á jörðinni er undir því komin að þetta heppnist. Endanlegur stofnfundur samtak- anna var haldinn í Menntaskól- anum á Akureyri 20.–21. júní 1970. Þar voru samþykkt lög og kosin ný stjórn. Hana skipuðu Haukur Hafstað, Vík, Skagafirði, Hjörtur E. Þórarinsson, Sigurður Jónsson, Ystafelli og undirritaður sem var formaður. Þessi stjórn sat óbreytt til 1976, er Haukur gekk úr henni og Bjarni E. Guðleifsson, Möðruvöllum, kom í hans stað. Á fundinum var einnig kosið í fulltrúaráð samtak- anna, sem skipað var þremur fulltrú- um úr hverju hinna sex norðlensku héraða eða sýslna. Aðalfund skyldi halda annað hvert ár en hitt árið fulltrúafund. Fulltrúaráðið reyndist lítt starfhæft og var lagt niður með lagabreytingu 1978. Á stofnfundinum á Akureyri voru ‚vatnamálin‘ enn til umræðu í víðu samhengi, en þar er átt við þær hug- myndir verkfræðinga Orkustofn- unar sem voru á döfinni um þessar mundir, að veita mestum hluta þess jökulvatns sem fellur til Norðurlands, annaðhvort suður í Þjórsá eða austur í Fljótsdal, þar sem þeir töldu það nýtast betur til raforkuframleiðslu. Fundurinn varaði eindregið við 1. mynd. Frá setningu ráðstefnu um náttúruvernd í Laugaskóla, Suður-Þingeyjarsýslu, þann 28. júní 1969. Höfundur í ræðustól. Ljósm.: óþekktur. 79 1-4#loka.indd 31 4/14/10 8:48:56 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.