Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 32
Náttúrufræðingurinn 32 þessum tillögum, sem myndu leiða til mikils ófriðar í landinu ef fram- kvæmdar yrðu. Þá var því lýst yfir „að ekki skuli leyfa frekari virkjanir í Laxá, nema rennslisvirkjun, innan þeirra marka sem lög heimila“. Árið 1980 var haldið upp á 10 ára afmæli SUNN með fjölsóttu sam- sæti í tengslum við aðalfund á Akur- eyri og gefinn út afmælisbæklingur með ágripi af sögu félagsins. Þar tilkynnti greinarhöfundur afsögn sína og gekk úr stjórn. Bjarni E. Guðleifsson var þá kosinn formaður og gegndi þeirri stöðu til 1984, er Árni Steinar Jóhannsson tók við henni. Um 1980 voru skráðir félagar í SUNN um 200 en auk þess um 20 stofnanir, sveitar- og sýslufélög sem styrktaraðilar. Starfsemi SUNN Aðalfundir voru haldnir annað hvert ár, til skiptis í hinum ýmsu héruðum, og var reynt að gera þá vel úr garði. Þeir stóðu tvo daga og voru tileinkaðir sérstökum flokki málefna, svo sem vatnavernd (1970), jarðvegsvernd (1972), virkjunarmál- um (1974), votlendisvernd (1976) og umhverfiskynningu (1978). Í tengslum við fundina voru haldnar kvöldvökur með efni frá heima- mönnum og farnar skoðunarferðir um nágrennið. Aðalfundir voru vel sóttir og þess voru dæmi að um 100 manns mættu á kvöldvökur. Sam- tökin gáfu út árlegt fréttabréf, fjölrit- að, sem einnig var notað til að kynna ýmis málefni. Náttúruverndarsýning frá 1969 var aukin og endurbætt og útbúin sem farandsýning. Þar voru annars vegar tekin fyrir hin ýmsu héruð með kortum og myndum og merkt inn æskileg friðlönd, og hins vegar almenn umhverfismál, s.s. gróður- eyðing, skólp- og sorpmál, virkjanir og verksmiðjur í fjórðungnum. Síðar var bætt við spjöldum um vatna- líf, sjávarlíf og jarðvegslíf. Sýningin var sett upp á aðalfundum, en einn- ig í Náttúrugripasafninu á Akur- eyri, Blönduósi, Dalvík, Húsavík og Sauðárkróki og opnuð með viðhöfn og fræðsluerindum á hverjum stað. Auk þess var hún lánuð í nokkra skóla. Árið 1978 var sérsýning um náttúru og minjar í Aðaldal sett upp á aðalfundi í Hafralækjarskóla (síðan gefin skólanum) og 1982 var útbúin sérstök sýning um náttúru- vernd á Akureyri, sem var fyrst sýnd í Menntaskólanum í tengslum við aðalfund 23.–24. ágúst og síðan í fleiri skólum þar. Friðlýsingar: Um 1970 hafði eng- inn staður eða svæði á Norðurlandi verið friðlýst skv. lögum. Samtökin settu þegar í upphafi fram tillögur um friðlýsingu eins svæðis í hverju aðalhéraði Norðurlands, og höfðu fjögur þeirra verið friðlýst árið 1980. Sérstök áhersla var lögð á friðun vatna og votlendis. Votlendi í Svarf- aðardal utanverðum var friðlýst 1972 og nefnt Friðland Svarfdæla, mest fyrir forgöngu Hjartar bónda á Tjörn. Var það lengi síðan skoðað sem fyrirmynd votlendisverndar á Íslandi. Miklavatn á Vestur-Eylendi í Skagafirði, með tilheyrandi votlendi, var friðlýst 1976 fyrir tilstuðlan Hauks Hafstað bónda í Vík og Vest- mannsvatn og umhverfi í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu sama ár. Á öllum þessum svæðum voru margir landeigendur sem þurfti að ná sam- komulagi við. Að tilhlutan Nátt- úruverndarráðs voru Jökulsárgljúfur í Öxarfirði, vestan ár, friðlýst sem þjóðgarður 1973–1974, Herðubreið- arlindir sem friðland 1974 og Askja sem náttúruvætti 1978. Könnun og skráning náttúru- minja: Samtökin settu sér það mark- mið að skrásetja staði og svæði í fjórð- ungnum sem sérstök ástæða þætti til að vernda. Fyrstu drög að nátt- úruminjaskrá Norðurlands voru tekin saman veturinn 1971–1972. Ljóst var að ekki myndi nást til allra staða sem skrásetja þyrfti nema kanna landið sérstaklega í því skyni. Hófst sú könnun sumarið 1973 með því að formaður ferðaðist um Norðurland vestra, með styrk frá Náttúruvernd- arráði. Þá voru skráðir um 120 staðir og svæði í þessum landshluta. Var útdráttur úr skránni fjölritaður undir heitinu Náttúruminjaskrá Norðurlands vestra. Unnið var að samsvarandi skrám í Eyjafirði og Suður-Þing- eyjarsýslu á næstu árum. Við mat á verndargildi staða og svæða var einkum tekið mið af landslagi, þ.e. sérstöðu þess, fjölbreytni og fegurð. Einnig var tekið tillit til jarðsögu og lífríkis; t.d. voru flest meiri háttar vötn og votlendi skráð. Hliðsjón var höfð af samsvarandi könnunum erlendis, einkum í Svíþjóð. Árið 1974 var formaður SUNN fenginn til að kanna náttúrufar Jök- ulsárgljúfra, að frumkvæði Náttúru- verndarráðs, og skilaði hann skýrslu um það sama ár: Jökulsárgljúfur. Drög að lýsingu lands og lífs.12 Árin 1975–1978 vann hann við samsvar- andi könnun í Mývatnssveit, sem Náttúruverndarráð styrkti, og rit- aði nokkrar skýrslur um það efni, m.a. Náttúruminjar í Mývatnssveit,13 Norðuröræfi (43 bls.), Reykjahíð/Vog- ar (46 bls.) og Skútustaðir (15 bls.). Arnþór Garðarsson sat í ráðinu á þessum tíma og þá sem oftar áttum við ágætt samstarf. Náttúruminjalýs- ingu Eyjafjarðarsýslu var lokið 1985 og er það stærsta og ýtarlegasta skráin.14 Vesturhluti Suður-Þingeyj- arsýslu var skráður 1986 (um 80 bls.) og Náttúruminjaskrá Skagafjarðar var lokið 1987 (55 bls.). Loks má nefna sérstaka skrá yfir þekkta jarðhitastaði á Norðurlandi (35 bls.), sem samin var 1977 fyrir Náttúruverndarráð. Engin þessara skráa, nema yfirlit- ið um Mývatnssveit, var gefin út í fjölritum eða á prenti. Ástæða þess var einkum sú að fyrirhugað var að endurbæta þær á næstu árum, en lítið varð úr þeim áformum. Þær hafa því að mestu fallið í gleymsku. Handrit þeirra eru geymd í Akur- eyrarsetri Náttúrufræðistofnunar Íslands og hjá greinarhöfundi, sem hefur endurritað sumar þeirra á 79 1-4#loka.indd 32 4/14/10 8:48:58 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.