Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 96

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 96
Náttúrufræðingurinn 96 Á síðustu áratugum hafa vís- indamenn víða um heim tekið við sér og gert fjölda rannsókna til að kanna hvort eitthvað sé raunveru- lega hæft í því sem rakið er hér að ofan, því sem gjarnan hefur verið nefnt sveitarómantík. Ekki hefur staðið á niðurstöðum sem gefa mjög sterka vísbendingu um að margvíslegt samneyti fólks við náttúruna hafi sterk jákvæð áhrif á það. Hins vegar hefur vaf- ist fyrir vísindamönnum að finna viðhlítandi skýringar á því hvers vegna náttúran hefur svo góð áhrif á mannfólkið sem raun ber vitni. Nokkrar kenningar hafa þó skotið upp kollinum og þær tvær sem flest- ir vísindamenn hafa hallast að eru sálþróunarkenning Rogers Ulrich3 og kenning hjónanna Stephens og Rachel Kaplan um tengsl athygli og endurheimtar (e. Attention Restora- tion Theory).4,5 Náttúrufólk Maðurinn er hluti náttúrunnar, afsprengi þróunar í milljónir ára. Sérkennilegt er hve fólki hættir til að gleyma því, jafnvel afneita, að við tilheyrum flokki dýra, spen- dýra, og að forverar mannsins voru lengst af dýr og síðan náttúru- fólk. Nú býr meirihluti mannkyns í borgum en búseta tegundarinnar í slíku umhverfi hefur aðeins varað örskotsstund í samanburði við þann óratíma sem náttúruöflin mótuðu dýrið í mann. Lífið hefur verið að þróast á jörð- inni í um 4 600 milljónir ára. Fyrir um 65 milljónum ára fór spendýr- um að fjölga. Síðan hafa þau verið áberandi en tími þeirra er aðeins rúmlega einn hundraðshluti af lífs- sögu Jarðar. Einn ættbálkur spen- dýra er mannapar (prímatar) og voru þeir komnir vel á legg fyrir um 30 milljónum ára. Fyrir fjórum til fimm milljónum ára voru einhverjir þeirra farnir að ganga á tveim fót- um, frummenn voru komnir fram á sjónarsviðið.6 Lífverur urðu að aðlagast sí- breytilegri náttúru, ísöldum og hlý- skeiðum, og tegundir komu og fóru. Okkar tegund birtist fyrir um 100 þúsund árum, kannski 150 þúsund, og hélt uppteknum hætti forfeðr- anna frá örófi alda, að leita sér fæðu, vatns og skjóls í náttúrunni. Straum- hvörf urðu með landbúnaðarbylt- ingu, er fólk tók sér fasta búsetu og hóf að rækta jörðina, og önnur með iðnbyltingu fyrir um 200 árum. Iðn- aður og tækni hafa gert milljónum manna kleift að búa í stórborgum og umhverfi víðs fjarri náttúrunni sem veitir þeim fæðu og drykkjarvatn. Ef blómatími spendýra á Jörðinni, 65 milljónir ára, væri sagður samsvara 70 ára mannsævi þá væru 200 ár að- eins um 2 klukkutímar af þeirri ævi. Menn þurfa sem fyrr hreint vatn og loft og sömu næringarefnin og for- verar þeirra fyrir milljónum ára, og þeim líður best í svipuðum hita og raka og er á gresjum hitabeltisins þar sem forfeður þeirra og -mæður lifðu kynslóð fram af kynslóð. Líf sjötugs manns getur koll- varpast á tveim tímum, til dæmis ef hann lendir í slysi eða vinnur í happdrætti, en eðli hans og skap- höfn breytist varla á þeim tíma. Hversu líklegt er að maðurinn sem tegund hafi þróast og aðlagast stór- borgarumhverfi, sem á margan hátt er svo ólíkt þeirri náttúru sem mót- aði hann í milljónir ára? Líf náttúrufólks var háð því að það fengi lífsþörfum sínum full- nægt í þeirri náttúru sem það var hluti af, fyndi sér fæðu við hæfi, hreint vatn og loft. Allt snerist um að komast af og koma upp afkom- endum. Engir tveir einstaklingar eru eins. Þeir sem voru í eðli sínu athugulir og glöggir á náttúruna í kringum sig hlutu að komast bet- ur af en hinir sem sýndu umhverfi sínu engan áhuga. Á öllum þess- um milljónum ára, öllum þessum óendanlega fjölda kynslóða, hlýtur þá ekki að hafa þróast og fest í eðli mannsins árvekni gagnvart nátt- úrunni og áhugi á henni? Nokkrir hugsuðir á síðustu öld héldu því fram að börn hefðu eðl- islægan áhuga á náttúrunni en nú- tímauppeldi upprætti hann í stað þess að rækta.7 Engu að síður séu áhuginn og þarfirnar til staðar, hulin misþunnu lagi uppeldis og menn- ingaráhrifa.8 Þessu til staðfestingar hefur verið bent á ýmislegt. Foreldr- ar sjá börn sín dunda hamingjusöm og gleyma sér við leik í fjöru, við læk eða í blómalaut þótt þar séu engin eiginleg leikföng. Kennarar hafa uppgötvað að útinám skilji meira eftir sig en lestur á bók og stagl við krítartöflu og að slíkt nám eigi alveg sérstaklega vel við ofvirk börn. Félagsfræðingar fara með unglinga, sem lent hafa á skjön við umhverfi sitt, í þrautagöngur um fjöll og firn- indi og koma með breytta krakka heim. Sálfræðingar og geðlækn- ar hvetja skjólstæðinga sína til að rækta samband sitt við náttúruna og náttúruöflin. 2. mynd. Náttúran býður upp á fjölbreytta möguleika til athafna. Slíkt er mikilvægt til að laða fram endurheimt. Ljósm.: Andrés Skúlason. 79 1-4#loka.indd 96 4/14/10 8:51:16 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.