Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 69

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 69
69 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2 Í enska textanum segir orðrétt: urgent national interest. Sjá nánar 5. mgr. 2. gr. og 2. mgr. 4. gr. 3 Resolution VIII.20 on Articles 2.5 and 4.2 of the Convention. General guidance for interpreting “urgent national interests” under Article 2.5 of the Convention and considering compensation under Article 4.2. Sjá einnig skráningu í Conference of the Contracting Parties to the Convention on Wetlands, Valencia, Spain, 18-26 November 2002. Ályktunin ásamt fylgiskjali er aðgengileg á http://www.ramsar.org/res/key_res_viii_20_e.htm. 4 Sjá nánar 1. mgr. 2. gr. og 1. og 3.–5. mgr. 4. gr. samningsins. 5 Sbr. nánar 3. mgr. 2. gr. samningsins. 6 Sjá nánar 6. mgr. 2. gr. og 1. mgr. 3. gr. Ramsarsamningsins. Þess má geta að innihald hugtaksins skynsamleg nýting hefur tekið breytingum í tímans rás. Samningsaðilar skilgreina það nú á grundvelli vistkerfisnálgunar (á ensku: ecosystem approach), skilgreindra vatnasviða (á ensku: river basin approach) og sjálfbærrar þróunar. Sjá nánar: Resolution IX.1 on additional scientific and techni- cal guidance for implementing the Ramsar wise use concept. Conference of the Contracting Parties to the Convention on Wetlands, Kampala, Uganda, 8-15 November 2005. Meginatriði ályktunarinnar eru aðgengileg á http://www. ramsar.org/res/key_res_ix_01_e.htm. 7 Á ensku oft nefnd buffer zones, sbr. lið 3 í fylgiskjali með ályktun aðila VIII.20, og einnig Alþjóðlegar viðmiðanir um þjóðgarða og friðlýst svæði, The World Conservatin Union, IUCN, Gland, 1994, bls. 13, eða adjacent areas, sem virðist aðeins víðtækara hugtak, sjá t.d. lið (e) í 8. gr. samnings um líffræðilega fjöl- breytni frá 1992, auglýsing í C-deild Stjórnartíðinda nr. 11/1995. 8 Sjá til skýringar t.d. dóm Hæstaréttar, Hrd. 2000, bls. 1621 (mál nr. 15/2000), Stjörnugrísmálið fyrra. verndað með sérstökum lögum nr. 36/1974 um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu en þau voru leyst af hólmi með lögum nr. 97/2004 um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu. Tvö önnur íslensk votlendissvæði hafa verið viðurkennd sem Ramsarsvæði; Þjórsárver, samþykkt 20. mars 1990, og Grunnafjörður, samþykktur 24. júní 1996. Þjórsárver voru fyrst frið- lýst í samræmi við þágildandi lög nr. 47/1971 um náttúruvernd, sbr. auglýsingu nr. 753/1981 í B-deild Stjórnartíðinda um friðland í Þjórs- árverum, og síðar með auglýsingu nr. 507/1987 í B-deild Stjórnartíð- inda um friðland í Þjórsárverum sem leysti fyrri auglýsinguna af hólmi. Grunnafjörður var friðlýstur samkvæmt auglýsingu nr. 548/1994 í B-deild Stjórnartíðinda, einnig á grundvelli laga nr. 47/1971 um nátt- úruvernd. Engin framangreindra réttarheimilda íslensks réttar inni- heldur reglur um hvort eða hvernig mörkum friðlanda, þ.m.t. Ramsar- svæða, verði breytt eða þau felld niður, né heldur á hvaða forsendum slíkar breytingar verði gerðar og er það miður. Þarafleiðandi gilda meginreglur íslensks réttar. Markmið og afmörkun efnis Markmið greinarinnar er að kynna nokkur sjónarmið eða viðmið (á ensku: criteria) sem mögulegt er að leggja til grundvallar við mat á brýnum þjóðhagsmunum2 eins og það er orðað í íslenskri þýðingu Ramsarsamningsins. Þetta eru þeir hagsmunir sem samningurinn við- urkennir að geti réttlætt breytingar eða niðurfellingu á mörkum Ramsar- svæða. Eftir því sem best er vitað hefur ekki reynt á þessi atriði hér á landi. Þess vegna verður í greininni fjallað um friðlýst svæði almennt en þó með áherslu á Ramsarsvæði. Greinin er þannig uppbyggð að fyrst verður helstu skuldbindingum samningsaðila samkvæmt Ramsar- samningnum lýst. Þar á eftir verður fjallað um ályktun samningsaðila nr. VIII.20 frá 2002 um 5. mgr. 2. gr. og 2. mgr. 4. gr. samningsins og efni fylgiskjals hennar.3 Því næst verður gerð grein fyrir breytingum á gildis- sviði laga nr. 97/2004 um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjar- sýslu og í kjölfarið verða nefnd nokkur dæmi úr réttarframkvæmd hér á landi. Að því loknu verður stutt umræða og lokaorð. Helstu skuldbindingar Mikilvægasta skuldbinding Ramsar- samningsins felst í því að samnings- aðilar, hver á sínu yfirráðasvæði, skilgreina formlega og nákvæmlega votlendissvæði, sem oft eru kölluð Ramsarsvæði. Samningsaðilum ber jafnframt að vernda svæðin, hafa eftirlit með þeim og stunda á þeim rannsóknir, þ.m.t. rannsóknir á líf- fræðilegri fjölbreytni þeirra. Jafn- framt ber samningsaðilum að stuðla að aukningu votlendisfugla á svæð- unum.4 Tekið er fram í samningnum að skráning votlendis samkvæmt reglum hans raski ekki óskoruðum fullveldisrétti viðkomandi ríkis hvað varðar landsvæðið þar sem votlend- ið er.5 Þetta ber að túlka þannig að þótt ríki hafi áfram óskoraðan full- veldisrétt hvað varðar landsvæðið ber því að neyta réttarins í samræmi við þær þjóðréttarlegu skuldbind- ingar sem það hefur undirgengist með aðild að Ramsarsamningnum. Af þessu leiðir einnig að viðkomandi ríki þarf að tryggja að eiginleikum Ramsarsvæða og stofnum votlendis- fugla sé ekki stefnt í tvísýnu. Mikil- vægast í þessu sambandi er að beita stjórnunar- og verndunaraðgerðum sem byggjast á skynsamlegri nýtingu (á ensku: wise use).6 Oftast verður þetta einvörðungu tryggt með sér- stakri lagasetningu sem miðar að því að takmarka framkvæmdir á viðkomandi votlendissvæði eða á aðlægum svæðum þess7 og með lagaákvæðum sem miða að því að vernda og, eftir atvikum, friða alfar- ið ákveðna stofna votlendisfugla. Það sem liggur hér að baki er mat á þeim hagsmunum sem í húfi eru, annars vegar langtíma umhverfis- og náttúruverndarhagsmunum og hins vegar skammtímahagsmunum þeirra sem stunda tiltekna atvinnu- starfsemi eða landnýtingu á við- komandi svæði eða aðlægum svæð- um. Ef réttarstaðan á Íslandi er sett í brennidepil, þá njóta síðargreindu hagsmunirnir einvörðungu stjórn- arskrárverndar.8 Af þessu leiðir að almenn löggjöf, sem ætlað er að vernda Ramsarsvæði og stofna vot- lendisfugla, verður að vera skýr hvað verndarhagsmuni varðar – og jafnframt innihalda nákvæm viðmið sem tengjast þeim og endurspegla þá – svo að þeir sem taka ákvarðanir samkvæmt viðkomandi lögum hafi upplýsingar um hvaða sjónarmið eigi að leggja til grundvallar ákvarð- anatöku hverju sinni. Þetta tryggir aukin gæði ákvarðana og þar með verndun votlendissvæða þegar til lengri tíma er litið og stuðlar jafn- framt að fyrirsjáanleika og réttar- öryggi. Samningsaðilar hafa rétt til þess að bæta votlendissvæðum á Ramsarskrána, færa út mörk þeirra, breyta þeim eða fella niður með öllu ef brýnir þjóhagsmunir krefjast slíkra 79 1-4#loka.indd 69 4/14/10 8:50:31 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.