Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 134

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 134
Náttúrufræðingurinn 134 sem þegar hafa fundist í andfuglum heldur einnig blóðögður sem gætu hugsanlega lifað hér í öðrum fugl- um, til dæmis í kríu og máfum. Í þeim eru mestar líkur á því að finna blóðögður af ættkvíslunum Giganto- bilharzia og Ornithobilharzia en þær tegundir nota fjörusnigla eða snigla í ísöltu vatni sem millihýsla.18,32 Blóðögður sem taldar voru tilheyra síðarnefndu ættkvíslinni hafa þeg- ar fundist hér í sílamáfum (Larus fuscus)43 en hugsanlegt er að fugl- arnir hafi komið smitaðir erlendis frá, eins og oft má búast við hjá far- fuglum sem náð hafa í smit á vetrar- stöðvum. Rannsóknir benda þó til að blóðögður sem lifa í sniglum í sjó eða ísöltu vatni finnist ekki hér á landi eða séu í það minnsta sjald- séðar, því engar slíkar fundust við krufningu á ríflega 15.000 sniglum sem safnað var í söltu vatni.44–46 Fuglablóðögðurnar sem fundist hafa á Íslandi eru greinilega, að minnsta kosti sumar hverjar, hýsil- sérhæfðar. Iðraögður grágæsa hafa til dæmis aldrei fundist í álftum á Reykjavíkurtjörn þótt fuglarnir lifi þar hlið við hlið og iðraögður toppandanna á Botnsvatni fundust hvorki í himbrima né stokköndum sem lifðu við hlið toppandanna.9 Svipuð hýsilsérhæfni virðist einnig eiga sér stað hvað varðar millihýsl- ana,18 þannig að í ferskvatni hér á landi er tæplega að búast við öðrum tegundum en þeim sem geta notað vatnabobba sem millihýsil. Hinar sniglategundirnar sem hér finnast í ferskvatni eru það sjaldgæfar og hafa það takmarkaða útbreiðslu að þær virðast ekki ná að halda uppi lífsferlum blóðagða. Mestar líkur eru á að fá sund- mannakláða á Íslandi þar sem jarð- hita gætir og geta menn átt von á slíku allan ársins hring. Um og eftir mitt sumar má sömuleiðis eiga von á því að fá sundmannakláða þar sem andfuglar og vatnabobbar eru algengir. Líklegast er að verða þess var í grunnum vötnum sem hitna það mikið að sumarlagi að fólk tek- ur til við að vaða þar eða baða. Alla- jafna eru vötn á Íslandi samt of köld til þess að fólk haldist þar við. Það gæti samt breyst í framtíðinni, og sundmannakláði aukist, rætist spár um hlýnun loftslags. Fólk er hvatt til að útsetja sig ekki fyrir sundlirfum fuglablóðagða. Þeir sem sýna ónæmisviðbrögð sitja uppi með slæman kláða og það eitt og sér er oftast mjög óþægilegt. Hitt er þó talið alvarlegra – þegar engin útbrot myndast – því þá hafa lirf- urnar komist inn í líkamann þar sem þær drepast samt fljótlega án þess að ná fullum þroska. Einkum á þetta við um nasaögður því þær sækja í taugavefinn sem þær éta sér til vaxtar og viðurværis. Tilraunir með mýs hafa sýnt að sumar lirfurn- ar geta lifað í taugakerfinu í marga daga og jafnvel vikum saman áður en þær drepast. Flökkustig iðraagða sem ekki tekst að stöðva í húðinni eru aftur á móti taldar valda alvar- legustu einkennunum í lungum spendýra. Miklar framfarir hafa orðið í rannsóknum á fuglablóðögðum á allra síðustu árum og munar þar hvað mest um athuganir sem gerð- ar eru með sameindalíffræðilegum aðferðum. Vonir standa til að hægt verði að halda slíkum athugunum áfram á næstu árum og styttist þá vonandi í að blóðögðufána Íslands geti talist sæmilega þekkt. Summary Bird schistosomes and swimmer’s itch Swimmer’s itch is a skin disease caused by swimming larvae (ocellata furcocer- cariae) of bird schistosomes that pene- trate through the skin of humans who have been wading or swimming in wa- ter where the larvae occur. If the immu- nosystem recognizes the cercariae, a maculopapular eruption forms where the larvae penetrated the skin. The skin reaction indicates that the larvae has been captured and is subsequently be- ing destroyed. Experiments have shown that during the first exposure bird schis- tosome larvae can penetrate mammali- an skin and develop to schistosomulae that temporarily survive (hours, days and even weeks) in mammalian tissues. Limited information is available about the diseases that the schistosomulae are able to cause during their migration within the human body. Although the first suspected case dates back to 1925 swimmer’s itch was not confirmed in Iceland until 1997 when hundreds of children got maculo- papular eruptions on the legs after wad- ing in a pond in the Family Park of Reykjavík. Later, swimmer’s itch was also confirmed in the thermally heated area of Landmannalaugar and in the shallow, oligotrophic lake Botnsvatn, where humans start wading or bathing during prolonged sunshine periods in summer. Ocellata fucrocercariae have exclu- sively been detected in the freshwater snail Radix peregra in Iceland. Adult bird schistosomes, however, have been found in four anseriform birds, whoop- er swan Cygnus cygnus, grey-lag goose Anser anser, mallard Anas platyrhynchos and merganser Mergus serrator. So far, eight species of bird schisto- somes are known to occur in Iceland. One of the species has exclusively been detected in its larval stage but seven have been found as adults. The ITS se- quences of all the eight species have al- ready been identified. Five species be- long to the genus Trichobilharzia, one is the nasal schistosome T. regenti, living as adult in the nasal cavity; four are visceral species found in the wall of the large intestine. One of the visceral spe- cies is T. franki, the remaining three species are yet undescribed. The sixth species is Allobilharzia visceralis, a vis- ceral schistosome that is supposed to infect whooper swans in the wintering areas abroad. The seventh species be- long to the genus Dendritobilharzia and has exclusively been detected in the non-migrating grey-lag goose popula- tion in the Reykjavík area. Finally, the eighth species is the larvae isolated from R. peregra in Óslandstjörn that has such a unique ITS sequence that it is considered to belong to a new genus of bird schistosomes. 79 1-4#loka.indd 134 4/14/10 8:52:19 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.