Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 64

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 64
Náttúrufræðingurinn 64 varð hann vitni að einu mesta mý- klaki sem sögur fara af. Slæðumýið myndaði þykka skán á vatninu (10. mynd). Anthony var nú ráðinn í að greina gögn okkar til hlítar svo draga mætti af þeim skýrar álykt- anir. Það kann að hafa ýtt undir áhuga hans að Mývatn var stað- urinn þar sem faðir hans og móðir hittust fyrst. Þau voru þátttakendur í sitthvorum skólaleiðangrinum, en fengu lánaðan bát hjá Jóni heitnum Þorlákssyni á Skútustöðum, reru út á vatnið og felldu hugi saman. Niðurstaða fyrstu líkanreikning- anna birtust árið 2002. Þar var gerð grein fyrir sveiflum í líkamsstærð með hliðsjón af stofnstærð mýflugn- anna. Þessar sveiflur voru einnig bornar saman við sveiflur í stofn- stærð afkastamestu rándýranna, hornsílis og ránmýs. Kom fram skýr stuðningur við þá tilgátu að sveiflur Tanytarsus og Micropsectra væru drifnar áfram af tímabund- inni ofbeit á botninum. Breytingar slæðumýsstofnsins reyndust ekki í þeim takti við rándýrastofnana að þeir síðarnefndu væru líklegir orsakavaldar.23 Sveiflur og stöðugleiki Anthony lét ekki staðar numið hér, heldur tók að vinna að reiknilíkani sem gæti lýst hegðun Tanytarsus- stofnsins. Hann taldi að tiltæk stofn- líkön vistfræðinnar gætu ekki skýrt þær óreglulegu sveiflur sem virtust eiga sér stað í Mývatni og þyrfti að ráða bót á því. Hér er rétt að staldra við og út- skýra í örfáum orðum hvað átt er við með reiknilíkani. Reiknilíkan er ekkert annað en stærðfræðileg formúla, eða safn formúlna, sem lýsir einhverju ástandi og hvernig það breytist jafnóðum og aðstæður breytast. Í því tilfelli sem hér um ræðir lýsir formúlan stærð mý- flugustofnsins (Tanytarsus), segir m.ö.o. hversu margar mýlirfur eru á hverri flatareiningu botns. Á ein- hverjum upphafspunkti gefum við okkur að fjöldinn sé einhver tiltek- in tala. Okkur fýsir að vita hversu margar flugur (eða lirfur) verða næsta ár. Þá þurfum við að vita hversu hratt þær geta fjölgað sér. Sá hængur er á að fjölgunin er háð því hve margar þær eru. Því fleiri, því meiri verður fjölgunin, en verði lirf- urnar of margar fara þær að keppa um fæðu sín á milli og geta jafnvel farið að hafa áhrif á fæðuuppsprett- una með ofbeit. Þá hægir á fjölgun- inni. Við getum reiknað út hve flug- urnar verða margar næsta ár. Það ár verðum við að nota sem nýjan upp- hafspunkt til að reikna hve margar flugurnar verða þarnæsta ár. Þannig má, skref fyrir skref, rekja breyt- ingar á stærð stofnsins miðað við þær forsendur um orsakasamhengi í fæðuvefnum sem gefnar voru í upphafi. Þetta er allt gert í tölvu að sjálfsögðu. Við þurfum aðeins að gefa tölvunni upphafspunkt til að byrja reikningana á og formúlurnar sem við höldum að eigi við og svo sýnir tölvan okkur hvað verður um mýstofninn með tíð og tíma. Vissar formúlur geta leitt til þess að stofn- inn deyr út eftir nokkrar kynslóðir. Aðrar formúlur geta haft það í för með sér að stofninn fer að sveiflast á reglubundinn hátt og enn aðrar geta leitt af sér stofn sem er alltaf jafn- stór, er í jafnvægi. Ef til eru góðar mælingar á stofninum er hægt að nota þær til að stilla líkanið af, m.ö.o. setja inn tölur (stuðla) á viðeigandi stöðum í reikniformúlunni til að gera hana raunhæfari. Nýja líkanið var samsett úr þrem- ur jöfnum sem lýsa samhengi milli þriggja þrepa fæðuvefsins. Í fyrsta lagi framleiðslu kísilþörunga. Í öðru lagi framleiðslu grots, sem er mjög háð framleiðslu kísilþörunganna. Í þriðja lagi framleiðslu Tanytarsus og hvernig hún er háð fæðuskil- yrðum (kísilþörungum og groti). Líkanið er í raun sáraeinfalt, en þegar hegðun þess er könnuð eft- ir að búið er að stilla líkanið af, en þá eru fastar líkansins ákvarðaðir út frá mæligögnum, kemur í ljós afar flókinn ferill. Þar er fyrst til að taka að nú þarf að gera grein- armun á þeim frumframleiðendum og groti (þ.e. fæðu) sem Tanytarsus getur haft áhrif á (ofbeitt) annars vegar og hins vegar því sem fram- leitt er utan Tanytarsus-svæða. Efni framleitt utan Tanytarsus-svæða er varasjóður sem dempar sveiflur í kerfinu. Ef varasjóðurinn minnkar dýpka sveiflurnar og lengjast. Líkan- reikningarnir sýna þetta, en jafn- framt sýna þeir að fæðuvefurinn er ofurviðkvæmur fyrir breytingum á þessu utanaðkomandi efni. Líkanreikningarnir sýna meira. Þeir leiða í ljós að Tanytarsus getur sveiflast eftir lögmálum sem höfðu ekki áður sést í vistfræðilegum 10. mynd. Jón S. Ólafsson mýflugnafræðingur siglir hér rannsóknabáti á Mývatni þann 6. júní árið 2000, þegar mýflugur nánast þöktu vatnið. – A researcher motoring in his boat across the midge-covered lake Myvatn on 6 June 2000. Ljósm./Photo: Haraldur R. Ingvason. 79 1-4#loka.indd 64 4/14/10 8:50:19 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.